Biðjast afsökunar á að hafa smánað fólk í náttfötum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 21. janúar 2020 19:30 Ein þeirra mynda sem borgaryfirvöld birtu. Suzhou Stjórnvöld í kínversku borginni Suzhou hafa beðist afsökunar á því að hafa smánað borgara sem gerðust uppvísir að því að klæðast náttfötum á almannafæri. Borgaryfirvöld birtu í gær opinberlega myndefni úr öryggismyndavélum borgarinnar sem sýndi sjö einstaklinga klædda náttfötum á götum borgarinnar. Nöfn einstaklinganna, ökuskírteini þeirra aðrar persónuupplýsingar fylgdu myndbirtingunni, auk þess sem borgaryfirvöld sögðu hegðun hinna náttfataklæddu borgara „ósiðmenntaða.“ Yfirvöld birtu einnig myndir af fólki sem talið var hegða sér ósiðsamlega á annan hátt, meðal annars með því að „liggja á bekk á ósiðmenntaðan hátt“ og með því að dreifa auglýsingabæklingum. Eftirlit með borgurum í Kína hefur farið vaxandi síðustu ár. Fyrir tveimur árum síðan voru öryggismyndavélar í landinu um 170 milljón talsins, en talið er að þeim muni hafa fjölgað um 400 milljónir í lok þessa árs. Myndbirting borgaryfirvalda olli mikill reiði víða í Kína, og þá einkum og sér í lagi í netheimum. Margir bentu á að ekkert athugavert væri við það að klæðast náttfötum á almannafæri meðan aðrir sögðu yfirvöld hafa brotið gegn friðhelgi einkalífs borgaranna. Borgaryfirvöld hafa nú beðist afsökunar á athæfi sínu, en báru því þó við að markmið myndbirtingarinnar hafi verið að „binda enda á ósiðmenntaða hegðun,“ þótt réttindi borgara ættu að sjálfsögðu að vera í hávegum höfð. Yfirvöld í Suzhou virðast þó ekki ætla að láta af myndbirtingu þegar þau telja hegðun borgara sinna ekki í takt við almenna siðgæðisstaðla, heldur hafa þau lofað því að gera myndir sem birtar verða í framtíðinni ópersónugreinanlegar. Kína Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Sjá meira
Stjórnvöld í kínversku borginni Suzhou hafa beðist afsökunar á því að hafa smánað borgara sem gerðust uppvísir að því að klæðast náttfötum á almannafæri. Borgaryfirvöld birtu í gær opinberlega myndefni úr öryggismyndavélum borgarinnar sem sýndi sjö einstaklinga klædda náttfötum á götum borgarinnar. Nöfn einstaklinganna, ökuskírteini þeirra aðrar persónuupplýsingar fylgdu myndbirtingunni, auk þess sem borgaryfirvöld sögðu hegðun hinna náttfataklæddu borgara „ósiðmenntaða.“ Yfirvöld birtu einnig myndir af fólki sem talið var hegða sér ósiðsamlega á annan hátt, meðal annars með því að „liggja á bekk á ósiðmenntaðan hátt“ og með því að dreifa auglýsingabæklingum. Eftirlit með borgurum í Kína hefur farið vaxandi síðustu ár. Fyrir tveimur árum síðan voru öryggismyndavélar í landinu um 170 milljón talsins, en talið er að þeim muni hafa fjölgað um 400 milljónir í lok þessa árs. Myndbirting borgaryfirvalda olli mikill reiði víða í Kína, og þá einkum og sér í lagi í netheimum. Margir bentu á að ekkert athugavert væri við það að klæðast náttfötum á almannafæri meðan aðrir sögðu yfirvöld hafa brotið gegn friðhelgi einkalífs borgaranna. Borgaryfirvöld hafa nú beðist afsökunar á athæfi sínu, en báru því þó við að markmið myndbirtingarinnar hafi verið að „binda enda á ósiðmenntaða hegðun,“ þótt réttindi borgara ættu að sjálfsögðu að vera í hávegum höfð. Yfirvöld í Suzhou virðast þó ekki ætla að láta af myndbirtingu þegar þau telja hegðun borgara sinna ekki í takt við almenna siðgæðisstaðla, heldur hafa þau lofað því að gera myndir sem birtar verða í framtíðinni ópersónugreinanlegar.
Kína Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Sjá meira