Telja mögulegt að lækna allar tegundir krabbameins með nýrri aðferð Samúel Karl Ólason skrifar 21. janúar 2020 07:51 Þessi nýja aðferð var notuð til að eyða krabbameinum í músum og frumum úr mönnum á tilraunastofu. Vísir/GEtty Vísindamenn telja sig hafa fundið áður óþekktan hluta ónæmiskerfis manna sem mögulega sé hægt að nota til að lækna margar, ef ekki allar, tegundir krabbameins. Aðferð þessi hefur ekki verið reynd á sjúklingum en niðurstöður rannsókna á rannsóknarstofum þykja einkar efnilegar, þó þær séu enn á frumstigi. Niðurstöður vísindamannanna frá Cardiff voru nýverið birtar í Nature Immunology. Þessi nýja aðferð var notuð til að eyða krabbameinum í músum og frumum úr mönnum á tilraunastofu. Í grófum dráttum sagt, þá uppgötvuðu þeir nýja tegund hvítra blóðfruma sem eru búnar þeim hæfileikum að geta fundið og eytt flestum tegundum krabbameinsfruma, án þess að ráðast á heilbrigðar frumur. „Hér er möguleiki á því að lækna hvern einasta sjúkling. Hingað til hefur enginn talið mögulegt að þetta sé hægt,“ sagði prófessorinn Andrew Sewell við blaðamann BBC. Hann er einn þeirra sem kom að rannsókninni. Þessi aðferð myndi virka á þann veg að blóð yrði tekið úr sjúklingum. Það yrði svo síað fyrir þessum tilteknu blóðfrumum. Þeim yrði svo breytt til að bera kennsl á krabbameinsfrumur, fjölgað og sprautað aftur í sjúklingana. Svipuð aðferð er notuð í dag en hún er kostnaðarsöm, tímafrek og virkar á fáar tilteknar krabbameinsfrumur. Heilt yfir virkar þessi aðferð á einungis fimmtung sjúklinga. Þessi nýja aðferð ætti að virka á allar, þó mörgum spurningum sé enn ósvarað. Heilbrigðismál Vísindi Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Sjá meira
Vísindamenn telja sig hafa fundið áður óþekktan hluta ónæmiskerfis manna sem mögulega sé hægt að nota til að lækna margar, ef ekki allar, tegundir krabbameins. Aðferð þessi hefur ekki verið reynd á sjúklingum en niðurstöður rannsókna á rannsóknarstofum þykja einkar efnilegar, þó þær séu enn á frumstigi. Niðurstöður vísindamannanna frá Cardiff voru nýverið birtar í Nature Immunology. Þessi nýja aðferð var notuð til að eyða krabbameinum í músum og frumum úr mönnum á tilraunastofu. Í grófum dráttum sagt, þá uppgötvuðu þeir nýja tegund hvítra blóðfruma sem eru búnar þeim hæfileikum að geta fundið og eytt flestum tegundum krabbameinsfruma, án þess að ráðast á heilbrigðar frumur. „Hér er möguleiki á því að lækna hvern einasta sjúkling. Hingað til hefur enginn talið mögulegt að þetta sé hægt,“ sagði prófessorinn Andrew Sewell við blaðamann BBC. Hann er einn þeirra sem kom að rannsókninni. Þessi aðferð myndi virka á þann veg að blóð yrði tekið úr sjúklingum. Það yrði svo síað fyrir þessum tilteknu blóðfrumum. Þeim yrði svo breytt til að bera kennsl á krabbameinsfrumur, fjölgað og sprautað aftur í sjúklingana. Svipuð aðferð er notuð í dag en hún er kostnaðarsöm, tímafrek og virkar á fáar tilteknar krabbameinsfrumur. Heilt yfir virkar þessi aðferð á einungis fimmtung sjúklinga. Þessi nýja aðferð ætti að virka á allar, þó mörgum spurningum sé enn ósvarað.
Heilbrigðismál Vísindi Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila