Enski boltinn

VAR-ná­kvæmnin heldur á­fram: Rang­staða dæmd á hælinn á Wesl­ey

Anton Ingi Leifsson skrifar
Leikmenn bíða spenntir eftir ákvörðun frá Michael Oliver, dómara.
Leikmenn bíða spenntir eftir ákvörðun frá Michael Oliver, dómara. vísir/getty

Myndbandaðstoðardómarar, VAR eða VARsjáin hafa verið mikið í umræðunni síðustu daga og vikur.

Mörg afar tæp mörk hafa verið dæmd af liðum í ensku úrvalsdeildinni þar sem ýmist handarkriki eða smá brot af ristinni er fyrir innan.

Þetta mun væntanlega halda áfram árið 2020 ef marka má atvik sem gerðist í leik Burnley og Aston Villa í dag.







Jack Grealish virtist þá vera að koma Villa yfir með skallamarki en eftir skoðun í VARsjánni kom í ljós að í aðdraganda marksins var hæll Wesley fyrir innan.

Margir hafa lýst undrun sinni á þessari ákvörðun fyrr í dag og einn þeirra er þáttarstjórnandinn Gary Lineker.







Sem betur fer fyrir Aston Villa kom þetta ekki að sök því þeir unnu mikilvægan 2-0 sigur og komast upp úr fallsæti með sigrinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×