Telja að hundruð hafi smitast af nýju veirunni í Kína Kjartan Kjartansson skrifar 18. janúar 2020 08:30 Vegfarendur í Tókýó með andlitsmaska. Japönsk yfirvöld segja að karlmaður sem kom heim frá Kína hafi greinst með nýtt afbrigði kórónaveiru sem kom fyrst upp í Wuhan. AP/Eugene Hoshiko Breskir sérfræðingar telja að allt að 1.700 manns hafi smitast af nýju afbrigði kórónaveiru sem kom upp í Kína í desember, mun fleiri en kínversk yfirvöld hafa látið uppi. Tveir hafa látist af völdum veirunnar sem veldur veikindum sem líkist lungnabólgu. Kínversk yfirvöld segja að 45 tilfelli veirunnar hafi verið staðfest. Veiran kom fyrst upp í borginni Wuhan í desember og hefur verið tengd við markað með lifandi dýr þar. Tvö tilfelli hafa greinst í Taílandi og eitt í Japan. Breska ríkisútvarpið BBC segir að sérfræðingar Imperial College í London, sem veita meðal annars bresku ríkisstjórninni og Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni ráð í sóttvörnum, hafi áætlað að fjöldi smita sé mun hærri en Kínverjar hafa gefið upp á grundvelli tilfellanna utan Kína. „Ég hef verulega meiri áhyggjur nú en fyrir viku,“ segir Neil Ferguson, prófessor við háskólann, við BBC. Hann telur þó of snemmt fyrir hrakspár. Fram að þessu hafa kínversk yfirvöld haldið því fram að veiran smitist ekki á milli manna heldur hafi hún borist frá dýrum. Ferguson segir að taka verði möguleikann á smiti á milli manna alvarlega. „Fyrir mér er það ólíklegt, í ljósi þess sem við vitum um kórónaveirur, að snerting við dýr væri aðalorsök slíks fjölda smita hjá mönnum,“ segir Ferguson. Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Vara við því að ný veira gæti dreift úr sér Sjúkrahús um allan heim hafa fengið leiðbeiningar frá Alþjóðaheilbrigðisstofuninni um sýkingarvarnir vegna nýrrar veiru sem veldur öndunarfærasjúkdómum í Asíu. 14. janúar 2020 15:54 Óþekkt veira í Kína líklega ný gerð kórónaveiru Einn er látinn og tugir hafa smitast af völdum veiru sem talin er skyld þeirri sem olli SARS- og MERS-faröldrunum á sínum tíma. 13. janúar 2020 11:28 Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Fleiri fréttir Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Sjá meira
Breskir sérfræðingar telja að allt að 1.700 manns hafi smitast af nýju afbrigði kórónaveiru sem kom upp í Kína í desember, mun fleiri en kínversk yfirvöld hafa látið uppi. Tveir hafa látist af völdum veirunnar sem veldur veikindum sem líkist lungnabólgu. Kínversk yfirvöld segja að 45 tilfelli veirunnar hafi verið staðfest. Veiran kom fyrst upp í borginni Wuhan í desember og hefur verið tengd við markað með lifandi dýr þar. Tvö tilfelli hafa greinst í Taílandi og eitt í Japan. Breska ríkisútvarpið BBC segir að sérfræðingar Imperial College í London, sem veita meðal annars bresku ríkisstjórninni og Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni ráð í sóttvörnum, hafi áætlað að fjöldi smita sé mun hærri en Kínverjar hafa gefið upp á grundvelli tilfellanna utan Kína. „Ég hef verulega meiri áhyggjur nú en fyrir viku,“ segir Neil Ferguson, prófessor við háskólann, við BBC. Hann telur þó of snemmt fyrir hrakspár. Fram að þessu hafa kínversk yfirvöld haldið því fram að veiran smitist ekki á milli manna heldur hafi hún borist frá dýrum. Ferguson segir að taka verði möguleikann á smiti á milli manna alvarlega. „Fyrir mér er það ólíklegt, í ljósi þess sem við vitum um kórónaveirur, að snerting við dýr væri aðalorsök slíks fjölda smita hjá mönnum,“ segir Ferguson.
Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Vara við því að ný veira gæti dreift úr sér Sjúkrahús um allan heim hafa fengið leiðbeiningar frá Alþjóðaheilbrigðisstofuninni um sýkingarvarnir vegna nýrrar veiru sem veldur öndunarfærasjúkdómum í Asíu. 14. janúar 2020 15:54 Óþekkt veira í Kína líklega ný gerð kórónaveiru Einn er látinn og tugir hafa smitast af völdum veiru sem talin er skyld þeirri sem olli SARS- og MERS-faröldrunum á sínum tíma. 13. janúar 2020 11:28 Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Fleiri fréttir Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Sjá meira
Vara við því að ný veira gæti dreift úr sér Sjúkrahús um allan heim hafa fengið leiðbeiningar frá Alþjóðaheilbrigðisstofuninni um sýkingarvarnir vegna nýrrar veiru sem veldur öndunarfærasjúkdómum í Asíu. 14. janúar 2020 15:54
Óþekkt veira í Kína líklega ný gerð kórónaveiru Einn er látinn og tugir hafa smitast af völdum veiru sem talin er skyld þeirri sem olli SARS- og MERS-faröldrunum á sínum tíma. 13. janúar 2020 11:28