Stjórnendastörf 2020: Árið í ráðningum lítur vel út Rakel Sveinsdóttir skrifar 27. janúar 2020 09:00 Katrín S. Óladóttir framkvæmdastjóri Hagvangs og Hilmar G. Hjaltason ráðgjafi hjá Capacent segja bæði að árið fari vel af stað í ráðningum. Vísir/Vilhelm Fjöldi stjórnendastarfa í boði helst ekki í hendur við sveiflur í efnahagslífinu því fleiri stjórnendastörf eru stundum í boði þegar kreppir að. Meiri áhersla er lögð á kynjahlutföll nú en áður og umsækjendur þurfa að vera vel upplýstir um ýmsar nýjungar í atvinnulífi og rekstri, bæði hér heima og í alþjóðlegu umhverfi. Ástríða skiptir máli og að einstaklingar passi vel inn í þá fyrirtækjamenningu sem verið er að ráða í. Engar upplýsingar eru til um fjölda þeirra sem eru að leita af starfi. Nýjar tölur frá Hagstofunni segja að um 7.300 manns hafi verið án atvinnu í desember 2019 en almennt eru auglýst störf um helmingi færri. Margir geta þó verið að þreifa fyrir sér í atvinnuleit án þess að hafa sagt upp núverandi starfi sínu. Atvinnulíf hitti fyrir Katrínu S. Óladóttur hjá Hagvangi og Hilmar Garðar Hjaltason hjá Capacent og spurði sérstaklega um stjórnunarstörf, ráðningar og hæfniskröfur. Hvernig er staðan núna fyrir fólk sem er í atvinnuleit og horfir sérstaklega til stjórnunarstarfa? Katrín: „Staðan er að sjálfsögðu góð hjá okkur. Skipulagsbreytingar hafa verið nokkuð tíðar hjá íslenskum fyrirtækjum undanfarna mánuði og tilfærslur í efsta laginu. Þetta hefur oft í för með sér keðjuverkun sem við finnum klárlega fyrir. Hreyfing á stjórnendum fylgir endurspeglar ekki alltaf stöðuna í íslensku atvinnulífinu. Stundum getur orðið meiri hreyfing þegar kreppir að þar sem mörg fyrirtæki fara í aðhaldsaðgerðir og endurskipulagningu. Við finnum því fyrir þó nokkri eftirspurn eftir öflugum stjórnendum í spennandi störf.“ Hilmar tekur í sama streng og segir árið byrja vel í ráðningum stjórnenda. Það þurfi þó ekki að fara saman við upplifun þeirra sem eru að leita eftir stjórnunarstarfi því almennt séu alltaf færi slík störf í boði en fjöldi þeirra sem sækjast í þau. Hilmar: „Árið byrjar vel í ráðningum stjórnenda en það eru þó alltaf færri stjórnendastörf í boði en fjöldi þeirra sem eru að leita þannig að upplifun mín þarf ekki að fara saman við upplifun þeirra sem eru að leita eftir stjórnunarstarfi. Það geta verið mjög margir áhugasamir um ákveðin störf og fá færri en vilja tækifæri til að kynna sig. Ráðningar stjórnenda eru lítið háðar hvernig gengur í efnahagslífinu en það geta verið trend í gangi hverju sinni, allt eftir því hverjar áskoranirnar eru. Stundum er mikið óskað eftir fólki með reynslu af breytingastjórnum, hagræðingarverkefnum og á öðrum tímum meira leitað eftir framsýnu fólki sem er með reynslu í uppbyggingu fyrirtækis, reynslu af að koma vöru eða þjónustu á erlendum markaði og svo framvegis.“ Hilmar segir meiri áherslu nú en áður á að jafna kynjahlutföll þegar ráðið er í stjórnendastöður.Vísir/Vilhelm Aukin áhersla er á að jafna kynjahlutföll, auka fjölbreytileika, efla samfélagslega ábyrgð og lögð er áhersla á áhuga og ábyrgð á umhverfismálum. Er eitthvað einkennandi fyrir hæfni eða reynslu sem fyrirtæki eru sérstaklega að leita að í dag og þá meira en áður var algengt? Katrín: „Kröfur um víðsýni og breiða þekkingu ásamt traustri faglegri þekkingu er eitthvað sem alltaf er lögð áhersla á hjá stjórnendum í dag. Til viðbótar hafa auðvitað þættir eins og þekking á stafræna hluta rekstursins og þættir upplýsingatæknimála allra fyrirtækja er eitthvað sem við finnum að gerð er meiri og meiri krafa um. Síbreytilegt umhverfi eins og atvinnulífið er í dag krefst þess að stjórnendur séu vel upplýstir um þá þróun sem er að eiga sér stað í öllum rekstri fyrirtækja, hvort sem er hér heima eða álþjóðlegum vettvangi.