Yfir 100 látin vegna Wuhan-veirunnar og 4.500 smituð Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. janúar 2020 06:20 Yfir 100 eru látin vegna Wuhan-veirunnar. vísir/getty Alls eru að minnsta kosti 106 látin vegna Wuhan-kórónaveirunnar og um 4.500 manns smitaðir í Kína. Hert hefur verið á ferðabönnum í landinu og er almenningi í sumum borgum nú skylt að ganga um með grímur fyrir vitunum svo hefta megi frekari útbreiðslu veirunnar. Talið er að veiran eigi uppruna sinn í borginni Wuhan í Hubei-héraði og eru flestir hinna smituðu búsettir þar. Veiran hefur engu að síður dreift sér um Kína og til annarra landa líkt og Bandaríkjanna, Frakklands, Suður-Kóreu, Japans, Nepal, Taílands, Singapúr, Víetnam, Kambódíu, Srí Lanka og Kanada. Veiran hefur ekki enn greinst hér á landi en ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna í samráði við sóttvarnalækni og embætti landlæknis vegna veirunnar. Þá var greint frá því á Vísi í gærkvöldi að íslenskt par hefði verið sett í einangrun á spítalanum í Torrevieja, skammt frá Alicante á Spáni, vegna gruns um að þau séu smituð af kórónaveirunni. Konan er sögð 66 ára og maðurinn 52 ára og eiga þau hafa verið í Kína en aðeins annað þeirra sýnir einkenni veirusmits. Að því er fram kemur á vef BBC staðfestu kínversk stjórnvöld í gær að fimmtugur maður í Beijing hefði látið lífið vegna veirunnar. Er það fyrsta staðfesta dauðsfallið í kínversku höfuðborginni. Wuhan-veiran veldur lungnabólgu og hvorki er til lækning né bóluefni. Flestir þeirra sem hafa látist vegna veirunnar hafa verið búsettir í Hubei-héraði og hafa verið eldri fólk eða einstaklingar með undirliggjandi öndunarfærasjúkdóma. Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Wuhan-veiran breiðist hraðar út en áður og einkennalausir smita Þetta gerir það að verkum að erfiðara er að halda útbreiðslu veirunnar í skefjum. 26. janúar 2020 14:05 Wuhan-veiran: Íslenskt par sagt í einangrun á Spáni Íslenskt par hefur verið sett í einangrun á Torrevieja sjúkrahúsinu í Alicante á Spáni vegna gruns um að þau séu smituð af Wuhan-veirunni. 27. janúar 2020 22:22 Lýsa yfir óvissustigi vegna kórónaveirunnar Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna í samráði við sóttvarnalækni og embætti landlæknis vegna kórónaveirunnar. Ekkert smit hefur verið staðfest á Íslandi. 27. janúar 2020 13:05 Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Fleiri fréttir Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Sjá meira
Alls eru að minnsta kosti 106 látin vegna Wuhan-kórónaveirunnar og um 4.500 manns smitaðir í Kína. Hert hefur verið á ferðabönnum í landinu og er almenningi í sumum borgum nú skylt að ganga um með grímur fyrir vitunum svo hefta megi frekari útbreiðslu veirunnar. Talið er að veiran eigi uppruna sinn í borginni Wuhan í Hubei-héraði og eru flestir hinna smituðu búsettir þar. Veiran hefur engu að síður dreift sér um Kína og til annarra landa líkt og Bandaríkjanna, Frakklands, Suður-Kóreu, Japans, Nepal, Taílands, Singapúr, Víetnam, Kambódíu, Srí Lanka og Kanada. Veiran hefur ekki enn greinst hér á landi en ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna í samráði við sóttvarnalækni og embætti landlæknis vegna veirunnar. Þá var greint frá því á Vísi í gærkvöldi að íslenskt par hefði verið sett í einangrun á spítalanum í Torrevieja, skammt frá Alicante á Spáni, vegna gruns um að þau séu smituð af kórónaveirunni. Konan er sögð 66 ára og maðurinn 52 ára og eiga þau hafa verið í Kína en aðeins annað þeirra sýnir einkenni veirusmits. Að því er fram kemur á vef BBC staðfestu kínversk stjórnvöld í gær að fimmtugur maður í Beijing hefði látið lífið vegna veirunnar. Er það fyrsta staðfesta dauðsfallið í kínversku höfuðborginni. Wuhan-veiran veldur lungnabólgu og hvorki er til lækning né bóluefni. Flestir þeirra sem hafa látist vegna veirunnar hafa verið búsettir í Hubei-héraði og hafa verið eldri fólk eða einstaklingar með undirliggjandi öndunarfærasjúkdóma.
Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Wuhan-veiran breiðist hraðar út en áður og einkennalausir smita Þetta gerir það að verkum að erfiðara er að halda útbreiðslu veirunnar í skefjum. 26. janúar 2020 14:05 Wuhan-veiran: Íslenskt par sagt í einangrun á Spáni Íslenskt par hefur verið sett í einangrun á Torrevieja sjúkrahúsinu í Alicante á Spáni vegna gruns um að þau séu smituð af Wuhan-veirunni. 27. janúar 2020 22:22 Lýsa yfir óvissustigi vegna kórónaveirunnar Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna í samráði við sóttvarnalækni og embætti landlæknis vegna kórónaveirunnar. Ekkert smit hefur verið staðfest á Íslandi. 27. janúar 2020 13:05 Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Fleiri fréttir Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Sjá meira
Wuhan-veiran breiðist hraðar út en áður og einkennalausir smita Þetta gerir það að verkum að erfiðara er að halda útbreiðslu veirunnar í skefjum. 26. janúar 2020 14:05
Wuhan-veiran: Íslenskt par sagt í einangrun á Spáni Íslenskt par hefur verið sett í einangrun á Torrevieja sjúkrahúsinu í Alicante á Spáni vegna gruns um að þau séu smituð af Wuhan-veirunni. 27. janúar 2020 22:22
Lýsa yfir óvissustigi vegna kórónaveirunnar Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna í samráði við sóttvarnalækni og embætti landlæknis vegna kórónaveirunnar. Ekkert smit hefur verið staðfest á Íslandi. 27. janúar 2020 13:05