David Luiz setti vafasamt met Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. júlí 2020 11:30 David Luiz er ekki allra. getty/David Price David Luiz fékk á sig vítaspyrnu þegar Arsenal sigraði Watford, 3-2, í lokaumferð ensku úrvalsdeildinni í gær. Það eru ekki nýjar fréttir en þetta var fimmta vítaspyrnan sem Luiz fékk á sig á tímabilinu. Aldrei hefur einn leikmaður fengið á sig fleiri víti á einu tímabili í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Luiz fékk á sig víti í báðum leikjunum gegn Watford og svo gegn Liverpool, Chelsea og Manchester City. Liverpool. Watford. Chelsea. City. Watford again.David Luiz became the first player in Premier League history to concede five penalties in one season pic.twitter.com/uRWidwIX6W— B/R Football (@brfootball) July 27, 2020 Brasilíski miðvörðurinn kom til Arsenal frá Chelsea fyrir síðasta tímabil. Hann lék 33 leiki með Arsenal í ensku úrvalsdeildinni og skorað tvö mörk. Luiz fékk einnig tvö rauð spjöld, annað fyrir vítið sem hann fékk á sig gegn Chelsea í janúar og hitt fyrir vítið sem hann fékk á sig gegn City í júní. Luiz átti vægast sagt vonda innkomu í leiknum gegn City sem var sá fyrsti hjá liðunum eftir hléið vegna kórónuveirufaraldursins. Hann kom inn á þegar 24 mínútur voru liðnar af leiknum. Í uppbótartíma fyrri hálfleiks gerði hann mistök sem leiddu til marks Raheems Sterling. Í upphafi seinni hálfleiks togaði hann svo Riyad Mahrez niður innan teigs, fékk á sig víti og var rekinn út af. Margir bjuggust við að þetta yrði síðasti leikur Luiz í treyju Arsenal en svo reyndist ekki vera. Hann skrifaði undir nýjan eins árs samning við Lundúnaliðið skömmu eftir leikinn fræga gegn City. Arsenal endaði í 8. sæti ensku úrvalsdeildarinnar sem er versti árangur liðsins frá tímabilinu 1994-95. Skytturnar geta þó endað tímabilið á góðum nótum en Arsenal mætir Chelsea í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar á laugardaginn. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Víkingar komnir í 750 milljónir og gætu spilað fram í febrúar Fótbolti Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Í beinni: Ísland - Slóvakía | Mikið breytt landslið mætir Slóvökum Körfubolti Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Handbolti Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Enski boltinn Sjáðu dramatíkina í París og öll mörkin úr Meistaradeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið „Passar fullkomlega við svona félag“ Man. Utd kynnir nýja stjórann til leiks Sjá meira
David Luiz fékk á sig vítaspyrnu þegar Arsenal sigraði Watford, 3-2, í lokaumferð ensku úrvalsdeildinni í gær. Það eru ekki nýjar fréttir en þetta var fimmta vítaspyrnan sem Luiz fékk á sig á tímabilinu. Aldrei hefur einn leikmaður fengið á sig fleiri víti á einu tímabili í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Luiz fékk á sig víti í báðum leikjunum gegn Watford og svo gegn Liverpool, Chelsea og Manchester City. Liverpool. Watford. Chelsea. City. Watford again.David Luiz became the first player in Premier League history to concede five penalties in one season pic.twitter.com/uRWidwIX6W— B/R Football (@brfootball) July 27, 2020 Brasilíski miðvörðurinn kom til Arsenal frá Chelsea fyrir síðasta tímabil. Hann lék 33 leiki með Arsenal í ensku úrvalsdeildinni og skorað tvö mörk. Luiz fékk einnig tvö rauð spjöld, annað fyrir vítið sem hann fékk á sig gegn Chelsea í janúar og hitt fyrir vítið sem hann fékk á sig gegn City í júní. Luiz átti vægast sagt vonda innkomu í leiknum gegn City sem var sá fyrsti hjá liðunum eftir hléið vegna kórónuveirufaraldursins. Hann kom inn á þegar 24 mínútur voru liðnar af leiknum. Í uppbótartíma fyrri hálfleiks gerði hann mistök sem leiddu til marks Raheems Sterling. Í upphafi seinni hálfleiks togaði hann svo Riyad Mahrez niður innan teigs, fékk á sig víti og var rekinn út af. Margir bjuggust við að þetta yrði síðasti leikur Luiz í treyju Arsenal en svo reyndist ekki vera. Hann skrifaði undir nýjan eins árs samning við Lundúnaliðið skömmu eftir leikinn fræga gegn City. Arsenal endaði í 8. sæti ensku úrvalsdeildarinnar sem er versti árangur liðsins frá tímabilinu 1994-95. Skytturnar geta þó endað tímabilið á góðum nótum en Arsenal mætir Chelsea í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar á laugardaginn.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Víkingar komnir í 750 milljónir og gætu spilað fram í febrúar Fótbolti Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Í beinni: Ísland - Slóvakía | Mikið breytt landslið mætir Slóvökum Körfubolti Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Handbolti Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Enski boltinn Sjáðu dramatíkina í París og öll mörkin úr Meistaradeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið „Passar fullkomlega við svona félag“ Man. Utd kynnir nýja stjórann til leiks Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti