Fjörutíu smitaðir til viðbótar um borð í Prinsessunni Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. febrúar 2020 06:33 BBC greinir frá því að farþegar hafi lýst yfir áhyggjum af lyfjaskorti í skipinu. Vísir/EPA Alls eru nú 636 látnir af völdum Wuhan-kórónaveirunnar og staðfest tilfelli eru orðin rúmlega 31 þúsund, að því er fram kemur í nýjustu tölum frá heilbrigðisyfirvöldum í Kína. Þá hefur nú verið staðfest 41 nýtt smit um borð í skemmtiferðaskipinu Diamond Princess og fjöldi smitaðra alls orðinn 61. Um 3.700 manns eru um borð í skipinu, sem verið hefur í einangrun í japönsku borginni Yokohama síðan fyrr í vikunni eftir að áttræður karlmaður frá Hong Hong veiktist af veirunni. Hann kom um borð í skipið 20. janúar og fór frá borði fimm dögum síðar. Staðfest tilfelli veirunnar í Japan eru nú orðin 86. Hvergi hafa fleiri smit greinst í einu landi utan Kína til þessa. Þeir sem smitast hafa af veirunni í skipinu eru sendir á sjúkrahús en aðrir þurfa að dvelja um borð þangað til 19. febrúar. Hinir smituðu eru frá tíu löndum; flestir þó frá Japan, Bandaríkjunum, Ástralíu og Kanada. BBC greinir frá því að farþegar hafi lýst yfir áhyggjum af lyfjaskorti í skipinu. Þannig hafi einn úr hópnum veifað fána sem gaf slíkt til kynna. Þá ræðir BBC við breskan farþega sem er um borð í skipinu. Hann lýsir því að farþegum sé gert að mæla líkamshita sinn með reglulegu millibili og láta heilbrigðisstarfsmenn um borð vita af öllum frávikum. Þá þurfi þeir að þvo föt sín og þrífa káetur sínar sjálfir. Annað skemmtiferðaskip að nafni World Dream, með um 3600 manns innanborðs, sætir einnig einangrun í Hong Kong. Enginn hefur enn greinst með veiruna um borð en átta fyrrverandi farþegar eru smitaðir. Þeir greindust allir með veiruna utan skipsins. Japan Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Smitaðir um borð orðnir tuttugu Yfir 560 eru nú látnir af völdum Wuhan-kórónaveirunnar og um 27 þúsund tilfelli veirunnar hafa verið staðfest, samkvæmt nýjustu tölum frá heilbrigðisyfirvöldum í Kína. 6. febrúar 2020 06:28 Íslensk fjölskylda súr í sóttkví meðan kínverskir ferðamenn valsa vandkvæðalaust um Íslensk kínversk fjölskylda er á öðrum degi í sóttkví hér á landi eftir komuna til Íslands frá Kína. Ástæðan er tilmæli sóttvarnalæknis og almannavarna til að koma í veg fyrir útbreiðslu Wuhan-kórónaveirunnar hér á landi. 6. febrúar 2020 14:45 Wuhan-veiran: Harðari aðgerðir hér heldur en á hinum Norðurlöndunum Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að íslensk yfirvöld hafi gripið til harðari aðgerða vegna Wuhan-veirunnar heldur en til dæmis nágrannaþjóðirnar á Norðurlöndum. 6. febrúar 2020 21:15 Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
Alls eru nú 636 látnir af völdum Wuhan-kórónaveirunnar og staðfest tilfelli eru orðin rúmlega 31 þúsund, að því er fram kemur í nýjustu tölum frá heilbrigðisyfirvöldum í Kína. Þá hefur nú verið staðfest 41 nýtt smit um borð í skemmtiferðaskipinu Diamond Princess og fjöldi smitaðra alls orðinn 61. Um 3.700 manns eru um borð í skipinu, sem verið hefur í einangrun í japönsku borginni Yokohama síðan fyrr í vikunni eftir að áttræður karlmaður frá Hong Hong veiktist af veirunni. Hann kom um borð í skipið 20. janúar og fór frá borði fimm dögum síðar. Staðfest tilfelli veirunnar í Japan eru nú orðin 86. Hvergi hafa fleiri smit greinst í einu landi utan Kína til þessa. Þeir sem smitast hafa af veirunni í skipinu eru sendir á sjúkrahús en aðrir þurfa að dvelja um borð þangað til 19. febrúar. Hinir smituðu eru frá tíu löndum; flestir þó frá Japan, Bandaríkjunum, Ástralíu og Kanada. BBC greinir frá því að farþegar hafi lýst yfir áhyggjum af lyfjaskorti í skipinu. Þannig hafi einn úr hópnum veifað fána sem gaf slíkt til kynna. Þá ræðir BBC við breskan farþega sem er um borð í skipinu. Hann lýsir því að farþegum sé gert að mæla líkamshita sinn með reglulegu millibili og láta heilbrigðisstarfsmenn um borð vita af öllum frávikum. Þá þurfi þeir að þvo föt sín og þrífa káetur sínar sjálfir. Annað skemmtiferðaskip að nafni World Dream, með um 3600 manns innanborðs, sætir einnig einangrun í Hong Kong. Enginn hefur enn greinst með veiruna um borð en átta fyrrverandi farþegar eru smitaðir. Þeir greindust allir með veiruna utan skipsins.
Japan Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Smitaðir um borð orðnir tuttugu Yfir 560 eru nú látnir af völdum Wuhan-kórónaveirunnar og um 27 þúsund tilfelli veirunnar hafa verið staðfest, samkvæmt nýjustu tölum frá heilbrigðisyfirvöldum í Kína. 6. febrúar 2020 06:28 Íslensk fjölskylda súr í sóttkví meðan kínverskir ferðamenn valsa vandkvæðalaust um Íslensk kínversk fjölskylda er á öðrum degi í sóttkví hér á landi eftir komuna til Íslands frá Kína. Ástæðan er tilmæli sóttvarnalæknis og almannavarna til að koma í veg fyrir útbreiðslu Wuhan-kórónaveirunnar hér á landi. 6. febrúar 2020 14:45 Wuhan-veiran: Harðari aðgerðir hér heldur en á hinum Norðurlöndunum Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að íslensk yfirvöld hafi gripið til harðari aðgerða vegna Wuhan-veirunnar heldur en til dæmis nágrannaþjóðirnar á Norðurlöndum. 6. febrúar 2020 21:15 Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
Smitaðir um borð orðnir tuttugu Yfir 560 eru nú látnir af völdum Wuhan-kórónaveirunnar og um 27 þúsund tilfelli veirunnar hafa verið staðfest, samkvæmt nýjustu tölum frá heilbrigðisyfirvöldum í Kína. 6. febrúar 2020 06:28
Íslensk fjölskylda súr í sóttkví meðan kínverskir ferðamenn valsa vandkvæðalaust um Íslensk kínversk fjölskylda er á öðrum degi í sóttkví hér á landi eftir komuna til Íslands frá Kína. Ástæðan er tilmæli sóttvarnalæknis og almannavarna til að koma í veg fyrir útbreiðslu Wuhan-kórónaveirunnar hér á landi. 6. febrúar 2020 14:45
Wuhan-veiran: Harðari aðgerðir hér heldur en á hinum Norðurlöndunum Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að íslensk yfirvöld hafi gripið til harðari aðgerða vegna Wuhan-veirunnar heldur en til dæmis nágrannaþjóðirnar á Norðurlöndum. 6. febrúar 2020 21:15