Gerrard og Suarez sendu Kroos SMS og reyndu að fá hann til Liverpool Anton Ingi Leifsson skrifar 25. febrúar 2020 18:00 Kroos í tapi Real gegn Levante um helgina. vísir/getty Toni Kroos, miðjumaður Real Madrid, segist hafa fengið skilaboð frá bæði Steven Gerrard og Luis Suarez sem reyndu að sannfæra hann um að koma til Liverpool árið 2014. Kroos var í viðtali hjá The Athletic þar sem hann ræddi um sumarið 2014 en það sumar ákvað hann að yfirgefa Bayern Munchen og róa á önnur mið. Mörg lið voru á eftir Kroos en hann segir að samningur við Manchester United hafi verið ansi langt kominn þegar David Moyes var svo rekinn í aprílmánuði 2014. „David Moyes hafði komið og horft á mig. Samningurinn var nánast tilbúinn en þá var Moyes rekinn og Van Gaal kom inn sem breytti öllu,“ sagði sá þýski. Manchester United nearly signed Toni Kroos in 2014. Then Moyes was fired, Real Madrid called and Kroos went. pic.twitter.com/GYyRrW9dYt— B/R Football (@brfootball) February 25, 2020 „Louis vildi byggja hans lið. Ég heyrði ekkert frá United í smá tíma og byrjaði að efast. Síðan byrjaði HM og Ancelotti hringdi. Svo gerðist það,“ en hann gekk svo í raðir Real Madrid. United var ekki eina liðið á Englandi sem vildi fá Kroos árið 2014 en leikmenn Liverpool gerðu sitt. „Þeir sögðu þetta ekki hreint út en þeir sögðust vera tilbúnir í að segja mér meira um félagið. Það fyndna við þetta var að Suarez var að fara til Barcelona,“ sagði sá þýski. Hann hefur leikið með Real Madrid síðan þá. Hann hefur unnið Meistaradeildina í þrígang og spænsku deildina einu sinni. Real spilar gegn Manchester City í Meistaradeildinni annað kvöld. Fyrri leikurinn fer fram á Bernabeu en leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Real Madrid midfielder Toni Kroos has said he held transfer talks with Liverpool in 2014. “It wasn’t a straight chat-up line but they offered to tell me more about the club and so on.”pic.twitter.com/DdQiR1RNEE— Anfield Watch (@AnfieldWatch) February 25, 2020 Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Íslenski boltinn Arsenal á toppinn Enski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn Chelsea - Liverpool | Stórleikur á Brúnni Enski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Körfubolti Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Fleiri fréttir Chelsea - Liverpool | Stórleikur á Brúnni Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Sjá meira
Toni Kroos, miðjumaður Real Madrid, segist hafa fengið skilaboð frá bæði Steven Gerrard og Luis Suarez sem reyndu að sannfæra hann um að koma til Liverpool árið 2014. Kroos var í viðtali hjá The Athletic þar sem hann ræddi um sumarið 2014 en það sumar ákvað hann að yfirgefa Bayern Munchen og róa á önnur mið. Mörg lið voru á eftir Kroos en hann segir að samningur við Manchester United hafi verið ansi langt kominn þegar David Moyes var svo rekinn í aprílmánuði 2014. „David Moyes hafði komið og horft á mig. Samningurinn var nánast tilbúinn en þá var Moyes rekinn og Van Gaal kom inn sem breytti öllu,“ sagði sá þýski. Manchester United nearly signed Toni Kroos in 2014. Then Moyes was fired, Real Madrid called and Kroos went. pic.twitter.com/GYyRrW9dYt— B/R Football (@brfootball) February 25, 2020 „Louis vildi byggja hans lið. Ég heyrði ekkert frá United í smá tíma og byrjaði að efast. Síðan byrjaði HM og Ancelotti hringdi. Svo gerðist það,“ en hann gekk svo í raðir Real Madrid. United var ekki eina liðið á Englandi sem vildi fá Kroos árið 2014 en leikmenn Liverpool gerðu sitt. „Þeir sögðu þetta ekki hreint út en þeir sögðust vera tilbúnir í að segja mér meira um félagið. Það fyndna við þetta var að Suarez var að fara til Barcelona,“ sagði sá þýski. Hann hefur leikið með Real Madrid síðan þá. Hann hefur unnið Meistaradeildina í þrígang og spænsku deildina einu sinni. Real spilar gegn Manchester City í Meistaradeildinni annað kvöld. Fyrri leikurinn fer fram á Bernabeu en leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Real Madrid midfielder Toni Kroos has said he held transfer talks with Liverpool in 2014. “It wasn’t a straight chat-up line but they offered to tell me more about the club and so on.”pic.twitter.com/DdQiR1RNEE— Anfield Watch (@AnfieldWatch) February 25, 2020
Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Íslenski boltinn Arsenal á toppinn Enski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn Chelsea - Liverpool | Stórleikur á Brúnni Enski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Körfubolti Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Fleiri fréttir Chelsea - Liverpool | Stórleikur á Brúnni Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Sjá meira