Fleiri dauðsföll, annar neyðarspítali og „alvarlegt“ ástand Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. janúar 2020 07:34 Heilbrigðisstarfsmaður hlúir að sjúklingi á sjúkrahúsi í Wuhan, þar sem hin samnefnda veira á upptök sín. Vísir/EPA Alls hafa nú 56 látist af völdum Wuhan-veirunnar, nýs afbrigðis af kórónaveiru. Dauðsföllin eru öll skráð í Kína. Þá hafa alls yfir tvö þúsund tilfelli af veirunni verið staðfest, bróðurparturinn einnig í Kína. Heilbrigðisyfirvöld í Kína hafa átt í erfiðleikum með að hefta útbreiðslu hinnar nýju veiru, sem á upptök sín á matarmarkaði í borginni Wuhan í Hubei-héraði. Xi Jingping, forseti landsins, sagði í gær að staðan væri „alvarleg“ og varaði jafnframt við því að veiran breiddist æ hraðar út. Sjá einnig: Wuhan-veiran vekur upp slæmar minningar um Sars-faraldurinn Þá tilkynntu yfirvöld í Bandaríkjunum um það í gær að þau hygðust senda starfsmenn ræðismannsskrifstofu sinnar í Wuhan heim til Bandaríkjanna með sérpöntuðu flugi á þriðjudag. Almennir bandarískir borgarar í Kína, sem eru í hvað mestri smithættu, munu einnig geta fengið far með flugvélinni. Wuhan-veiran hefur haft víðtæk áhrif á Kína. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í stórborgum til að hefta útbreiðslu og þá hafa samgöngur einnig víða legið niðri í sama tilgangi. Nýr spítali til að taka á móti sjúklingum í Wuhan rís nú með ógnarhraða og kínversk yfirvöld hafa boðað byggingu annars slíks sjúkrahúss í borginni, sem áætlað er að verði tilbúið innan tveggja vikna. Á annan tug tilfella af Wuhan-veirunni hefur greinst utan Kína, þar á meðal í Frakklandi, Bandaríkjunum og Ástralíu. Á Íslandi er unnið eftir samhæfingaráætlun sem varðar farþega á Keflavíkurflugvelli og heilbrigðiskerfið. Ekki hefur verið lýst yfir óvissuástandi vegna veirunnar enda enginn grunur um að smit hafi komið upp hér á landi. Heilbrigðismál Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Lýsa yfir neyðarástandi í Hong Kong vegna Wuhan-veirunnar Heilbrigðisyfirvöld í borginni hafa staðfest fimm tilfelli þar sem fólk hefur greinst með umrædda veiru og eru 122 aðrir grunaðir um að hafa smitast af veirunni. 25. janúar 2020 14:14 Fjöldi látinna af völdum Wuhan-veirunnar tekur stökk Samtals hefur nú 41 látist af völdum Wuhan-veirunnar svokölluðu, nýs afbrigðis af kórónaveirunni. 25. janúar 2020 08:32 Wuhan-veiran vekur upp slæmar minningar um Sars-faraldurinn Rúmlega 40 eru látnir og um fjórtán hundruð smitaðir á heimsvísu af WUHAN-veirunni svokölluðu. Faraldurinn hefur haft víðtæk áhrif á Kína þar sem þar sem neyðarástandi hefur verið lýst yfir í stórborgum til að hefta úbreiðslu. 25. janúar 2020 18:30 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Sjá meira
Alls hafa nú 56 látist af völdum Wuhan-veirunnar, nýs afbrigðis af kórónaveiru. Dauðsföllin eru öll skráð í Kína. Þá hafa alls yfir tvö þúsund tilfelli af veirunni verið staðfest, bróðurparturinn einnig í Kína. Heilbrigðisyfirvöld í Kína hafa átt í erfiðleikum með að hefta útbreiðslu hinnar nýju veiru, sem á upptök sín á matarmarkaði í borginni Wuhan í Hubei-héraði. Xi Jingping, forseti landsins, sagði í gær að staðan væri „alvarleg“ og varaði jafnframt við því að veiran breiddist æ hraðar út. Sjá einnig: Wuhan-veiran vekur upp slæmar minningar um Sars-faraldurinn Þá tilkynntu yfirvöld í Bandaríkjunum um það í gær að þau hygðust senda starfsmenn ræðismannsskrifstofu sinnar í Wuhan heim til Bandaríkjanna með sérpöntuðu flugi á þriðjudag. Almennir bandarískir borgarar í Kína, sem eru í hvað mestri smithættu, munu einnig geta fengið far með flugvélinni. Wuhan-veiran hefur haft víðtæk áhrif á Kína. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í stórborgum til að hefta útbreiðslu og þá hafa samgöngur einnig víða legið niðri í sama tilgangi. Nýr spítali til að taka á móti sjúklingum í Wuhan rís nú með ógnarhraða og kínversk yfirvöld hafa boðað byggingu annars slíks sjúkrahúss í borginni, sem áætlað er að verði tilbúið innan tveggja vikna. Á annan tug tilfella af Wuhan-veirunni hefur greinst utan Kína, þar á meðal í Frakklandi, Bandaríkjunum og Ástralíu. Á Íslandi er unnið eftir samhæfingaráætlun sem varðar farþega á Keflavíkurflugvelli og heilbrigðiskerfið. Ekki hefur verið lýst yfir óvissuástandi vegna veirunnar enda enginn grunur um að smit hafi komið upp hér á landi.
Heilbrigðismál Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Lýsa yfir neyðarástandi í Hong Kong vegna Wuhan-veirunnar Heilbrigðisyfirvöld í borginni hafa staðfest fimm tilfelli þar sem fólk hefur greinst með umrædda veiru og eru 122 aðrir grunaðir um að hafa smitast af veirunni. 25. janúar 2020 14:14 Fjöldi látinna af völdum Wuhan-veirunnar tekur stökk Samtals hefur nú 41 látist af völdum Wuhan-veirunnar svokölluðu, nýs afbrigðis af kórónaveirunni. 25. janúar 2020 08:32 Wuhan-veiran vekur upp slæmar minningar um Sars-faraldurinn Rúmlega 40 eru látnir og um fjórtán hundruð smitaðir á heimsvísu af WUHAN-veirunni svokölluðu. Faraldurinn hefur haft víðtæk áhrif á Kína þar sem þar sem neyðarástandi hefur verið lýst yfir í stórborgum til að hefta úbreiðslu. 25. janúar 2020 18:30 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Sjá meira
Lýsa yfir neyðarástandi í Hong Kong vegna Wuhan-veirunnar Heilbrigðisyfirvöld í borginni hafa staðfest fimm tilfelli þar sem fólk hefur greinst með umrædda veiru og eru 122 aðrir grunaðir um að hafa smitast af veirunni. 25. janúar 2020 14:14
Fjöldi látinna af völdum Wuhan-veirunnar tekur stökk Samtals hefur nú 41 látist af völdum Wuhan-veirunnar svokölluðu, nýs afbrigðis af kórónaveirunni. 25. janúar 2020 08:32
Wuhan-veiran vekur upp slæmar minningar um Sars-faraldurinn Rúmlega 40 eru látnir og um fjórtán hundruð smitaðir á heimsvísu af WUHAN-veirunni svokölluðu. Faraldurinn hefur haft víðtæk áhrif á Kína þar sem þar sem neyðarástandi hefur verið lýst yfir í stórborgum til að hefta úbreiðslu. 25. janúar 2020 18:30