Grunur um tvö tilfelli Wuhan-veirusmits í Finnlandi Atli Ísleifsson skrifar 24. janúar 2020 07:41 Búið er að staðfesta smit í Suður-Kóreu, Japan, Hong Kong, Makaú, Taílandi, Taívan, Singapúr, Víetnam og Bandaríkjunum. Getty Grunur er um tvö tilfelli Wuhan-veitusmits í norðurhluta Finnlands. Þetta kemur fram í finnskum fjölmiðlum í morgun. Alls hafa 26 manns látist af völdum veirunnar og mörg hundruð smitast, en um er að ræða afbrigði kórónaveiru og eru upptök hennar rakin til matarmarkaðar í kínversku borginni Wuhan. YLE segir frá því að um sé að ræða meðlimi kínverskrar fjölskyldu frá Wuhan sem er á ferðalagi í Finnlandi. Tveir úr fjölskyldunni hafi leitað á heilsugæslu í bænum Ivalo eftir að þeir fundu fyrir flensueinkennum. Prufurnar hafa verið sendar til höfuðborgarinnar Helsinki til rannsóknar þar sem búist er við að niðurstaða liggi fyrir síðdegis í dag eða í kvöld. Kínverjar hafa lagt ferðabann á íbúa átta borga til viðbótar við þær tvær sem lokað var í gær til að reyna að hefta útbreiðslu veirunnar. Hefur einnig verið gripið til fjölda annarra ráðstafana, meðal annars að banna fjöldasamkomur, aflýsa ýmsum nýársfögnuðum, loka skemmtigörðum, auk þess að eftirlit hefur verið aukið á flugvöllum. Búið er að staðfesta smit í Suður-Kóreu, Japan, Hong Kong, Makaú, Taílandi, Taívan, Singapúr, Víetnam og Bandaríkjunum. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segir neyðarástand ríkja í Kína vegna veirunnar, en hefur ekki skilgreint ástandið sem heimsfaraldur. Finnland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Grunur um kórónaveirusmit á Bretlandseyjum Átján eru nú látnir af völdum Wuhan-veirunnar svonefndu og á sjöunda hundrað manna hefur smitast. 23. janúar 2020 17:37 Talið líklegt að Wuhan-veiran berist til Evrópu Sóttvarnastofnun Evrópu (ECDC) telur líklegt að Wuhan-veiran geti borist til Evrópu og þá sérstaklega til landa og/eða svæða sem eru með beinar flugsamgöngur til Wuhan-borgar í Kína. 23. janúar 2020 14:03 Íbúar tíu borga Kína í ferðabanni 830 tilfelli veirunnar hafa nú verið staðfest og með ferðabanninu vilja yfirvöld reyna að hefta útbreiðslu smitsins á þessari mestu ferðahelgi ársins hjá Kínverjum sem halda nú upp á áramót. 24. janúar 2020 06:33 Mest lesið Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Fleiri fréttir Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Sjá meira
Grunur er um tvö tilfelli Wuhan-veitusmits í norðurhluta Finnlands. Þetta kemur fram í finnskum fjölmiðlum í morgun. Alls hafa 26 manns látist af völdum veirunnar og mörg hundruð smitast, en um er að ræða afbrigði kórónaveiru og eru upptök hennar rakin til matarmarkaðar í kínversku borginni Wuhan. YLE segir frá því að um sé að ræða meðlimi kínverskrar fjölskyldu frá Wuhan sem er á ferðalagi í Finnlandi. Tveir úr fjölskyldunni hafi leitað á heilsugæslu í bænum Ivalo eftir að þeir fundu fyrir flensueinkennum. Prufurnar hafa verið sendar til höfuðborgarinnar Helsinki til rannsóknar þar sem búist er við að niðurstaða liggi fyrir síðdegis í dag eða í kvöld. Kínverjar hafa lagt ferðabann á íbúa átta borga til viðbótar við þær tvær sem lokað var í gær til að reyna að hefta útbreiðslu veirunnar. Hefur einnig verið gripið til fjölda annarra ráðstafana, meðal annars að banna fjöldasamkomur, aflýsa ýmsum nýársfögnuðum, loka skemmtigörðum, auk þess að eftirlit hefur verið aukið á flugvöllum. Búið er að staðfesta smit í Suður-Kóreu, Japan, Hong Kong, Makaú, Taílandi, Taívan, Singapúr, Víetnam og Bandaríkjunum. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segir neyðarástand ríkja í Kína vegna veirunnar, en hefur ekki skilgreint ástandið sem heimsfaraldur.
Finnland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Grunur um kórónaveirusmit á Bretlandseyjum Átján eru nú látnir af völdum Wuhan-veirunnar svonefndu og á sjöunda hundrað manna hefur smitast. 23. janúar 2020 17:37 Talið líklegt að Wuhan-veiran berist til Evrópu Sóttvarnastofnun Evrópu (ECDC) telur líklegt að Wuhan-veiran geti borist til Evrópu og þá sérstaklega til landa og/eða svæða sem eru með beinar flugsamgöngur til Wuhan-borgar í Kína. 23. janúar 2020 14:03 Íbúar tíu borga Kína í ferðabanni 830 tilfelli veirunnar hafa nú verið staðfest og með ferðabanninu vilja yfirvöld reyna að hefta útbreiðslu smitsins á þessari mestu ferðahelgi ársins hjá Kínverjum sem halda nú upp á áramót. 24. janúar 2020 06:33 Mest lesið Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Fleiri fréttir Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Sjá meira
Grunur um kórónaveirusmit á Bretlandseyjum Átján eru nú látnir af völdum Wuhan-veirunnar svonefndu og á sjöunda hundrað manna hefur smitast. 23. janúar 2020 17:37
Talið líklegt að Wuhan-veiran berist til Evrópu Sóttvarnastofnun Evrópu (ECDC) telur líklegt að Wuhan-veiran geti borist til Evrópu og þá sérstaklega til landa og/eða svæða sem eru með beinar flugsamgöngur til Wuhan-borgar í Kína. 23. janúar 2020 14:03
Íbúar tíu borga Kína í ferðabanni 830 tilfelli veirunnar hafa nú verið staðfest og með ferðabanninu vilja yfirvöld reyna að hefta útbreiðslu smitsins á þessari mestu ferðahelgi ársins hjá Kínverjum sem halda nú upp á áramót. 24. janúar 2020 06:33