Hyundai Kona N við prófanir á Nürburgring Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 17. ágúst 2020 07:00 Hyundai Kona N á Nürburgring Hyundai Kona N er frammistöðu útgáfan af Hyundai Kona. Bíllinn hefur sést við prófanir á Nürburgring, hinni goðsagnakenndu braut í Þýskalandi. Myndband af akstri bílsins má sjá í fréttinni. Sjá má að þróunarbíllinn er nánast klár í framleiðslu. Innra rýmið er þó greinilega ekki alveg klárt. Það er veltibúr í bílnum svo dæmi sé tekið um eitthvað sem á eftir að breytast áður en eintök verða fjöldaframleidd. Líklegt er talið að Kona N muni vera með tveggja lítra vél með forþjöppu sem getur skilað 275 hestöflum. Skiptingin er líklegast átta fíra tveggja-kúplinga sjálfskipting. Mögulega verður bíllinn með 1,6 lítra vél með forþjöppu og ætti sú að skila um 215 hestöflum. Kannski verða þessar tvær vélar báðar í boði. Reikna má með að bíllinn verði kynntur formlega í náinni framtíð. Hann er þó ekki líklegur til að fara í framleiðslu fyrr en á næsta ári. Þá er Hyundai i20 N væntanlegur sem er ætlað að keppa við Ford Fiesta ST og Volkswagen Polo GTI. Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Rigning í kortunum Veður
Hyundai Kona N er frammistöðu útgáfan af Hyundai Kona. Bíllinn hefur sést við prófanir á Nürburgring, hinni goðsagnakenndu braut í Þýskalandi. Myndband af akstri bílsins má sjá í fréttinni. Sjá má að þróunarbíllinn er nánast klár í framleiðslu. Innra rýmið er þó greinilega ekki alveg klárt. Það er veltibúr í bílnum svo dæmi sé tekið um eitthvað sem á eftir að breytast áður en eintök verða fjöldaframleidd. Líklegt er talið að Kona N muni vera með tveggja lítra vél með forþjöppu sem getur skilað 275 hestöflum. Skiptingin er líklegast átta fíra tveggja-kúplinga sjálfskipting. Mögulega verður bíllinn með 1,6 lítra vél með forþjöppu og ætti sú að skila um 215 hestöflum. Kannski verða þessar tvær vélar báðar í boði. Reikna má með að bíllinn verði kynntur formlega í náinni framtíð. Hann er þó ekki líklegur til að fara í framleiðslu fyrr en á næsta ári. Þá er Hyundai i20 N væntanlegur sem er ætlað að keppa við Ford Fiesta ST og Volkswagen Polo GTI.
Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Rigning í kortunum Veður