Ragnar Jónasson búinn að selja 500 þúsund eintök í Frakklandi Jakob Bjarnar skrifar 7. febrúar 2020 13:51 Franskt sjónvarpsteymi komið til Íslands til að vinna viðtal við Ragnar Jónasson en þarna eru þau á Vatnsleysuströnd, þar sem lík fannst í einni bóka hans, Dimmu. Franskt sjónvarpsteymi er komið til Íslands sérstaklega til að ræða við og fjalla um Ragnar Jónasson glæpasagnahöfund. Mikill áhugi er á verkum Ragnars í Frakklandi og hann veit varla hvaðan á sig stendur veðrið. Segir þetta einstaklega ánægjulegt en 7. bók hans var að koma út á frönsku í gær. Alls hefur hann selt 500 þúsund eintök bóka sinna í Frakklandi á fimm árum. Fjölmiðlamennirnir komu hingað í gær til að hitta Ragnar í tilefni af því að í gær kom Drungi, önnur bókin um Huldu, út á frönsku. Ragnar fer með Frökkunum austur á Hótel Rangá í dag og á morgun ferðast þau með um Suðurland, koma í bæinn síðdegis og halda síðan utan á sunnudaginn. Mikil glæpasagnaáhugi Frakka „Ég verð stundum orðlaus yfir þessu. Veit ekki hvað veldur,“ segir Ragnar þegar blaðamaður Vísis spurði hann hvað skýri þennan áhuga franskra á bókum hans. „Ég sest bara niður og reynir að njóta hversu vel þetta gengur,“ segir Ragnar. Að sögn höfundarins er magnað að koma til Frakklands, Frakkar séu mikil bókaþjóð. Ragnar er í hávegum hafður í Frakklandi en hér getur að líta auglýsingu sem birtist á lestarstöðvum um allt Frakkaland um bókina Drunga. „Biðraðir fólks sem vill fá bækur áritaðar. Maður sér ekki þennan áhuga víða annars staðar. Magnað land í þeim skilningi. Nú er ég byrjaður að reyna að læra frönsku til að skilja hvað er verið að segja við mig. Það gengur hægt.“ Ragnar er þessa dagana á ferðalagi um landið með fulltrúum France 5 (franska ríkissjónvarpsins), Les Echos og La Vie í Flekkuvík á Reykjanesi, á slóðum lögreglukonunnar Huldu. Hvernig er hægt að skrifa svona margar glæpabækur á Íslandi? „Þetta er mjög gaman. Við sýndum þeim Reykjavík í gærkvöldi, ég er búinn að lofa þeim að við munum sjá Norðurljósin, en þau eru áhugasöm um það. Við fórum að skoða sögusvið einna bókar minnar í gær og erum á leið út á land a eftir. Skoðum Reynisfjöru og gistum á hótel Rangá. Þeir ætla að taka við mig viðtal í íslenskri náttúru og skoða svo Reykjavík annað kvöld.“ Ragnar hefur lokið næstu bók sinni en hún kemur fyrst út á frönsku og svo á íslensku. En, hvað er það sem hinir frönsku sjónvarpsmenn eru helst forvitnir um?„Þeir vilja vita hvernig maður er að vinna þessar bækur og hvernig prósessinn er, hvernig hugmyndirnar kvikna. Og svo hin sígilda spurning: Hvernig hægt er að skrifa svona mikið af glæpabókum á Íslandi þar sem er 1 og hálft morð að meðaltali á ári. Mönnum finnst það óskiljanlegt.“ Bókmenntir Fjölmiðlar Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Franskt sjónvarpsteymi er komið til Íslands sérstaklega til að ræða við og fjalla um Ragnar Jónasson glæpasagnahöfund. Mikill áhugi er á verkum Ragnars í Frakklandi og hann veit varla hvaðan á sig stendur veðrið. Segir þetta einstaklega ánægjulegt en 7. bók hans var að koma út á frönsku í gær. Alls hefur hann selt 500 þúsund eintök bóka sinna í Frakklandi á fimm árum. Fjölmiðlamennirnir komu hingað í gær til að hitta Ragnar í tilefni af því að í gær kom Drungi, önnur bókin um Huldu, út á frönsku. Ragnar fer með Frökkunum austur á Hótel Rangá í dag og á morgun ferðast þau með um Suðurland, koma í bæinn síðdegis og halda síðan utan á sunnudaginn. Mikil glæpasagnaáhugi Frakka „Ég verð stundum orðlaus yfir þessu. Veit ekki hvað veldur,“ segir Ragnar þegar blaðamaður Vísis spurði hann hvað skýri þennan áhuga franskra á bókum hans. „Ég sest bara niður og reynir að njóta hversu vel þetta gengur,“ segir Ragnar. Að sögn höfundarins er magnað að koma til Frakklands, Frakkar séu mikil bókaþjóð. Ragnar er í hávegum hafður í Frakklandi en hér getur að líta auglýsingu sem birtist á lestarstöðvum um allt Frakkaland um bókina Drunga. „Biðraðir fólks sem vill fá bækur áritaðar. Maður sér ekki þennan áhuga víða annars staðar. Magnað land í þeim skilningi. Nú er ég byrjaður að reyna að læra frönsku til að skilja hvað er verið að segja við mig. Það gengur hægt.“ Ragnar er þessa dagana á ferðalagi um landið með fulltrúum France 5 (franska ríkissjónvarpsins), Les Echos og La Vie í Flekkuvík á Reykjanesi, á slóðum lögreglukonunnar Huldu. Hvernig er hægt að skrifa svona margar glæpabækur á Íslandi? „Þetta er mjög gaman. Við sýndum þeim Reykjavík í gærkvöldi, ég er búinn að lofa þeim að við munum sjá Norðurljósin, en þau eru áhugasöm um það. Við fórum að skoða sögusvið einna bókar minnar í gær og erum á leið út á land a eftir. Skoðum Reynisfjöru og gistum á hótel Rangá. Þeir ætla að taka við mig viðtal í íslenskri náttúru og skoða svo Reykjavík annað kvöld.“ Ragnar hefur lokið næstu bók sinni en hún kemur fyrst út á frönsku og svo á íslensku. En, hvað er það sem hinir frönsku sjónvarpsmenn eru helst forvitnir um?„Þeir vilja vita hvernig maður er að vinna þessar bækur og hvernig prósessinn er, hvernig hugmyndirnar kvikna. Og svo hin sígilda spurning: Hvernig hægt er að skrifa svona mikið af glæpabókum á Íslandi þar sem er 1 og hálft morð að meðaltali á ári. Mönnum finnst það óskiljanlegt.“
Bókmenntir Fjölmiðlar Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira