Vildi ekki gera laginu það að senda það í Söngvakeppnina Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 28. febrúar 2020 09:00 Tónlistamaðurinn knái Jón Þór Ólafsson sendi í seinustu viku frá sér plötuna Fölir Vangar. Mynd/Oddvar Hjartarson Tónlistarmaðurinn Jón Þór Ólafsson sendi í síðustu viku frá sér plötuna Fölir Vangar. Platan verður fyrst um sinn aðeins aðgengileg á Spotify, en mun koma út á vínyl í apríllok í hundrað eintökum. Platan mun fást í öllum helstu hljómplötubúðum sem og á tónleikum, og einnig verður hægt að panta hana á vefnum. Hljómplatan var hljóðrituð í Berlin frá hausti 2018 til síðla árs 2019, en Jón Þór bjó þá í Köln ásamt unnustu sinni og nýfæddu barni. „Ég bjó ásamt dóttur og unnustu allt seinasta ár í Köln og nágrenni þar sem við vorum mestmegnis í fæðingarorlofi. Ætlunin var ekki endilega að koma aftur heim til Íslands. En leigumarkaðurinn úti er erfiður og við bjuggum í hverfi sem var óneitanlega pínu „sjabbí“. Smá „ghettó.“ Mikið af fólki í lélegu ástandi með læti. Mjög forvitnilegt þó. Konur sem litu út eins og Jan Terri og sofandi dópistar með sprautunálar í lyftum lestarstöðva. Ekki það skemmtilegasta þegar maður er með lítið barn kannski,“ segir Jón Þór um gerð plötunnar. Fannst hann svíkja með enskum textum Um upptökustjórn og alla hljóðvinnslu sá Axel Flex Árnason, en þeir félagar hafa starfað saman áður undir heitinu Love & Fog, og þar áður í Dynamo Fog. Jón Þór var einnig í hljómsveitinni Lada Sport sem starfaði á árunum 2002 til 2008. Jón Þór og Axel unnu plötuna saman og spiluðu á flest öll hljóðfærin sjálfir. „Við höfum þekkst lengi og brallað ýmislegt í gegnum tíðina, til að mynda gerðum við rafpoppplötuna Army of Lovers undir nafninu Love & Fog árið 2018. Einn af mínum elstu vinum, Steingrímur Þórarinsson, spilaði nánast allan bassa á plötunni. Hann spilaði einnig á EP plötunni Frúin í Hamborg og var með mér í hljómsveitinni Isidor. Hekla Magnúsdóttir söng bakraddir í fjórum lögum og spilaði á þeremín í þremur lögum en hún spilaði einnig á þeremín á minni fyrstu plötu, Sérðu mig í lit? Ásdís María Viðarsdóttir söng bakraddir í þremur lögum og Friðrik Sigurbjörn Friðriksson, sem var með mér í Lada Sport, spilaði á bassa í lokalagi plötunnar.“ Jón Þór er ótrúlega ánægður með að vera fluttur aftur heim til Íslands. „Ég var líka alveg mjög þjáður af mígreni úti og er lagið Höfuðkransar einmitt að mestu leyti mýgrenissöngur. Ég var kominn með nýtt band þó í startholur í Köln og safnandi lagahugmyndum á ensku en semjandi á ensku fannst ég vera að svíkja sjálfan mig. Ég var líka búinn að taka upp helminginn af plötunni þá, sem var náttúrulega líka á íslensku og með aukinn fókus á íslenska texta en áður. Ég var feginn þegar við tókum ákvörðun um að flytja aftur heim til Íslands. Þá bókaði ég mig aftur til Berlínar og kláraði seinni helming plötunnar.“ Óður til Reykjavíkur Jón Þór segir að lagið „Reykjavíkurbrot“ sé næturljóð. „Smá óður til Reykjavíkur. Köld leiðandi melódía umvafin hlýju í lagi um von jafnt sem örvæntingu. Reykjavíkurkvöld eru bæði svo ótrúlega köld og svo hlý í senn. Örvæntingin getur líka verið svo falleg og lagið er í heild sinni einkonar hughreysting. “Þetta verður allt í lagi,“ svona rökkurútgáfan af „þetta reddast.“ Ómeðvituð tenging í eitt af mínum eftirlætis textabrotum „Of course I’ll be alright. I just had a bad night“ úr laginu Inside of Love með Nada Surf.“ Lagið Líkamar átti að vera Eurovision lag en Jón Þór hætti við eftir að sjá umræðuna á samfélagsmiðlum. „Það var samið í Janúar í pínulitlum bæ í Þýskalandi sem heitir Demerath. Við vorum nýflutt út og ég var að upplifa ákveðið „Íslands-fomo,“ óttann við að missa af, svo ég fékk þá hugmynd að gera lag sem ég gæti sent í Söngvakeppnina að ári, semsagt núna 2020. Svo að í janúarsnjónum í þýsku sveitinni varð til þetta „kitchí indígreddupopplag“ um heitar sumarástir. Síðan fylgdist ég vel með keppninni, bæði heima og úti, og skoðaði „óvart“ hvað skoðanaglatt fólk á samfélagsmiðlum og annars staðar hafði að segja um lögin í keppninni. Þar var farið frjálslega með ansi ljót lýsingarorðin svo ég komst að því að ég vildi ekki gera laginu mínu þetta, litla laginu sem ég samdi í sveitinni og þótti svo afar vænt um. Ég hætti snarlega við og fékk það í staðinn þægilegt sæti á plötunni minni.