“ Hilmar: „Þegar um ráðningu í stjórnendastörf er að ræða þá er í langflestum tilfellum sett skilyrði um reynslu af stjórnun, stjórnun mannauðs og færni og þekking sem nýtist í viðkomandi starfi. Þegar við erum að hitta umsækjendur þá erum við að leita að ákveðinni ástríðu, stjórnunarstíl, metnaði, samskiptastíl, leiðtogafærni, aðferðum við ákvarðanatöku og fleiru í þessa veruna. Aðferðir við mat á umsækjendum og við ráðningar hafa í sjálfu sér ekki breyst mikið í grunnin á síðustu árum þó auðvitað sé stöðug þróun. Aukin áhersla er á að jafna kynjahlutföll, auka fjölbreytileika, efla samfélagslega ábyrgð og lögð er áhersla á áhuga og ábyrgð á umhverfismálum. Stærsta breytingin er þó líklega sú að við erum farin að leggja mikið meira uppúr því að greina menningu fyrirtækja og finna einstaklinga sem passa inní þá menningu eða hafa hæfnina sem þarf til að geta bætt menninguna." Katrín segir að hjá Hagvangi hafi það alltaf verið þannig að flest stjórnendastörf séu ekki auglýst störf.Vísir/Vilhelm það hefur ávallt verið þannig að meiri hluti þeirra starfa sem við ráðum í er ekki auglýstur. Er mikið um að fyrirtæki auglýsa ekki störf og hvaða störf þá helst? Katrín: „Það er allur gangur á því. En það hefur ávallt verið þannig að meiri hluti þeirra starfa sem við ráðum í er ekki auglýstur. Ýmsar ástæður geta verið fyrir því, svo sem viðkvæmar skipulagsbreytingar, erfiðar breytingar á yfirstjórn eða aðrir afgerandi þættir sem eru viðkvæmir fyrir fyrirtæki.“ Hilmar: „Já og nei, það eru alltaf einhverjar ráðningar þar sem ekki er hægt að auglýsa starfið. Ástæður fyrir því að auglýsa ekki geta verið margs konar og vissulega getur fyrirtækið misst af áhugaverðum umsækjendum vegna þess að auglýsing vekur oft áhuga einstaklings sem var ekki í atvinnuleit. En það að auglýsa starf laust til umsóknar er ein aðferð við að afla umsækjenda en það getur átt betur við í einhverjum tilfellum að afla áhugaverðra umsækjenda með öðrum hætti. Þetta á alveg við jafnt um stjórnunarstörf eða störf sérfræðinga.“ Vinnumarkaður Tengdar fréttir Að setja sér markmið í starfi 2020: Þrjár skotheldar leiðir Fyrir hvað viltu vera þekkt/þekktur í starfi? Hvaða fimm atriði stóðu uppúr hjá þér árið 2019? Rúna Magnúsdóttir stofnandi The Change Makers hvetur fólk til að setja sér persónuleg markmið í starfi fyrir árið 2020. 23. janúar 2020 09:00 Ætti ég að skipta um starf? Þrjú atriði til umhugsunar Ert þú að velta fyrir þér að skipta um starfsvettvang? Hvers vegna? Er það til að þróa þig áfram, ná lengra í starfsframa eða ertu óánægð/ur í því starfi þar sem þú ert? Hér eru þrjú atriði sem gott er að hafa í huga áður en endanleg ákvörðun er tekin. 