Enski boltinn

Laun leik­manna E­ver­ton: Gylfi ofar­lega

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gylfi hefur verið lykilmaður Everton frá því að hann kom til félagins.
Gylfi hefur verið lykilmaður Everton frá því að hann kom til félagins. vísir/getty

Enska götublaðið hefur Mirror hefur fjallað um laun enskra knattspyrnuliða að undanförnu og nýjasta liðið er Everton.

Gylfi Þór Sigurðsson og félagar eru í 11. sæti deildarinnar og eru úr leik í enska bikarnum eftir vandræðalegt tap gegn grönnunum í Liverpool um liðna helgi.

Stuðningsmenn Everton eru ekki sáttir og margir þeirra hafa skotið á launakostnað liðsins sem er ansi hár miðað við lið sem er í 11. sætinu.







Stuðningsmennirnir hafa farið mikinn og einhverjir þeirra mættu á æfingasvæði liðsins eftir leikinn gegn Liverpool. Þar ræddu þeir við Marcel Brands, yfirmann knattspyrnumála, hjá Everton.

Mirror vinnur sína tölfræði út frá veitunni spotrac en launahæstu leikmenn liðsins eru þeir Bernard og Yerry Mina. Þeir fá báðir 120 þúsund pund á viku.

Andre Gomes kemur næstur með 112 þúsund og svo koma þeir Jordan Pickford, Morgan Schneiderlin og Gylfi, allir með 100 þúsund pund á viku eða rúmlega sextán milljónir íslenskra króna.


Listann í heild sinni má sjá hér.

Launahæstu leikmenn Everton (árleg laun/vikuleg laun:)

Bernard - (£6.24m/£120k)

Yerry Mina - (£6.24m/£120k)

Andre Gomes - (£5.835m/112k)

Jordan Pickford - (£5.2m/£100k)

Morgan Schneiderlin - (£5.2m/£100k)

Gylfi Sigurdsson - (£5.2m/£100k)

Theo Walcott - (£5.2m/£100k)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×