Það er mánudagsskvöld og það þýðir að strákarnir í GameTíví eru að spila. Kristján Einar fékk þó ekki að vera með að þessu sinni eftir að hann varð undir „loadout-i“ í síðustu viku. Í hans stað skellir Donna Cruz sér til Verdansk.
Fylgjast má með ævintýrum strákanna á Stöð 2 eSport eða Twitch. Útsendingin hefst klukkan 19:30 í kvöld.