Hamingjusamt fólk þénar meira en aðrir Rakel Sveinsdóttir skrifar 5. ágúst 2020 10:00 Samkvæmt rannsóknum þénar hamingjusamt fólk umtalsvert meiri tekjur en aðrir. Vísir/Getty Þótt orðatiltækið kveði á um að hamingjan fáist ekki keypt með peningum eru þeir ófáir sem dreymir um að eiga meiri pening. Rannsóknir sýna hins vegar að til þess að eignast meiri pening á fólk fyrst að leggja áherslu á hamingjuna því henni fylgi oft meiri peningar. Nokkrar rannsóknir styðja þetta og var ein þeirra framkvæmd af National Academy of Sciences. Í niðurstöðum þeirrar rannsóknar mátti sjá að ungt fólk sem var hamingjusamt þénaði umtalsvert mikið meira en aðrir síðar á lífsleiðinni. Hér er þó gerður sá fyrirvari að niðurstöður sem þessar eiga einkum við um fólk sem þegar hefur náð ákveðnum lágmarkstekjum á ári. En hvers vegna kann það að vera að hamingjan skili sér í meiri peningum? Jú, ástæðurnar kunna að vera einfaldari en mörgum grunar og hér eru sex atriði sem eru einkum nefnd þessu til skýringar. 1. Hamingjusamt fólk er almennt jákvæðara Sá eiginleiki að vera jákvæður skilar sér í því að jákvætt fólk á oft auðveldara með að sjá tækifærin en aðrir því jákvætt fólk einblínir sjaldnast á vandamál nema til að leysa þau. Að sjá tækifærin hefur síðan áhrif á það hvernig fólki gengur í starfi. 2. Hamingjusamt fólk er sjaldnar veikt Samkvæmt rannsóknum er fólk sem líður vel og er hamingjusamt almennt heilsuhraustara og sjaldnar veikt í samanburði við fólk sem er óánægt eða líður illa. Þá hafa rannsóknir sýnt að hamingjusamt fólk lifir gjarnan lengur. 3. Hamingjusamt fólk afkastar meira en aðrir Í rannsókn sem gerð var í Englandi sýndu niðurstöður að bein tengsl eru á milli afkastagetu fólks og líðan. Þetta þýðir að fólk sem er hamingjusamt afkastar meira en fólk sem líður illa eða er óhamingjusamt. 4. Hamingjusamt fólk fær jákvæðari umsagnir Almennt fylgir því oftast að fólk sem er hamingjusamt, jákvætt og duglegt til vinnu fær betri umsagnir eða meðmæli sem starfsmenn en þeir sem eru það ekki. Þetta hefur bein áhrif á það hvernig fólki gengur að vinna sig upp í starfi eða að fá launahækkun. 5. Hamingjusamt fólk er lausnarmiðað Þá er hamingjusamt fólk lausnarmiðað í hugsun og þeim tamt að reyna að leysa úr vandamálum sem kunna að koma upp. Þessi eiginleiki gerir þetta fólk að eftirsóttu starfsfólki. 6. Hamingjusamt fólk fjárfestir í sjálfu sér Þá er því haldið fram að hamingjusamt fólk hugsi vel um sjálft sig enda sé það hluti af þeirra vellíðan. Að fjárfesta í sjálfum sér teljast hér atriði eins og menntun eða viljinn til að læra eitthvað nýtt, stunda líkamsrækt og fleira. Góðu ráðin Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ „En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu“ Sjá meira
Þótt orðatiltækið kveði á um að hamingjan fáist ekki keypt með peningum eru þeir ófáir sem dreymir um að eiga meiri pening. Rannsóknir sýna hins vegar að til þess að eignast meiri pening á fólk fyrst að leggja áherslu á hamingjuna því henni fylgi oft meiri peningar. Nokkrar rannsóknir styðja þetta og var ein þeirra framkvæmd af National Academy of Sciences. Í niðurstöðum þeirrar rannsóknar mátti sjá að ungt fólk sem var hamingjusamt þénaði umtalsvert mikið meira en aðrir síðar á lífsleiðinni. Hér er þó gerður sá fyrirvari að niðurstöður sem þessar eiga einkum við um fólk sem þegar hefur náð ákveðnum lágmarkstekjum á ári. En hvers vegna kann það að vera að hamingjan skili sér í meiri peningum? Jú, ástæðurnar kunna að vera einfaldari en mörgum grunar og hér eru sex atriði sem eru einkum nefnd þessu til skýringar. 1. Hamingjusamt fólk er almennt jákvæðara Sá eiginleiki að vera jákvæður skilar sér í því að jákvætt fólk á oft auðveldara með að sjá tækifærin en aðrir því jákvætt fólk einblínir sjaldnast á vandamál nema til að leysa þau. Að sjá tækifærin hefur síðan áhrif á það hvernig fólki gengur í starfi. 2. Hamingjusamt fólk er sjaldnar veikt Samkvæmt rannsóknum er fólk sem líður vel og er hamingjusamt almennt heilsuhraustara og sjaldnar veikt í samanburði við fólk sem er óánægt eða líður illa. Þá hafa rannsóknir sýnt að hamingjusamt fólk lifir gjarnan lengur. 3. Hamingjusamt fólk afkastar meira en aðrir Í rannsókn sem gerð var í Englandi sýndu niðurstöður að bein tengsl eru á milli afkastagetu fólks og líðan. Þetta þýðir að fólk sem er hamingjusamt afkastar meira en fólk sem líður illa eða er óhamingjusamt. 4. Hamingjusamt fólk fær jákvæðari umsagnir Almennt fylgir því oftast að fólk sem er hamingjusamt, jákvætt og duglegt til vinnu fær betri umsagnir eða meðmæli sem starfsmenn en þeir sem eru það ekki. Þetta hefur bein áhrif á það hvernig fólki gengur að vinna sig upp í starfi eða að fá launahækkun. 5. Hamingjusamt fólk er lausnarmiðað Þá er hamingjusamt fólk lausnarmiðað í hugsun og þeim tamt að reyna að leysa úr vandamálum sem kunna að koma upp. Þessi eiginleiki gerir þetta fólk að eftirsóttu starfsfólki. 6. Hamingjusamt fólk fjárfestir í sjálfu sér Þá er því haldið fram að hamingjusamt fólk hugsi vel um sjálft sig enda sé það hluti af þeirra vellíðan. Að fjárfesta í sjálfum sér teljast hér atriði eins og menntun eða viljinn til að læra eitthvað nýtt, stunda líkamsrækt og fleira.
Góðu ráðin Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ „En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu“ Sjá meira