Klopp segir Lampard verða að læra og frábiður sér tal um hroka Sindri Sverrisson skrifar 25. júlí 2020 12:45 Jürgen Klopp var ekki ánægður með hvernig Frank Lampard lét á miðvikudaginn. VÍSIR/GETTY Það virðist anda frekar köldu á milli knattspyrnustjóra Chelsea og Liverpool eftir rimmu liðanna í vikunni þar sem Englandsmeistarar Liverpool unnu 5-3 sigur. Tapið þýðir að Chelsea á enn á hættu að missa af sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð, fari svo að liðið tapi gegn Wolves á morgun en Leicester nái í stig gegn Manchester United. Eftir leikinn á miðvikudag sakaði Frank Lampard þjálfarateymi Liverpool um að hafa sýnt sér hroka, og hann stóð við þær fullyrðingar á fréttamannafundi í gær. Hann kvaðst þó sjá eftir því að hafa látið ljót orð falla á meðan á leik stóð, en það náðist á myndband þegar Lampard sagði Liverpool-mönnum ítrekað að fara til fjandans (e. fuck off). „Menn geta ekki slengt einhverju svona framan í mig – eða mitt þjálfarateymi – því við erum ekki hrokafullir,“ sagði Jürgen Klopp en reiði Lampards virtist að miklu leyti beinast að Pepijn Lijnders, aðstoðarmanni Klopp hjá Liverpool. „Keppnisskapið var mikið hjá Klopp og ég ber virðingu fyrir því. Hvað mig varðar mega menn segja nánast hvað sem er þegar staðan er þannig. En þegar leiknum lýkur þá á þessu að ljúka alveg. Ég hef sagt margt í gegnum tíðina vegna þess að tilfinningarnar eru svo miklar. Hann kom hingað til að ná í stig og tryggja sig í Meistaradeild Evrópu. Ég ber mikla virðingu fyrir því.“ „En hann verður að læra að þegar lokaflautið gellur þá er þetta búið, en þannig var það ekki hjá honum. Að tala svona eftir leik er ekki í lagi. Frank verður að læra. Hann hefur mikinn tíma til að læra því hann er ungur þjálfari. En hann verður að læra. Þegar á leik stendur falla orð, og það er ekkert vandamál, en allt það sem hann sagði eftir lokaflautið… við erum ekki hrokafullir. Við erum í raun andstæðan við það að vera hrokafullir á svona stundu,“ sagði Klopp. Of langt gengið að glotta lengi til manns Lampard virtist aðallega skjóta á Lijnders þegar hann ræddi málið í gær. „Ég tel að hroki sé mikilvægur hæfileiki þegar maður tekst á við fótbolta sem leikmaður, og sem knattspyrnustjóri. Það eru heilmiklar væntingar í kringum mann og ef maður er ekki með ákveðið mikinn hroka þá hefur það neikvæð áhrif á mann.“ „Þegar maður talar um hroka þá tengist það virðingu. Mér fannst „bekkurinn“ hjá Liverpool, eða sérstaklega einn maður, fara langt yfir strikið og vera hrokafullur gagnvart mér.“ „Hver er línan? Margir stjórar kalla eftir ákvörðunum dómara og geta haft rétt eða rangt fyrir sér. Síðan tala þeir við hvorn annan. En þegar menn stökkva upp af bekknum og vilja tala beint við mann, og glotta svo í góða stund, þá finnst mér þeir fara yfir strikið,“ sagði Lampard. Enski boltinn Tengdar fréttir Klopp sendi stuðningsmönnum Liverpool hjartnæm skilaboð Það var eðlilega létt yfir Jurgen Klopp í gærkvöldi er enski meistaratitillinn fór á loft á Anfield í fyrsta skipti í þrjátíu ár. 23. júlí 2020 10:00 Lampard birtist óvænt í beinni hjá Sadio Mane á Instagram Sadio Mane leyfði stuðningsmönnum Liverpool að fylgjast með hvað gekk á inn í búningsklefa liðsins eftir að bikarinn fór á loft í gærkvöldi. 23. júlí 2020 14:00 Mest lesið Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Sjá meira
