VAR-dómur í upp­bótar­tíma skaut ný­liðunum í fimmta sætið

Anton Ingi Leifsson skrifar
Michael Oliver gefur til kynna að markið hafi verið dæmt af.
Michael Oliver gefur til kynna að markið hafi verið dæmt af. vísir/getty

Sheffield United er komið í fimmta sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir 1-0 sigur á West Ham í fyrsta leik 20. umferðarinnar á Englandi.







Staðan var markalaus í hálfleik en á 53. mínútu kom Oliver McBurnie Sheffield yfir með marki en Oli fékk tækifæri í byrjunarliðinu og þakkaði traustið.

Robert Snoodgrass jafnaði metin á 92. mínútu eftir undirbúning Declan Rice en markið, var eins og öll önnur, skoðað í VARsjánni.

Eftir skoðun kom í ljós að boltinn fór í hönd Rice í uppbyggingu marksins og var þar af leiðandi dæmt af.

Stuðningsmenn, leikmenn og þjálfarar West Ham voru brjálaðir.





Sheffield er eftir sigurinn í 5. sæti deildarinnar, fjórum stigum frá Meistaradeildarsæti.

West Ham er í 16. sætinu, tveimur stigum frá falli.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira