Enski boltinn

„Ég var dónalegur en ég var dónalegur við hálfvita“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Mike Dean lyftir gula spjaldinu.
Mike Dean lyftir gula spjaldinu. vísir/getty

Tottenham tapaði í dag 1-0 gegn Southampton á útivelli og mistókst að færast nær Chelsea í baráttunni um Meistaradeildarsæti.

Jose Mourinho fékk að líta gula spjaldið í síðari hálfleiknum en fyrst um sinn vissi fólk ekki fyrir hvað hann hefði fengið gula spjaldið fyrir.

Í endursýningu kom í ljós að hann hafi rölt yfir á bekk Southampton og látið einn í þjálfarateymi heimamanna heyra það.

Fjórði dómarinn tók eftir því og kallaði á Mike Dean, dómara leiksins, og lét hann spjalda Portúgalann.







„Ég var dónalegur en ég var dónalegur við hálfvita. Ég átti skilið þetta gula spjald. Talsmátinn var slæmur,“ sagði Mourinho.

Hann segir að Tottenham muni ekki missa sig á leikmannamarkaðnum en hann opnaði um mánaðamótin.

„Við þurfum tíma til þess að vinna með það sem við höfum en ekki það sem við erum ekki með. Við ætlum ekki að verða kóngarnir á markaðnum.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×