Það virðist anda frekar köldu á milli knattspyrnustjóra Chelsea og Liverpool eftir rimmu liðanna í vikunni þar sem Englandsmeistarar Liverpool unnu 5-3 sigur. Tapið þýðir að Chelsea á enn á hættu að missa af sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð, fari svo að liðið tapi gegn Wolves á morgun en Leicester nái í stig gegn Manchester United. Eftir leikinn á miðvikudag sakaði Frank Lampard þjálfarateymi Liverpool um að hafa sýnt sér hroka, og hann stóð við þær fullyrðingar á fréttamannafundi í gær. Hann kvaðst þó sjá eftir því að hafa látið ljót orð falla á meðan á leik stóð, en það náðist á myndband þegar Lampard sagði Liverpool-mönnum ítrekað að fara til fjandans (e. fuck off). „Menn geta ekki slengt einhverju svona framan í mig – eða mitt þjálfarateymi – því við erum ekki hrokafullir,“ sagði Jürgen Klopp en reiði Lampards virtist að miklu leyti beinast að Pepijn Lijnders, aðstoðarmanni Klopp hjá Liverpool. „Keppnisskapið var mikið hjá Klopp og ég ber virðingu fyrir því. Hvað mig varðar mega menn segja nánast hvað sem er þegar staðan er þannig. En þegar leiknum lýkur þá á þessu að ljúka alveg. Ég hef sagt margt í gegnum tíðina vegna þess að tilfinningarnar eru svo miklar. Hann kom hingað til að ná í stig og tryggja sig í Meistaradeild Evrópu. Ég ber mikla virðingu fyrir því.“ „En hann verður að læra að þegar lokaflautið gellur þá er þetta búið, en þannig var það ekki hjá honum. Að tala svona eftir leik er ekki í lagi. Frank verður að læra. Hann hefur mikinn tíma til að læra því hann er ungur þjálfari. En hann verður að læra. Þegar á leik stendur falla orð, og það er ekkert vandamál, en allt það sem hann sagði eftir lokaflautið… við erum ekki hrokafullir. Við erum í raun andstæðan við það að vera hrokafullir á svona stundu,“ sagði Klopp. Of langt gengið að glotta lengi til manns Lampard virtist aðallega skjóta á Lijnders þegar hann ræddi málið í gær. „Ég tel að hroki sé mikilvægur hæfileiki þegar maður tekst á við fótbolta sem leikmaður, og sem knattspyrnustjóri. Það eru heilmiklar væntingar í kringum mann og ef maður er ekki með ákveðið mikinn hroka þá hefur það neikvæð áhrif á mann.“ „Þegar maður talar um hroka þá tengist það virðingu. Mér fannst „bekkurinn“ hjá Liverpool, eða sérstaklega einn maður, fara langt yfir strikið og vera hrokafullur gagnvart mér.“ „Hver er línan? Margir stjórar kalla eftir ákvörðunum dómara og geta haft rétt eða rangt fyrir sér. Síðan tala þeir við hvorn annan. En þegar menn stökkva upp af bekknum og vilja tala beint við mann, og glotta svo í góða stund, þá finnst mér þeir fara yfir strikið,“ sagði Lampard.
Enski boltinn Tengdar fréttir Klopp sendi stuðningsmönnum Liverpool hjartnæm skilaboð Það var eðlilega létt yfir Jurgen Klopp í gærkvöldi er enski meistaratitillinn fór á loft á Anfield í fyrsta skipti í þrjátíu ár. 23. júlí 2020 10:00 Lampard birtist óvænt í beinni hjá Sadio Mane á Instagram Sadio Mane leyfði stuðningsmönnum Liverpool að fylgjast með hvað gekk á inn í búningsklefa liðsins eftir að bikarinn fór á loft í gærkvöldi. 23. júlí 2020 14:00 Mest lesið Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Sjá meira
Klopp sendi stuðningsmönnum Liverpool hjartnæm skilaboð Það var eðlilega létt yfir Jurgen Klopp í gærkvöldi er enski meistaratitillinn fór á loft á Anfield í fyrsta skipti í þrjátíu ár. 23. júlí 2020 10:00
Lampard birtist óvænt í beinni hjá Sadio Mane á Instagram Sadio Mane leyfði stuðningsmönnum Liverpool að fylgjast með hvað gekk á inn í búningsklefa liðsins eftir að bikarinn fór á loft í gærkvöldi. 23. júlí 2020 14:00