Íbúar Wuhan lýsa upplifun sinni: „Ég held að fólk fyrir utan borgina geti ekki skilið hvernig okkur líður“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. janúar 2020 12:15 Myndin er tekin fyrr í vikunni á tómum götum Wuhan-borgar. vísir/ap Ferðabann hefur verið í gildi í kínversku borginni Wuhan síðan 23. janúar síðastliðinn til að hefta útbreiðslu nýju kórónaveirunnar sem talið er að eigi uppruna sinn í borginni. Fólk sem hefur reynt að yfirgefa borgina hefur verið sagt að fara aftur til baka til borgarinnar og þá vinna erlend ríki að því að koma ríkisborgurum sínum sem búsettir eru í Wuhan til heimalandsins. Að minnsta kosti 170 manns hafa látist vegna veirunnar, flestir í Hubei-héraðinu þar sem Wuhan er. Þá eru staðfest smit 7711. Veiran hefur nú breiðst út um allt meginland Kína sem og til sextán landa, svo staðfest sé. Breska blaðið Guardian heyrði í nokkrum íbúum Wuhan fyrr í vikunni þar sem þeir sögðu frá upplifun sinni af því að mega ekki fara frá borginni. „Í dag er sjötti dagurinn þar sem borgin er lokuð. Ég fór út í fyrsta skipti í dag í búðina því það var orðið of kæfandi að vera heima. Það er enginn úti við. Ég held að fólk fyrir utan borgina geti ekki skilið hvernig okkur líður, í þessari neikvæðni sem hefur verið síðustu daga. Mér líður betur í dag eftir að hafa farið út,“ segir Xiao Li í samtali við Guardian. Kvíðinn eykst dag frá degi Yvonne Griffiths, prófessor, kom til Wuhan fyrir um þremur vikum til að vinna. Hún segir kvíðann aukast dag frá degi. „Það sem við sjáum er að allir vegirnir eru auðir og það er mjög lítil umferð á því svæði þar sem við erum. Allir eru með andlitsgrímur. Við fengum okkur litlar, einfaldar grímur en svo höfum við heyrt að þær séu kannski ekki jafnöruggar og aðrar grímur,“ segir Griffiths. Þá rifjar Ms. Tian upp daginn þegar borginni var lokað í síðustu viku. „Á þeim tímapunkti var eldra fólki ráðlagt frá því að fara út. Ég á barn svo maðurinn minn fór út að versla. Við eigum núna nóg af birgðum fyrir þrjá til fimm daga en við erum ekki viss um hvernig aðstæðurnar eru úti. Á hverjum morgni, um leið og ég vakna, fer ég á netið til að athuga með að fá grænmeti sent heim. Svo virðist sem sú starfsemi sé í gangi eins og vanalega en það selst hratt upp. Klukkan tíu er allt uppselt.“ Mjög hrædd en reyna að vera hugrökk Joe Armitt, kennari frá Bretlandi sem starfar í Wuhan, vill komast aftur til heimalandsins. „Ég held að ég tali fyrir meirihluta þeirra Breta sem búa hér í Wuhan þegar ég segi að þetta eru ógnvekjandi aðstæður, mörg okkar eru mjög hrædd, en við reynum að vera hugrökk. Flest okkar eru samt hrædd og vilja komast aftur til Bretlands. Ég vil svo sannarlega komast aftur þangað,“ segir Joe. Hér fyrir neðan má sjá myndband Guardian í heild sinni þar sem rætt var um ástandið í Wuhan við íbúa borgarinnar. Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Fleiri fréttir Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Sjá meira
Ferðabann hefur verið í gildi í kínversku borginni Wuhan síðan 23. janúar síðastliðinn til að hefta útbreiðslu nýju kórónaveirunnar sem talið er að eigi uppruna sinn í borginni. Fólk sem hefur reynt að yfirgefa borgina hefur verið sagt að fara aftur til baka til borgarinnar og þá vinna erlend ríki að því að koma ríkisborgurum sínum sem búsettir eru í Wuhan til heimalandsins. Að minnsta kosti 170 manns hafa látist vegna veirunnar, flestir í Hubei-héraðinu þar sem Wuhan er. Þá eru staðfest smit 7711. Veiran hefur nú breiðst út um allt meginland Kína sem og til sextán landa, svo staðfest sé. Breska blaðið Guardian heyrði í nokkrum íbúum Wuhan fyrr í vikunni þar sem þeir sögðu frá upplifun sinni af því að mega ekki fara frá borginni. „Í dag er sjötti dagurinn þar sem borgin er lokuð. Ég fór út í fyrsta skipti í dag í búðina því það var orðið of kæfandi að vera heima. Það er enginn úti við. Ég held að fólk fyrir utan borgina geti ekki skilið hvernig okkur líður, í þessari neikvæðni sem hefur verið síðustu daga. Mér líður betur í dag eftir að hafa farið út,“ segir Xiao Li í samtali við Guardian. Kvíðinn eykst dag frá degi Yvonne Griffiths, prófessor, kom til Wuhan fyrir um þremur vikum til að vinna. Hún segir kvíðann aukast dag frá degi. „Það sem við sjáum er að allir vegirnir eru auðir og það er mjög lítil umferð á því svæði þar sem við erum. Allir eru með andlitsgrímur. Við fengum okkur litlar, einfaldar grímur en svo höfum við heyrt að þær séu kannski ekki jafnöruggar og aðrar grímur,“ segir Griffiths. Þá rifjar Ms. Tian upp daginn þegar borginni var lokað í síðustu viku. „Á þeim tímapunkti var eldra fólki ráðlagt frá því að fara út. Ég á barn svo maðurinn minn fór út að versla. Við eigum núna nóg af birgðum fyrir þrjá til fimm daga en við erum ekki viss um hvernig aðstæðurnar eru úti. Á hverjum morgni, um leið og ég vakna, fer ég á netið til að athuga með að fá grænmeti sent heim. Svo virðist sem sú starfsemi sé í gangi eins og vanalega en það selst hratt upp. Klukkan tíu er allt uppselt.“ Mjög hrædd en reyna að vera hugrökk Joe Armitt, kennari frá Bretlandi sem starfar í Wuhan, vill komast aftur til heimalandsins. „Ég held að ég tali fyrir meirihluta þeirra Breta sem búa hér í Wuhan þegar ég segi að þetta eru ógnvekjandi aðstæður, mörg okkar eru mjög hrædd, en við reynum að vera hugrökk. Flest okkar eru samt hrædd og vilja komast aftur til Bretlands. Ég vil svo sannarlega komast aftur þangað,“ segir Joe. Hér fyrir neðan má sjá myndband Guardian í heild sinni þar sem rætt var um ástandið í Wuhan við íbúa borgarinnar.
Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Fleiri fréttir Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Sjá meira