Nýjar vikutölur úr laxveiðiánum Karl Lúðvíksson skrifar 30. júlí 2020 09:32 Laxar eru ekki óalgeng sjón í Glannafossi. Aðsend Nýjar vikutölurog heildarveiðitölur voru uppfærðar í gær sem endranær inná heimasíðu Landssambands Veiðifélaga og það kemur ekkert á óvart hvaða á er á toppnum. Eystri Rangá situr á toppnum yfir aflahæstu árnar í sumar og það er alveg ljóst að það er enginn að fara hreyfa við henni þar. Heildarveiðin í ánni er komin í 3.308 laxa með vikuveiði upp á tæplega 1.100 laxa. Ytri Rangá kemur þar næst með vikuveiði upp á rúma 250 laxa og siðan er Urriðafoss með 793 laxa og vikuveiði upp á tæpa 150 laxa. Miðfjarðará kemur svo í fjórða sæti en veiðin þar hefur verið mjög fín þó svo að áinn hafi ekki verið fullnýtt. Vikuveiði upp á 189 laxa setur hana í 729 laxa. Norðurá er í fimmta sæti listans með 645 laxa og vikuveiði upp á 63 laxa. Það er síðan erfitt að segja hvernig ástandið í ánum er því það er ansi algengt að holl erlendra veiðimanna sem voru búin að borga séu bara látin renna þegar þeir koma ekki og það hefur mikil áhrif á tölurnar. Við fáum ekki að sjá rétta stöðu í ánum fyrr en árnar verða veiddar betur en það fer að gerast næstu daga þegar Íslendingahollin mæta í árnar. Heildarlistann má finna á www.angling.is Stangveiði Mest lesið Hreindýrakvóti 2012 verður 1009 dýr Veiði Veiðivísir gefur Veiðikortið á Facebook Veiði Næst besta opnun sumarsins er í Stóru Laxá IV Veiði Veiðileyfi í verðlaun í Facebookleik Veiðivísis Veiði Saga stangveiða: "Hertoginn varð fengsæll í Konungsstreng“ Veiði Fyrstu laxarnir sjást í Langá Veiði Skutulsveiðar á eldislaxi eins og brandari Veiði Lokatölur úr Veiðivötnum Veiði Veiði hefst í Veiðivötnum 18.júní Veiði Veiddi 3.2 kg bleikju í Hlíðarvatni Veiði
Nýjar vikutölurog heildarveiðitölur voru uppfærðar í gær sem endranær inná heimasíðu Landssambands Veiðifélaga og það kemur ekkert á óvart hvaða á er á toppnum. Eystri Rangá situr á toppnum yfir aflahæstu árnar í sumar og það er alveg ljóst að það er enginn að fara hreyfa við henni þar. Heildarveiðin í ánni er komin í 3.308 laxa með vikuveiði upp á tæplega 1.100 laxa. Ytri Rangá kemur þar næst með vikuveiði upp á rúma 250 laxa og siðan er Urriðafoss með 793 laxa og vikuveiði upp á tæpa 150 laxa. Miðfjarðará kemur svo í fjórða sæti en veiðin þar hefur verið mjög fín þó svo að áinn hafi ekki verið fullnýtt. Vikuveiði upp á 189 laxa setur hana í 729 laxa. Norðurá er í fimmta sæti listans með 645 laxa og vikuveiði upp á 63 laxa. Það er síðan erfitt að segja hvernig ástandið í ánum er því það er ansi algengt að holl erlendra veiðimanna sem voru búin að borga séu bara látin renna þegar þeir koma ekki og það hefur mikil áhrif á tölurnar. Við fáum ekki að sjá rétta stöðu í ánum fyrr en árnar verða veiddar betur en það fer að gerast næstu daga þegar Íslendingahollin mæta í árnar. Heildarlistann má finna á www.angling.is
Stangveiði Mest lesið Hreindýrakvóti 2012 verður 1009 dýr Veiði Veiðivísir gefur Veiðikortið á Facebook Veiði Næst besta opnun sumarsins er í Stóru Laxá IV Veiði Veiðileyfi í verðlaun í Facebookleik Veiðivísis Veiði Saga stangveiða: "Hertoginn varð fengsæll í Konungsstreng“ Veiði Fyrstu laxarnir sjást í Langá Veiði Skutulsveiðar á eldislaxi eins og brandari Veiði Lokatölur úr Veiðivötnum Veiði Veiði hefst í Veiðivötnum 18.júní Veiði Veiddi 3.2 kg bleikju í Hlíðarvatni Veiði