Ragnar Jónasson búinn að selja 500 þúsund eintök í Frakklandi Jakob Bjarnar skrifar 7. febrúar 2020 13:51 Franskt sjónvarpsteymi komið til Íslands til að vinna viðtal við Ragnar Jónasson en þarna eru þau á Vatnsleysuströnd, þar sem lík fannst í einni bóka hans, Dimmu. Franskt sjónvarpsteymi er komið til Íslands sérstaklega til að ræða við og fjalla um Ragnar Jónasson glæpasagnahöfund. Mikill áhugi er á verkum Ragnars í Frakklandi og hann veit varla hvaðan á sig stendur veðrið. Segir þetta einstaklega ánægjulegt en 7. bók hans var að koma út á frönsku í gær. Alls hefur hann selt 500 þúsund eintök bóka sinna í Frakklandi á fimm árum. Fjölmiðlamennirnir komu hingað í gær til að hitta Ragnar í tilefni af því að í gær kom Drungi, önnur bókin um Huldu, út á frönsku. Ragnar fer með Frökkunum austur á Hótel Rangá í dag og á morgun ferðast þau með um Suðurland, koma í bæinn síðdegis og halda síðan utan á sunnudaginn. Mikil glæpasagnaáhugi Frakka „Ég verð stundum orðlaus yfir þessu. Veit ekki hvað veldur,“ segir Ragnar þegar blaðamaður Vísis spurði hann hvað skýri þennan áhuga franskra á bókum hans. „Ég sest bara niður og reynir að njóta hversu vel þetta gengur,“ segir Ragnar. Að sögn höfundarins er magnað að koma til Frakklands, Frakkar séu mikil bókaþjóð. Ragnar er í hávegum hafður í Frakklandi en hér getur að líta auglýsingu sem birtist á lestarstöðvum um allt Frakkaland um bókina Drunga. „Biðraðir fólks sem vill fá bækur áritaðar. Maður sér ekki þennan áhuga víða annars staðar. Magnað land í þeim skilningi. Nú er ég byrjaður að reyna að læra frönsku til að skilja hvað er verið að segja við mig. Það gengur hægt.“ Ragnar er þessa dagana á ferðalagi um landið með fulltrúum France 5 (franska ríkissjónvarpsins), Les Echos og La Vie í Flekkuvík á Reykjanesi, á slóðum lögreglukonunnar Huldu. Hvernig er hægt að skrifa svona margar glæpabækur á Íslandi? „Þetta er mjög gaman. Við sýndum þeim Reykjavík í gærkvöldi, ég er búinn að lofa þeim að við munum sjá Norðurljósin, en þau eru áhugasöm um það. Við fórum að skoða sögusvið einna bókar minnar í gær og erum á leið út á land a eftir. Skoðum Reynisfjöru og gistum á hótel Rangá. Þeir ætla að taka við mig viðtal í íslenskri náttúru og skoða svo Reykjavík annað kvöld.“ Ragnar hefur lokið næstu bók sinni en hún kemur fyrst út á frönsku og svo á íslensku. En, hvað er það sem hinir frönsku sjónvarpsmenn eru helst forvitnir um?„Þeir vilja vita hvernig maður er að vinna þessar bækur og hvernig prósessinn er, hvernig hugmyndirnar kvikna. Og svo hin sígilda spurning: Hvernig hægt er að skrifa svona mikið af glæpabókum á Íslandi þar sem er 1 og hálft morð að meðaltali á ári. Mönnum finnst það óskiljanlegt.“ Bókmenntir Fjölmiðlar Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Franskt sjónvarpsteymi er komið til Íslands sérstaklega til að ræða við og fjalla um Ragnar Jónasson glæpasagnahöfund. Mikill áhugi er á verkum Ragnars í Frakklandi og hann veit varla hvaðan á sig stendur veðrið. Segir þetta einstaklega ánægjulegt en 7. bók hans var að koma út á frönsku í gær. Alls hefur hann selt 500 þúsund eintök bóka sinna í Frakklandi á fimm árum. Fjölmiðlamennirnir komu hingað í gær til að hitta Ragnar í tilefni af því að í gær kom Drungi, önnur bókin um Huldu, út á frönsku. Ragnar fer með Frökkunum austur á Hótel Rangá í dag og á morgun ferðast þau með um Suðurland, koma í bæinn síðdegis og halda síðan utan á sunnudaginn. Mikil glæpasagnaáhugi Frakka „Ég verð stundum orðlaus yfir þessu. Veit ekki hvað veldur,“ segir Ragnar þegar blaðamaður Vísis spurði hann hvað skýri þennan áhuga franskra á bókum hans. „Ég sest bara niður og reynir að njóta hversu vel þetta gengur,“ segir Ragnar. Að sögn höfundarins er magnað að koma til Frakklands, Frakkar séu mikil bókaþjóð. Ragnar er í hávegum hafður í Frakklandi en hér getur að líta auglýsingu sem birtist á lestarstöðvum um allt Frakkaland um bókina Drunga. „Biðraðir fólks sem vill fá bækur áritaðar. Maður sér ekki þennan áhuga víða annars staðar. Magnað land í þeim skilningi. Nú er ég byrjaður að reyna að læra frönsku til að skilja hvað er verið að segja við mig. Það gengur hægt.“ Ragnar er þessa dagana á ferðalagi um landið með fulltrúum France 5 (franska ríkissjónvarpsins), Les Echos og La Vie í Flekkuvík á Reykjanesi, á slóðum lögreglukonunnar Huldu. Hvernig er hægt að skrifa svona margar glæpabækur á Íslandi? „Þetta er mjög gaman. Við sýndum þeim Reykjavík í gærkvöldi, ég er búinn að lofa þeim að við munum sjá Norðurljósin, en þau eru áhugasöm um það. Við fórum að skoða sögusvið einna bókar minnar í gær og erum á leið út á land a eftir. Skoðum Reynisfjöru og gistum á hótel Rangá. Þeir ætla að taka við mig viðtal í íslenskri náttúru og skoða svo Reykjavík annað kvöld.“ Ragnar hefur lokið næstu bók sinni en hún kemur fyrst út á frönsku og svo á íslensku. En, hvað er það sem hinir frönsku sjónvarpsmenn eru helst forvitnir um?„Þeir vilja vita hvernig maður er að vinna þessar bækur og hvernig prósessinn er, hvernig hugmyndirnar kvikna. Og svo hin sígilda spurning: Hvernig hægt er að skrifa svona mikið af glæpabókum á Íslandi þar sem er 1 og hálft morð að meðaltali á ári. Mönnum finnst það óskiljanlegt.“
Bókmenntir Fjölmiðlar Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira