Enski boltinn

„Verður hann til­búinn í mars? Ég veit það ekki“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Minamino á æfingu Liverpool.
Minamino á æfingu Liverpool. vísir/getty

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, hefur sagt að það muni taka Takumi Minamino, nýjasta leikmann liðsins, smá tíma að komast inn í liðið og fá mínútur hjá Evrópumeisturunum.

Hinn 24 ára gamli Japani gekk í raðir Liverpool í síðasta mánuði en Evrópumeistararnir keyptu hann á rúmar sjö milljónir punda frá Salzburg.

Sadio Mane og Naby Keita spiluðu báðir fyrir Salzburg á leið sinni til Liverpool. Klopp vonar að það hjálpi Minamino.

„Það er mikilvægt að hann komi sér fyrir og við keyptum leikmanninn sem hann var hjá Salzburg. Hann þarf bara að vera hann sjálfur,“ sagði Klopp og hélt áfram.







„Ég sagði við hann að keyptum Minamino frá Salzburg. Leikmanninn sem var sturlaður gegn okkur. Spilaðu þannig og við sjáum hvernig það þróast.“

Liverpool spilar gegn nýliðum Sheffield United annað kvöld en Minamino má ekki spila þann leik vegna þess að hann er ekki kominn með keppnisleyfi.

„Við munum líklega nota hann núna og kannski ekki eftir fimmtán vikur. Verður hann tilbúinn í mars? Ég veit það ekki. Við munum læra á hvorn annan og gefa honum allan tímann sem hann þarf.“

„Á þessu augnabliki erum við með mjög gott lið og erum með nokkra af bestu sóknarmönnum heims. Hann er sóknarmaður og það væri gott ef allir myndu gefa honum smá tíma.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×