27. janúar 2020 10:00 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Fjöldi stjórnendastarfa í boði helst ekki í hendur við sveiflur í efnahagslífinu því fleiri stjórnendastörf eru stundum í boði þegar kreppir að. Meiri áhersla er lögð á kynjahlutföll nú en áður og umsækjendur þurfa að vera vel upplýstir um ýmsar nýjungar í atvinnulífi og rekstri, bæði hér heima og í alþjóðlegu umhverfi. Ástríða skiptir máli og að einstaklingar passi vel inn í þá fyrirtækjamenningu sem verið er að ráða í. Engar upplýsingar eru til um fjölda þeirra sem eru að leita af starfi. Nýjar tölur frá Hagstofunni segja að um 7.300 manns hafi verið án atvinnu í desember 2019 en almennt eru auglýst störf um helmingi færri. Margir geta þó verið að þreifa fyrir sér í atvinnuleit án þess að hafa sagt upp núverandi starfi sínu. Atvinnulíf hitti fyrir Katrínu S. Óladóttur hjá Hagvangi og Hilmar Garðar Hjaltason hjá Capacent og spurði sérstaklega um stjórnunarstörf, ráðningar og hæfniskröfur. Hvernig er staðan núna fyrir fólk sem er í atvinnuleit og horfir sérstaklega til stjórnunarstarfa? Katrín: „Staðan er að sjálfsögðu góð hjá okkur. Skipulagsbreytingar hafa verið nokkuð tíðar hjá íslenskum fyrirtækjum undanfarna mánuði og tilfærslur í efsta laginu. Þetta hefur oft í för með sér keðjuverkun sem við finnum klárlega fyrir. Hreyfing á stjórnendum fylgir endurspeglar ekki alltaf stöðuna í íslensku atvinnulífinu. Stundum getur orðið meiri hreyfing þegar kreppir að þar sem mörg fyrirtæki fara í aðhaldsaðgerðir og endurskipulagningu. Við finnum því fyrir þó nokkri eftirspurn eftir öflugum stjórnendum í spennandi störf.“ Hilmar tekur í sama streng og segir árið byrja vel í ráðningum stjórnenda. Það þurfi þó ekki að fara saman við upplifun þeirra sem eru að leita eftir stjórnunarstarfi því almennt séu alltaf færi slík störf í boði en fjöldi þeirra sem sækjast í þau. Hilmar: „Árið byrjar vel í ráðningum stjórnenda en það eru þó alltaf færri stjórnendastörf í boði en fjöldi þeirra sem eru að leita þannig að upplifun mín þarf ekki að fara saman við upplifun þeirra sem eru að leita eftir stjórnunarstarfi. Það geta verið mjög margir áhugasamir um ákveðin störf og fá færri en vilja tækifæri til að kynna sig. Ráðningar stjórnenda eru lítið háðar hvernig gengur í efnahagslífinu en það geta verið trend í gangi hverju sinni, allt eftir því hverjar áskoranirnar eru. Stundum er mikið óskað eftir fólki með reynslu af breytingastjórnum, hagræðingarverkefnum og á öðrum tímum meira leitað eftir framsýnu fólki sem er með reynslu í uppbyggingu fyrirtækis, reynslu af að koma vöru eða þjónustu á erlendum markaði og svo framvegis.“ Hilmar segir meiri áherslu nú en áður á að jafna kynjahlutföll þegar ráðið er í stjórnendastöður.Vísir/Vilhelm Aukin áhersla er á að jafna kynjahlutföll, auka fjölbreytileika, efla samfélagslega ábyrgð og lögð er áhersla á áhuga og ábyrgð á umhverfismálum. Er eitthvað einkennandi fyrir hæfni eða reynslu sem fyrirtæki eru sérstaklega að leita að í dag og þá meira en áður var algengt? Katrín: „Kröfur um víðsýni og breiða þekkingu ásamt traustri faglegri þekkingu er eitthvað sem alltaf er lögð áhersla á hjá stjórnendum í dag. Til viðbótar hafa auðvitað þættir eins og þekking á stafræna hluta rekstursins og þættir upplýsingatæknimála allra fyrirtækja er eitthvað sem við finnum að gerð er meiri og meiri krafa um. Síbreytilegt umhverfi eins og atvinnulífið er í dag krefst þess að stjórnendur séu vel upplýstir um þá þróun sem er að eiga sér stað í öllum rekstri fyrirtækja, hvort sem er hér heima eða álþjóðlegum vettvangi.