Enski boltinn

Kane spilar ekki fyrr en í apríl: Missir af Meistara­deildinni og leikjum gegn City, Liver­pool og United

Anton Ingi Leifsson skrifar
Kane gengur af velli gegn Southampton.
Kane gengur af velli gegn Southampton. vísir/getty

Tottenham varð fyrir áfalli í gær er ljóst varð að framherji og fyrirliði liðsins, Harry Kane, mun ekki spila með liðinu þangað til í apríl.

Hinn 26 ára galm Kane meiduist aftan í læri í leik gegn Southampton á nýársdag og ekki var gefið upp í fyrstu hversu lengi Kane yrði frá.

Nú hefur það hins vegar verið gefið út að Kane þurfi í aðgerð og því mun hann ekki snúa aftur til æfinga fyrr en í apríl, tveimur mánuðum áður en EM hefst.







Kane hefur skorað 27 mörk í 31 leikjum með Tottenham og Englandi á leiktíðinni en Jose Mourinho, stjóri Tottenham, lýsti áhyggjum sínum er Kane meiddist.

Hann verður ekki með liðinu í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar þar sem liðið mætir RB Leipzig.

Hann mun einnig missa af stórleikjum liðsins í deildinni; gegn Liverpool um helgina, Man. City og Chelsea í febrúar og Manchester United í mars.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×