Enski boltinn

„Ef þetta er satt ættu þeir aldrei að sparka aftur í bolta fyrir E­ver­ton“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Leikmennirnir eru sagðir hafa rætt við Ferguson eftir tapið á sunnudaginn.
Leikmennirnir eru sagðir hafa rætt við Ferguson eftir tapið á sunnudaginn. vísir/epa

Dominic King, blaðamaður á Daily Mail, greinir frá því á Twitter-síðu sinni í gærkvöldi að einhverjir leikmenn Everton séu ekki par sáttir með Carlo Ancelotti.

Ancelotti var ráðinn stjóri Everton rétt fyrir jól eftir að félagið ákvað að reka Marco Silva úr starfi. Við starfinu tók Duncan Ferguson tímabundið áður en Ancelotti mætti.

Byrjun Ancelotti hefur verið ágæt en tap gegn varaliði Liverpool í enska bikarnum á sunnudaginn hefur reitt marga til reiði.

King greinir frá því að það gangi sú saga um að einhverjir leikmenn liðsins séu ekki ánægðir með Ancelotti.

Þeir segja að hann haldi aftur af einstaklingsgæðum ákveðinna leikmanna en óvíst er hvaða leikmenn um ræðir.  



Leikmennirnir eru sagðir hafa rætt við Duncan Ferguson um málið en Ferguson er í þjálfarateymi Ancelotti hjá Everton.

King segir að það sé ekki gott ef leikmennirnir séu byrjaðir að efast um þrefalda Meistaradeildar-meistarann Ancelotti.

Það sé einnig slæmt ef þeir hafi farið að ræða við Ferguson en King segir að hann þekki vel til hversu ástríðufullir stuðningsmenn liðsins séu.

Segir King svo að lokum að sé þetta satt, ættu umræddir leikmenn aldrei að spila aftur fyrir Everton.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×