Gefur innsýn í líf fjögurra íslenskra trans barna Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 5. febrúar 2020 18:06 Trans börn gefur innsýn í líf fjögurra fjölskyldna. Myndir/Stöð2 Á sunnudaginn fer þáttaröðin Trans börn í loftið á Stöð 2, en fyrsti þátturinn verður í opinni dagskrá. Trans börn er vönduð ný heimildaþáttaröð í þremur hlutum þar sem fjórum íslenskum fjölskyldum er fylgt eftir yfir tveggja ára tímabil. Allar fjölskyldurnar eiga það sameiginlegt að innan þeirra er barn sem upplifir sig í öðru kyni en því sem þeim var úthlutað við fæðingu. „Sveinn Benedikt Rögnvaldsson samstarfsmaður minn kom með þessa hugmynd til mín fyrir um fjórum árum, að gera þáttaröð um trans börn. Vinkona konunnar hans er trans kona og góður vinur hans á trans son,“ segir Sigrún Ósk Kristjánsdóttir umsjónarkona þáttanna um það hvernig þessi hugmynd kviknaði. „Þegar fyrsta trans barnið tjáði sig opinberlega hér heima fyrir nokkrum árum þá var ég sjálf í þeim hópi sem hafði hálfpartinn ekki gert sér grein fyrir því að það væru til svona ung börn sem líður svona. Við fórum með hugmyndina lengra, hún var samþykkt fyrir tæpum þremur árum og við fórum á fullt í undirbúning. Eftir það hófust tökur.“ Þættirnir eru teknir upp yfir tveggja ára tímabil og fá áhorfendur því að sjá hversu mikið getur breyst á stuttum tíma í lífi barnanna. Valdar voru fjórar íslenskar fjölskyldur til þess að fylgja eftir. „Við ákváðum að hafa börnin á svolítið breiðu aldursbili þannig að það eru svolítið mismunandi hlutir og áskoranir í gangi, til að fá sem breiðasta mynd af þessu viðfangsefni. Börnin voru á aldrinum 7 til 17 ára þegar tökur hófust, tvær stelpur og tveir strákar og eru búsett hér og þar á landinu. Það er nefnilega svo margt sem getur haft áhrif á þessi börn, þar á meðal stærð samfélagsins sem þau búa í,“ segir Sigrún Ósk. Fá skrítnar spurningar „Við vorum mjög þakklát fyrir að fá svona góðan tíma í tökur, af því það getur svo margt breyst á stuttum tíma. Við vissum fyrirfram að þau væru ekki öll að fara á svokallaða krosshormóna með þeim breytingum sem því fylgir, en það kom í ljós að það hafði töluvert breyst hjá þeim öllum á þessum tíma og sum þeirra litu allt öðruvísi út en þegar við hittum þau fyrst.“ Krosshormón eru hormón sem gera einstaklinga meira karllegri eða kvenlegri. Þessi hormón eru gefin frá 18 ára aldri, stundum fyrr í undantekningartilfellum, en fram að því eru mörg trans börn í kynhormónabælandi meðferð. „Í þáttunum kemur meðal annars fram að stofnað var sérstakt teymi utan um trans börn á BUGL, barna- og unglingageðdeild Landspítalans. Reiknað var með tveimur til þremur tilvísunum á ári, en núna á síðasta ári voru þær 26.“ Þættirnir gefa innsýn í líf þessara barna og einlægni og hreinskilni þessa fjölskyldna skilur engan eftir ósnortinn. Trans börn þættirnir gefa líka foreldrum þekkingu til að ræða viðfangsefnið við sín eigin börn, eiga samtal við þau um fjölbreytileika og umburðarlyndi. „Börnin segjast sem betur fer ekki verða fyrir miklum fordómum, sem var mjög gott að heyra og kom skemmtilega á óvart. En það er alltaf eitthvað og þau eru líka mörg að fá skrítnar spurningar sem er kannski eðlilegt í ljósi þess hversu lítið margir vita. Vonandi ná þessir þættir að breyta því eitthvað. En svo eru það fullorðnir einstaklingar, sem koma seint út, sem verða frekar fyrir fordómum.“ Opna sig upp á gátt Sigrún Ósk segir að það sé alltaf erfitt að fjalla um börn og sérstaklega viðkvæm málefni sem varða börn. „Maður er búinn að vera mjög meðvitaður um það allan tímann að vanda sig í þessu og við höfum gert það eins og við mögulega getum.