“ Tónlist Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Jón Þór Ólafsson sendi í síðustu viku frá sér plötuna Fölir Vangar. Platan verður fyrst um sinn aðeins aðgengileg á Spotify, en mun koma út á vínyl í apríllok í hundrað eintökum. Platan mun fást í öllum helstu hljómplötubúðum sem og á tónleikum, og einnig verður hægt að panta hana á vefnum. Hljómplatan var hljóðrituð í Berlin frá hausti 2018 til síðla árs 2019, en Jón Þór bjó þá í Köln ásamt unnustu sinni og nýfæddu barni. „Ég bjó ásamt dóttur og unnustu allt seinasta ár í Köln og nágrenni þar sem við vorum mestmegnis í fæðingarorlofi. Ætlunin var ekki endilega að koma aftur heim til Íslands. En leigumarkaðurinn úti er erfiður og við bjuggum í hverfi sem var óneitanlega pínu „sjabbí“. Smá „ghettó.“ Mikið af fólki í lélegu ástandi með læti. Mjög forvitnilegt þó. Konur sem litu út eins og Jan Terri og sofandi dópistar með sprautunálar í lyftum lestarstöðva. Ekki það skemmtilegasta þegar maður er með lítið barn kannski,“ segir Jón Þór um gerð plötunnar. Fannst hann svíkja með enskum textum Um upptökustjórn og alla hljóðvinnslu sá Axel Flex Árnason, en þeir félagar hafa starfað saman áður undir heitinu Love & Fog, og þar áður í Dynamo Fog. Jón Þór var einnig í hljómsveitinni Lada Sport sem starfaði á árunum 2002 til 2008. Jón Þór og Axel unnu plötuna saman og spiluðu á flest öll hljóðfærin sjálfir. „Við höfum þekkst lengi og brallað ýmislegt í gegnum tíðina, til að mynda gerðum við rafpoppplötuna Army of Lovers undir nafninu Love & Fog árið 2018. Einn af mínum elstu vinum, Steingrímur Þórarinsson, spilaði nánast allan bassa á plötunni. Hann spilaði einnig á EP plötunni Frúin í Hamborg og var með mér í hljómsveitinni Isidor. Hekla Magnúsdóttir söng bakraddir í fjórum lögum og spilaði á þeremín í þremur lögum en hún spilaði einnig á þeremín á minni fyrstu plötu, Sérðu mig í lit? Ásdís María Viðarsdóttir söng bakraddir í þremur lögum og Friðrik Sigurbjörn Friðriksson, sem var með mér í Lada Sport, spilaði á bassa í lokalagi plötunnar.“ Jón Þór er ótrúlega ánægður með að vera fluttur aftur heim til Íslands. „Ég var líka alveg mjög þjáður af mígreni úti og er lagið Höfuðkransar einmitt að mestu leyti mýgrenissöngur. Ég var kominn með nýtt band þó í startholur í Köln og safnandi lagahugmyndum á ensku en semjandi á ensku fannst ég vera að svíkja sjálfan mig. Ég var líka búinn að taka upp helminginn af plötunni þá, sem var náttúrulega líka á íslensku og með aukinn fókus á íslenska texta en áður. Ég var feginn þegar við tókum ákvörðun um að flytja aftur heim til Íslands. Þá bókaði ég mig aftur til Berlínar og kláraði seinni helming plötunnar.“ Óður til Reykjavíkur Jón Þór segir að lagið „Reykjavíkurbrot“ sé næturljóð. „Smá óður til Reykjavíkur. Köld leiðandi melódía umvafin hlýju í lagi um von jafnt sem örvæntingu. Reykjavíkurkvöld eru bæði svo ótrúlega köld og svo hlý í senn. Örvæntingin getur líka verið svo falleg og lagið er í heild sinni einkonar hughreysting. “Þetta verður allt í lagi,“ svona rökkurútgáfan af „þetta reddast.“ Ómeðvituð tenging í eitt af mínum eftirlætis textabrotum „Of course I’ll be alright. I just had a bad night“ úr laginu Inside of Love með Nada Surf.“ Lagið Líkamar átti að vera Eurovision lag en Jón Þór hætti við eftir að sjá umræðuna á samfélagsmiðlum. „Það var samið í Janúar í pínulitlum bæ í Þýskalandi sem heitir Demerath. Við vorum nýflutt út og ég var að upplifa ákveðið „Íslands-fomo,“ óttann við að missa af, svo ég fékk þá hugmynd að gera lag sem ég gæti sent í Söngvakeppnina að ári, semsagt núna 2020. Svo að í janúarsnjónum í þýsku sveitinni varð til þetta „kitchí indígreddupopplag“ um heitar sumarástir. Síðan fylgdist ég vel með keppninni, bæði heima og úti, og skoðaði „óvart“ hvað skoðanaglatt fólk á samfélagsmiðlum og annars staðar hafði að segja um lögin í keppninni. Þar var farið frjálslega með ansi ljót lýsingarorðin svo ég komst að því að ég vildi ekki gera laginu mínu þetta, litla laginu sem ég samdi í sveitinni og þótti svo afar vænt um. Ég hætti snarlega við og fékk það í staðinn þægilegt sæti á plötunni minni.“
Tónlist Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira