Segir kynningarbréf oft lykilinn að atvinnuviðtölum Rakel Sveinsdóttir skrifar 3. febrúar 2020 11:00 Ragnheiður Dagsdóttir ráðgjafi hjá Capacent segir kynningarbréf mikilvæg þegar sótt er um störf. Sérstaklega er óskað eftir kynningarbréfum þegar sótt er um stjórnenda- eða sérfræðistörf. Vísir/Vilhelm Undanfarin ár hefur það færst í aukana að fyrirtæki óska eftir kynningarbréfi auk ferilskrár þegar sótt er um starf. Þetta á einkum við stjórnenda- og sérfræðistörf. Ragnheiður Dagsdóttir, ráðgjafi hjá Capacent segir að það eigi ekki að endurskrifa ferilskránna í kynningarbréfi. Eins á kynningarbréfið ekki að snúast um möguleika viðkomandi starfs. Kynningarbréfið er hins vegar gott tækifæri til að skýra út hvers vegna viðkomandi sækir um starfið. Að sögn Ragnheiðar þarf kynningarbréfið að vekja þann áhuga hjá lesandanum að hann vilji hitta viðkomandi. Kynningarbréfið getur verið lykill viðkomandi til þess að komast í viðtal og það er jú tilgangurinn. „Kynningarbréfið er mjög mikilvægt, tilgangur þess er að tilgreina ástæðu umsóknar og rökstyðja hæfni sína til að takast a við starfið. Í kynningarbréfinu gefst umsækjanda tækifæri til að máta sig við starfið. Kynningarbréfið getur verið lykill viðkomandi til þess að komast í viðtal og það er jú tilgangurinn. Vel skrifað kynningarbréf sem tilgreinir framsettar hæfniskröfum og svarar hæfni umsækjandans vegna þeirra ætti að vekja þann áhuga hjá lesandanum að hann vilji hitta viðkomandi.“ Lumar þú á einhverjum góðum ráðum fyrir fólk varðandi gerð og framsetningu kynningarbréfa? „Kynningarbréf er viðbót við ferilskrána. Flestir sem eru í atvinnuleit hafa unnið vandaða ferilskrá sem gefur skýra mynd af einstaklingnum og hæfileikum hans. Með kynningarbréfi er ekki verið að kalla á að viðkomandi endurskrifi sína ferilskrána. Þó ferilskrá sé vel útfærð og innihaldi helstu upplýsingar gefst þar ekki tækifæri til að skýra frá hvers vegna ákveðið var að sækja um tiltekið starf eða ástæðu þess að viðkomandi hefur valið að bjóða fyrirtæki starfskrafta sína. Kynningarbréf er vel til þess fallið að skrifa stuttan texta til að svara þessum spurningum.“ Ragnheiður segir að kynningarbréf eigi ekki að vera almenn eða stöðluð. Þau þurfi að útfæra fyrir hverja og eina umsókn. „Kynningarbréf á ekki að snúast um möguleika viðkomandi starfs eða verkefni þess í framtíðinni, best er ef það er klæðskerasniðið að framsettum kröfum, skýrt og skorinort.“ Tengdar fréttir Starfsframinn: Tíu ráð fyrir þá sem vilja ná lengra Ef þú værir sjálfstæður ráðgjafi eða starfaðir sem verktaki, í hverju myndu verkefnin þín þá felast? 3. febrúar 2020 09:00 Að setja sér markmið í starfi 2020: Þrjár skotheldar leiðir Fyrir hvað viltu vera þekkt/þekktur í starfi? Hvaða fimm atriði stóðu uppúr hjá þér árið 2019? Rúna Magnúsdóttir stofnandi The Change Makers hvetur fólk til að setja sér persónuleg markmið í starfi fyrir árið 2020. 23. janúar 2020 09:00 Ætti ég að skipta um starf? Þrjú atriði til umhugsunar Ert þú að velta fyrir þér að skipta um starfsvettvang? Hvers vegna? Er það til að þróa þig áfram, ná lengra í starfsframa eða ertu óánægð/ur í því starfi þar sem þú ert? Hér eru þrjú atriði sem gott er að hafa í huga áður en endanleg ákvörðun er tekin. 27. janúar 2020 10:00 Stjórnendastörf 2020: Árið í ráðningum lítur vel út Fyrirtæki gera kröfur um að fólk sem ráðið er í stjórnunarstörf sé vel upplýst um nýjungar í rekstri og atvinnulífi, hér heima og erlendis. Kynjahlutföll skipta meira máli nú en áður. Hreyfingar í stjórnunarstörfum endurspegla ekki alltaf sömu sveiflur og í efnahagslífinu. 27. janúar 2020 09:00 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Undanfarin ár hefur það færst í aukana að fyrirtæki óska eftir kynningarbréfi auk ferilskrár þegar sótt er um starf. Þetta á einkum við stjórnenda- og sérfræðistörf. Ragnheiður Dagsdóttir, ráðgjafi hjá Capacent segir að það eigi ekki að endurskrifa ferilskránna í kynningarbréfi. Eins á kynningarbréfið ekki að snúast um möguleika viðkomandi starfs. Kynningarbréfið er hins vegar gott tækifæri til að skýra út hvers vegna viðkomandi sækir um starfið. Að sögn Ragnheiðar þarf kynningarbréfið að vekja þann áhuga hjá lesandanum að hann vilji hitta viðkomandi. Kynningarbréfið getur verið lykill viðkomandi til þess að komast í viðtal og það er jú tilgangurinn. „Kynningarbréfið er mjög mikilvægt, tilgangur þess er að tilgreina ástæðu umsóknar og rökstyðja hæfni sína til að takast a við starfið. Í kynningarbréfinu gefst umsækjanda tækifæri til að máta sig við starfið. Kynningarbréfið getur verið lykill viðkomandi til þess að komast í viðtal og það er jú tilgangurinn. Vel skrifað kynningarbréf sem tilgreinir framsettar hæfniskröfum og svarar hæfni umsækjandans vegna þeirra ætti að vekja þann áhuga hjá lesandanum að hann vilji hitta viðkomandi.“ Lumar þú á einhverjum góðum ráðum fyrir fólk varðandi gerð og framsetningu kynningarbréfa? „Kynningarbréf er viðbót við ferilskrána. Flestir sem eru í atvinnuleit hafa unnið vandaða ferilskrá sem gefur skýra mynd af einstaklingnum og hæfileikum hans. Með kynningarbréfi er ekki verið að kalla á að viðkomandi endurskrifi sína ferilskrána. Þó ferilskrá sé vel útfærð og innihaldi helstu upplýsingar gefst þar ekki tækifæri til að skýra frá hvers vegna ákveðið var að sækja um tiltekið starf eða ástæðu þess að viðkomandi hefur valið að bjóða fyrirtæki starfskrafta sína. Kynningarbréf er vel til þess fallið að skrifa stuttan texta til að svara þessum spurningum.“ Ragnheiður segir að kynningarbréf eigi ekki að vera almenn eða stöðluð. Þau þurfi að útfæra fyrir hverja og eina umsókn. „Kynningarbréf á ekki að snúast um möguleika viðkomandi starfs eða verkefni þess í framtíðinni, best er ef það er klæðskerasniðið að framsettum kröfum, skýrt og skorinort.“
Tengdar fréttir Starfsframinn: Tíu ráð fyrir þá sem vilja ná lengra Ef þú værir sjálfstæður ráðgjafi eða starfaðir sem verktaki, í hverju myndu verkefnin þín þá felast? 3. febrúar 2020 09:00 Að setja sér markmið í starfi 2020: Þrjár skotheldar leiðir Fyrir hvað viltu vera þekkt/þekktur í starfi? Hvaða fimm atriði stóðu uppúr hjá þér árið 2019? Rúna Magnúsdóttir stofnandi The Change Makers hvetur fólk til að setja sér persónuleg markmið í starfi fyrir árið 2020. 23. janúar 2020 09:00 Ætti ég að skipta um starf? Þrjú atriði til umhugsunar Ert þú að velta fyrir þér að skipta um starfsvettvang? Hvers vegna? Er það til að þróa þig áfram, ná lengra í starfsframa eða ertu óánægð/ur í því starfi þar sem þú ert? Hér eru þrjú atriði sem gott er að hafa í huga áður en endanleg ákvörðun er tekin. 27. janúar 2020 10:00 Stjórnendastörf 2020: Árið í ráðningum lítur vel út Fyrirtæki gera kröfur um að fólk sem ráðið er í stjórnunarstörf sé vel upplýst um nýjungar í rekstri og atvinnulífi, hér heima og erlendis. Kynjahlutföll skipta meira máli nú en áður. Hreyfingar í stjórnunarstörfum endurspegla ekki alltaf sömu sveiflur og í efnahagslífinu. 27. janúar 2020 09:00 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Starfsframinn: Tíu ráð fyrir þá sem vilja ná lengra Ef þú værir sjálfstæður ráðgjafi eða starfaðir sem verktaki, í hverju myndu verkefnin þín þá felast? 3. febrúar 2020 09:00
Að setja sér markmið í starfi 2020: Þrjár skotheldar leiðir Fyrir hvað viltu vera þekkt/þekktur í starfi? Hvaða fimm atriði stóðu uppúr hjá þér árið 2019? Rúna Magnúsdóttir stofnandi The Change Makers hvetur fólk til að setja sér persónuleg markmið í starfi fyrir árið 2020. 23. janúar 2020 09:00
Ætti ég að skipta um starf? Þrjú atriði til umhugsunar Ert þú að velta fyrir þér að skipta um starfsvettvang? Hvers vegna? Er það til að þróa þig áfram, ná lengra í starfsframa eða ertu óánægð/ur í því starfi þar sem þú ert? Hér eru þrjú atriði sem gott er að hafa í huga áður en endanleg ákvörðun er tekin. 27. janúar 2020 10:00
Stjórnendastörf 2020: Árið í ráðningum lítur vel út Fyrirtæki gera kröfur um að fólk sem ráðið er í stjórnunarstörf sé vel upplýst um nýjungar í rekstri og atvinnulífi, hér heima og erlendis. Kynjahlutföll skipta meira máli nú en áður. Hreyfingar í stjórnunarstörfum endurspegla ekki alltaf sömu sveiflur og í efnahagslífinu. 27. janúar 2020 09:00