“ Það skemmtilegasta við gerð þáttanna fannst henni svo að kynnast frábæru viðmælendunum. „Við vorum ótrúlega heppin með þessar fjölskyldur. Þau eru yndisleg öll með tölu, tjáðu sig svo fallega um efnið, opnuðu sig upp á gátt og deildu með okkur bæði því góða og slæma, sem mér fannst nauðsynlegt frá byrjun að þau myndu gera til að fólk geti betur skilið þennan veruleika. Ég hvet alla til þess að horfa því ég held að fólk hafi gott af því og geti lært ýmislegt.“ Önnur börn opin og fordómalaus Í þáttunum kemur fram að sumar fjölskyldurnar reyndu meðvitað eða ómeðvitað að streitast á móti breytingunni í byrjun. Vilja þau að aðrir geti lært af sínum mistökum. Sigrún Ósk segir að þó að hún hafi vitað ýmislegt um trans fólk áður en tökur hófust, hafi margt komið sér á óvart við gerð þáttanna. „Til dæmis hafði ég fylgst með af hliðarlínunni þegar ein mín allra besta vinkona, Ragnhildur Steinunn, gerði heimildarmynd um kynleiðréttingu fyrir nokkrum árum og þá fékk maður innsýn inn í kynleiðréttingu hjá fullorðnum. En maður vissi minna um börnin. Það kom mér reyndar skemmtilega á óvart hvað önnur börn eru opin og fordómalaus, það er alveg rauður þráður í gegnum þættina, þau kippa sér ekkert upp við það að barn fari að klæða sig öðrvísi og skipti um nafn. Það finnst mér til marks um að við séum á réttri leið. Að allir fái bara að vera eins og þeir vilja og njóta sín til fulls.“Fyrstu stikluna fyrir Trans börn má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Trans börn - Fyrsta stikla Fyrsti þáttur af Trans börn verður í opinni dagskrá á Stöð 2, sunnudaginn 9. febrúar klukkan 19.10. Framleiðandi þáttanna er Sveinn Benedikt Rögnvaldsson, Sigrún Ósk Kristjánsdóttir sér um umsjón og klippingu annast Fannar Scheving Edwardsson. Friðrik Friðriksson sá um myndatöku. Bíó og sjónvarp Börn og uppeldi Heilbrigðismál Hinsegin Trans börn Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Á sunnudaginn fer þáttaröðin Trans börn í loftið á Stöð 2, en fyrsti þátturinn verður í opinni dagskrá. Trans börn er vönduð ný heimildaþáttaröð í þremur hlutum þar sem fjórum íslenskum fjölskyldum er fylgt eftir yfir tveggja ára tímabil. Allar fjölskyldurnar eiga það sameiginlegt að innan þeirra er barn sem upplifir sig í öðru kyni en því sem þeim var úthlutað við fæðingu. „Sveinn Benedikt Rögnvaldsson samstarfsmaður minn kom með þessa hugmynd til mín fyrir um fjórum árum, að gera þáttaröð um trans börn. Vinkona konunnar hans er trans kona og góður vinur hans á trans son,“ segir Sigrún Ósk Kristjánsdóttir umsjónarkona þáttanna um það hvernig þessi hugmynd kviknaði. „Þegar fyrsta trans barnið tjáði sig opinberlega hér heima fyrir nokkrum árum þá var ég sjálf í þeim hópi sem hafði hálfpartinn ekki gert sér grein fyrir því að það væru til svona ung börn sem líður svona. Við fórum með hugmyndina lengra, hún var samþykkt fyrir tæpum þremur árum og við fórum á fullt í undirbúning. Eftir það hófust tökur.“ Þættirnir eru teknir upp yfir tveggja ára tímabil og fá áhorfendur því að sjá hversu mikið getur breyst á stuttum tíma í lífi barnanna. Valdar voru fjórar íslenskar fjölskyldur til þess að fylgja eftir. „Við ákváðum að hafa börnin á svolítið breiðu aldursbili þannig að það eru svolítið mismunandi hlutir og áskoranir í gangi, til að fá sem breiðasta mynd af þessu viðfangsefni. Börnin voru á aldrinum 7 til 17 ára þegar tökur hófust, tvær stelpur og tveir strákar og eru búsett hér og þar á landinu. Það er nefnilega svo margt sem getur haft áhrif á þessi börn, þar á meðal stærð samfélagsins sem þau búa í,“ segir Sigrún Ósk. Fá skrítnar spurningar „Við vorum mjög þakklát fyrir að fá svona góðan tíma í tökur, af því það getur svo margt breyst á stuttum tíma. Við vissum fyrirfram að þau væru ekki öll að fara á svokallaða krosshormóna með þeim breytingum sem því fylgir, en það kom í ljós að það hafði töluvert breyst hjá þeim öllum á þessum tíma og sum þeirra litu allt öðruvísi út en þegar við hittum þau fyrst.“ Krosshormón eru hormón sem gera einstaklinga meira karllegri eða kvenlegri. Þessi hormón eru gefin frá 18 ára aldri, stundum fyrr í undantekningartilfellum, en fram að því eru mörg trans börn í kynhormónabælandi meðferð. „Í þáttunum kemur meðal annars fram að stofnað var sérstakt teymi utan um trans börn á BUGL, barna- og unglingageðdeild Landspítalans. Reiknað var með tveimur til þremur tilvísunum á ári, en núna á síðasta ári voru þær 26.“ Þættirnir gefa innsýn í líf þessara barna og einlægni og hreinskilni þessa fjölskyldna skilur engan eftir ósnortinn. Trans börn þættirnir gefa líka foreldrum þekkingu til að ræða viðfangsefnið við sín eigin börn, eiga samtal við þau um fjölbreytileika og umburðarlyndi. „Börnin segjast sem betur fer ekki verða fyrir miklum fordómum, sem var mjög gott að heyra og kom skemmtilega á óvart. En það er alltaf eitthvað og þau eru líka mörg að fá skrítnar spurningar sem er kannski eðlilegt í ljósi þess hversu lítið margir vita. Vonandi ná þessir þættir að breyta því eitthvað. En svo eru það fullorðnir einstaklingar, sem koma seint út, sem verða frekar fyrir fordómum.“ Opna sig upp á gátt Sigrún Ósk segir að það sé alltaf erfitt að fjalla um börn og sérstaklega viðkvæm málefni sem varða börn. „Maður er búinn að vera mjög meðvitaður um það allan tímann að vanda sig í þessu og við höfum gert það eins og við mögulega getum.“ Það skemmtilegasta við gerð þáttanna fannst henni svo að kynnast frábæru viðmælendunum. „Við vorum ótrúlega heppin með þessar fjölskyldur. Þau eru yndisleg öll með tölu, tjáðu sig svo fallega um efnið, opnuðu sig upp á gátt og deildu með okkur bæði því góða og slæma, sem mér fannst nauðsynlegt frá byrjun að þau myndu gera til að fólk geti betur skilið þennan veruleika. Ég hvet alla til þess að horfa því ég held að fólk hafi gott af því og geti lært ýmislegt.“ Önnur börn opin og fordómalaus Í þáttunum kemur fram að sumar fjölskyldurnar reyndu meðvitað eða ómeðvitað að streitast á móti breytingunni í byrjun. Vilja þau að aðrir geti lært af sínum mistökum. Sigrún Ósk segir að þó að hún hafi vitað ýmislegt um trans fólk áður en tökur hófust, hafi margt komið sér á óvart við gerð þáttanna. „Til dæmis hafði ég fylgst með af hliðarlínunni þegar ein mín allra besta vinkona, Ragnhildur Steinunn, gerði heimildarmynd um kynleiðréttingu fyrir nokkrum árum og þá fékk maður innsýn inn í kynleiðréttingu hjá fullorðnum. En maður vissi minna um börnin. Það kom mér reyndar skemmtilega á óvart hvað önnur börn eru opin og fordómalaus, það er alveg rauður þráður í gegnum þættina, þau kippa sér ekkert upp við það að barn fari að klæða sig öðrvísi og skipti um nafn. Það finnst mér til marks um að við séum á réttri leið. Að allir fái bara að vera eins og þeir vilja og njóta sín til fulls.“Fyrstu stikluna fyrir Trans börn má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Trans börn - Fyrsta stikla Fyrsti þáttur af Trans börn verður í opinni dagskrá á Stöð 2, sunnudaginn 9. febrúar klukkan 19.10. Framleiðandi þáttanna er Sveinn Benedikt Rögnvaldsson, Sigrún Ósk Kristjánsdóttir sér um umsjón og klippingu annast Fannar Scheving Edwardsson. Friðrik Friðriksson sá um myndatöku.
Bíó og sjónvarp Börn og uppeldi Heilbrigðismál Hinsegin Trans börn Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira