Enski boltinn

Mane hefur ekki tapað deildar­­­leik á Anfi­eld frá því að hann kom til Liver­pool

Anton Ingi Leifsson skrifar
Mane fagnar marki sínu í fyrrakvöld.
Mane fagnar marki sínu í fyrrakvöld. vísir/epa

Sadio Mane var að sjálfsögðu í byrjunarliði Liverpool sem vann 2-0 sigur á Sheffield United á heimavelli á fimmtudagskvöldið.

Liverpool er með þrettán stiga forskot á toppi deildarinnar en Mane skoraði síðara mark liðsins eftir að Mo Salah hafði skorað það fyrra.

Forysta Liverpool er ansi góð en tölfræði Sadio Mane á heimavelli er einnig ansi góð.







Frá því að Senegalinn gekk í raðir Liverpool sumarið 2016 hefur hann ekki tapað deildarleik á Anfield Road.

Þá leiki sem Senegalinn hefur verið með í á heimavelli hefur ekki Liverpool tapað en þrjú og hálft ár er frá því að hann kom frá Southampton.

Algjörlega mögnuð tölfræði en hann verður væntanlega í leikmannahópi liðsins sem mætir Everton í grannaslag í enska bikarnum á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×