Enski boltinn

Fyrsta skipti í fimm ár sem Man. United á ekki skot á markið

Anton Ingi Leifsson skrifar
Solskjær á verk fyrir höndum.
Solskjær á verk fyrir höndum. vísir/getty

Manchester United átti ekki skot á mark Wolves í gær er liðin gerðu markalaust jafntefli í þriðju umferð enska bikarsins.

Þetta er í fyrsta skipti í fimm ár sem United á ekki skot á markið í leik en það gerðist síðast einnig gegn Wolves er liðin mættust í enska bikarnum í janúarmánuði 2015.







Liðin þurfa því að mætast á nýjan leik í miðri viku síðar í mánuðinum og verður því nóg um að vera hjá United í mánuðinum.

Þeir spila tvo leiki gegn Manchester City í undanúrslitum enska deildarbikarsins og maraþontímabil Wolves heldur áfram en þeir hafa nú þegar spilað 36 leiki á tímabilinu.

Leikurinn í gær var ekki upp á marga fiska en Sergio Romero stóð vaktina vel í marki United.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×