Telja að hitamet hafi verið slegið í höfunum í fyrra Kjartan Kjartansson skrifar 14. janúar 2020 12:22 Kóralar eru viðkvæmir fyrir breytingum á hitastigi. Fjöldi sjávarlífvera reiðir sig á kóralrif og hlýnun sjávar getur því ógnað vistkerfum hafsins. Vísir/Getty Methlýnun varð í höfum jarðar í fyrra samkvæmt nýrri rannsókn og eru fimm síðustu ár þau fimm hlýjustu frá því að mælingar hófust. Sjávarhiti er talinn einn skýrasti mælikvarðinn á áhrif loftslagsbreytinga á jörðinni þar sem höfin hafa tekið við meira en 90% af hnattrænni hlýnun vegna aukinna gróðurhúsaáhrifa af völdum manna. Vísindamenn við Loftslagsrannsóknastofnun Bandaríkjanna notuðu göng frá Argo, þúsundum bauja sem mæla hita og dýpt, til að meta hita í hafinu. Argo var tekið í notkun árið 2007 en fyrir áratugina á undan notuðu vísindamenn þekkingu sem baujurnar hafa aflað til þess að áætla þróun sjávarhita aftur til 1958. Grein um rannsókn þeirra birtist í vísindaritinu Advances in Atmospheric Sciences í gær. Sjávarhiti er minni sveiflum háður en hiti við yfirborð jarðar. Þannig var árið 2019 það hlýjasta í hafinu þrátt fyrir að það hafi verið talið það annað hlýjasta á yfirborðinu. Að sama skapi var árið 2016 það hlýjasta í sögunni á yfirborði jarðar en aðeins það fimmta hlýjasta í hafinu. Síðustu þrjú ár hafa verið hvert öðru hlýrra í sjónum. Árið 2015 er í fjórða sæti og 2016 í því fimmta. Síðustu tíu ár eru þau hlýjustu í sögunni í hafinu. Hefur áhrif á veður og loftslag á yfirborðinu Áætlað er að höfin hafi tekið við um 93% þeirrar umfram varmaorku sem losun manna á gróðurhúsalofttegundum, fyrst og fremst með bruna á jarðefnaeldsneyti, hefur valdið frá miðri síðustu öld. Vísindamenn telja að hlýnun hafsins hafi skaðleg áhrif á margar lífverur, þar á meðal kóralrif sem halda uppi fjölbreyttum vistkerfum. Áhrif hlýnunar í hafinu eru þó ekki bundin við það. Varminn sem er bundinn í höfum jarðar þýðir að jafnvel þó að menn hættu allri losun gróðurhúsalofttegunda nú þegar héldi hlýnun jarðar áfram um einhverra áratuga skeið. „Þessi sjávarhiti hefur áhrif á staðbundið veður og stundum jafnvel hnattrænt loftslag,“ segir Kevin E. Trenberth, vísindamaður hjá Loftslagsrannsóknastofnuninni við New York Times. Þannig bendir hann á að mikil hlýindi í hafinu hafi verið orsök úrhellis sem olli mannskaða í Jakarta á Indónesíu í kringum áramótin. Sjávarhiti hafi einnig haft áhrif á þurrkana í Ástralíu sem sköpuðu aðstæður fyrir sögulega gróðurelda sem hafa geisað þar frá því í september. Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Telja 2019 annað hlýjasta árið frá upphafi mælinga Í Evrópu var árið það hlýjasta frá upphafi mælinga en þar ollu hitabylgjur á meginlandinu meðal annars usla í sumar. 8. janúar 2020 15:03 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Sjá meira
Methlýnun varð í höfum jarðar í fyrra samkvæmt nýrri rannsókn og eru fimm síðustu ár þau fimm hlýjustu frá því að mælingar hófust. Sjávarhiti er talinn einn skýrasti mælikvarðinn á áhrif loftslagsbreytinga á jörðinni þar sem höfin hafa tekið við meira en 90% af hnattrænni hlýnun vegna aukinna gróðurhúsaáhrifa af völdum manna. Vísindamenn við Loftslagsrannsóknastofnun Bandaríkjanna notuðu göng frá Argo, þúsundum bauja sem mæla hita og dýpt, til að meta hita í hafinu. Argo var tekið í notkun árið 2007 en fyrir áratugina á undan notuðu vísindamenn þekkingu sem baujurnar hafa aflað til þess að áætla þróun sjávarhita aftur til 1958. Grein um rannsókn þeirra birtist í vísindaritinu Advances in Atmospheric Sciences í gær. Sjávarhiti er minni sveiflum háður en hiti við yfirborð jarðar. Þannig var árið 2019 það hlýjasta í hafinu þrátt fyrir að það hafi verið talið það annað hlýjasta á yfirborðinu. Að sama skapi var árið 2016 það hlýjasta í sögunni á yfirborði jarðar en aðeins það fimmta hlýjasta í hafinu. Síðustu þrjú ár hafa verið hvert öðru hlýrra í sjónum. Árið 2015 er í fjórða sæti og 2016 í því fimmta. Síðustu tíu ár eru þau hlýjustu í sögunni í hafinu. Hefur áhrif á veður og loftslag á yfirborðinu Áætlað er að höfin hafi tekið við um 93% þeirrar umfram varmaorku sem losun manna á gróðurhúsalofttegundum, fyrst og fremst með bruna á jarðefnaeldsneyti, hefur valdið frá miðri síðustu öld. Vísindamenn telja að hlýnun hafsins hafi skaðleg áhrif á margar lífverur, þar á meðal kóralrif sem halda uppi fjölbreyttum vistkerfum. Áhrif hlýnunar í hafinu eru þó ekki bundin við það. Varminn sem er bundinn í höfum jarðar þýðir að jafnvel þó að menn hættu allri losun gróðurhúsalofttegunda nú þegar héldi hlýnun jarðar áfram um einhverra áratuga skeið. „Þessi sjávarhiti hefur áhrif á staðbundið veður og stundum jafnvel hnattrænt loftslag,“ segir Kevin E. Trenberth, vísindamaður hjá Loftslagsrannsóknastofnuninni við New York Times. Þannig bendir hann á að mikil hlýindi í hafinu hafi verið orsök úrhellis sem olli mannskaða í Jakarta á Indónesíu í kringum áramótin. Sjávarhiti hafi einnig haft áhrif á þurrkana í Ástralíu sem sköpuðu aðstæður fyrir sögulega gróðurelda sem hafa geisað þar frá því í september.
Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Telja 2019 annað hlýjasta árið frá upphafi mælinga Í Evrópu var árið það hlýjasta frá upphafi mælinga en þar ollu hitabylgjur á meginlandinu meðal annars usla í sumar. 8. janúar 2020 15:03 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Sjá meira
Telja 2019 annað hlýjasta árið frá upphafi mælinga Í Evrópu var árið það hlýjasta frá upphafi mælinga en þar ollu hitabylgjur á meginlandinu meðal annars usla í sumar. 8. janúar 2020 15:03