“ Hilmar: „Þegar um ráðningu í stjórnendastörf er að ræða þá er í langflestum tilfellum sett skilyrði um reynslu af stjórnun, stjórnun mannauðs og færni og þekking sem nýtist í viðkomandi starfi. Þegar við erum að hitta umsækjendur þá erum við að leita að ákveðinni ástríðu, stjórnunarstíl, metnaði, samskiptastíl, leiðtogafærni, aðferðum við ákvarðanatöku og fleiru í þessa veruna. Aðferðir við mat á umsækjendum og við ráðningar hafa í sjálfu sér ekki breyst mikið í grunnin á síðustu árum þó auðvitað sé stöðug þróun. Aukin áhersla er á að jafna kynjahlutföll, auka fjölbreytileika, efla samfélagslega ábyrgð og lögð er áhersla á áhuga og ábyrgð á umhverfismálum. Stærsta breytingin er þó líklega sú að við erum farin að leggja mikið meira uppúr því að greina menningu fyrirtækja og finna einstaklinga sem passa inní þá menningu eða hafa hæfnina sem þarf til að geta bætt menninguna." Katrín segir að hjá Hagvangi hafi það alltaf verið þannig að flest stjórnendastörf séu ekki auglýst störf.Vísir/Vilhelm það hefur ávallt verið þannig að meiri hluti þeirra starfa sem við ráðum í er ekki auglýstur. Er mikið um að fyrirtæki auglýsa ekki störf og hvaða störf þá helst? Katrín: „Það er allur gangur á því. En það hefur ávallt verið þannig að meiri hluti þeirra starfa sem við ráðum í er ekki auglýstur. Ýmsar ástæður geta verið fyrir því, svo sem viðkvæmar skipulagsbreytingar, erfiðar breytingar á yfirstjórn eða aðrir afgerandi þættir sem eru viðkvæmir fyrir fyrirtæki.“ Hilmar: „Já og nei, það eru alltaf einhverjar ráðningar þar sem ekki er hægt að auglýsa starfið. Ástæður fyrir því að auglýsa ekki geta verið margs konar og vissulega getur fyrirtækið misst af áhugaverðum umsækjendum vegna þess að auglýsing vekur oft áhuga einstaklings sem var ekki í atvinnuleit. En það að auglýsa starf laust til umsóknar er ein aðferð við að afla umsækjenda en það getur átt betur við í einhverjum tilfellum að afla áhugaverðra umsækjenda með öðrum hætti. Þetta á alveg við jafnt um stjórnunarstörf eða störf sérfræðinga.“
Vinnumarkaður Tengdar fréttir Að setja sér markmið í starfi 2020: Þrjár skotheldar leiðir Fyrir hvað viltu vera þekkt/þekktur í starfi? Hvaða fimm atriði stóðu uppúr hjá þér árið 2019? Rúna Magnúsdóttir stofnandi The Change Makers hvetur fólk til að setja sér persónuleg markmið í starfi fyrir árið 2020. 23. janúar 2020 09:00 Ætti ég að skipta um starf? Þrjú atriði til umhugsunar Ert þú að velta fyrir þér að skipta um starfsvettvang? Hvers vegna? Er það til að þróa þig áfram, ná lengra í starfsframa eða ertu óánægð/ur í því starfi þar sem þú ert? Hér eru þrjú atriði sem gott er að hafa í huga áður en endanleg ákvörðun er tekin. 27. janúar 2020 10:00 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Að setja sér markmið í starfi 2020: Þrjár skotheldar leiðir Fyrir hvað viltu vera þekkt/þekktur í starfi? Hvaða fimm atriði stóðu uppúr hjá þér árið 2019? Rúna Magnúsdóttir stofnandi The Change Makers hvetur fólk til að setja sér persónuleg markmið í starfi fyrir árið 2020. 23. janúar 2020 09:00
Ætti ég að skipta um starf? Þrjú atriði til umhugsunar Ert þú að velta fyrir þér að skipta um starfsvettvang? Hvers vegna? Er það til að þróa þig áfram, ná lengra í starfsframa eða ertu óánægð/ur í því starfi þar sem þú ert? Hér eru þrjú atriði sem gott er að hafa í huga áður en endanleg ákvörðun er tekin. 27. janúar 2020 10:00