United kom sér í Meistaradeild Evrópu

United-menn fagna marki Bruno Fernandes úr víti í dag.
United-menn fagna marki Bruno Fernandes úr víti í dag. VÍSIR/GETTY

Manchester United leikur í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð eftir að liðið vann Leicester 2-0 í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag.

United var í 3. sæti fyrir lokaumferðina og hélt sér þar. Liðið endaði með 66 stig eins og Chelsea, sem vann Wolves 2-0, en með betri markatölu.

Bruno Fernandes kom United yfir úr vítaspyrnu sem að Anthony Martial vann sér inn þegar 20 mínútur voru eftir.  Jesse Lingard fékk svo mark á silfurfati frá Kasper Schmeichel, markverði Leicester, í blálok leiksins.

Leicester hefði þurft sigur til að komast í Meistaradeildina en verður að gera sér að góðu að spila í Evrópudeildinni næsta vetur.

Útlitið var ekki gott hjá United fyrr á leiktíðinni, hvað möguleikann á að komast í Meistaradeildina varðar, en liðið fór taplaust í gegnum síðustu 14 deildarleiki sína á tímabilinu og vann tíu þeirra. Lið Leicester, sem var óheppið með meiðsli eftir kórónuveiruhléið, vann hins vegar aðeins þrjá af síðustu 14 leikjum sínum.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira