Guðlaugur Þór ræddi mannréttindi við utanríkisráðherra Sádi-Arabíu Heimsljós kynnir 25. febrúar 2020 11:15 Frá fundi utanríkisráðherra Íslands og Sádi-Arabíu í Genf í gær. Utanríkisráðuneytið Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra skoraði á utanríkisráðherra Sádi-Arabíu að láta baráttufólk fyrir mannréttindum tafarlaust úr haldi á fundi þeirra í Genf síðdegis í gær. Guðlaugur Þór tekur þátt í 43. lotu mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna sem hófst í gær. Hann átti einnig fundi með fulltrúum Sameinuðu þjóðanna og annarra ríkja. Utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra var í gærmorgun viðstaddur opnun 43. lotu mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna. Er þetta í fjórða sinn sem Guðlaugur Þór tekur þátt í ráðherralotu ráðsins en hann var fyrsti íslenski ráðherrann til þess. Um eitt hundrað leiðtogar og ráðherrar eru viðstaddir fundi ráðsins í vikunni. Guðlaugur Þór Þórðarson og Katrin Eggenberger, utanríkisráðherra Liechtenstein. Guðlaugur átti einnig fundi með fulltrúum Sameinuðu þjóðanna og annarra ríkja. Á fundi með Faisal Bin Farhan Alsaud, utanríkisráðherra Sádí-Arabíu, ræddi hann sérstaklega stöðu mannréttindamála þar í landi. „Ísland leiddi gagnrýni 36 ríkja á sádiarabísk stjórnvöld fyrir um ári síðan, sem vakti athygli víða um heim. Mér fannst mikilvægt að fá tækifæri til að halda þeim sjónarmiðum á lofti með beinum hætti enda er mikilvægt að geta rætt málin jafnvel þótt mikið beri á milli,“ sagði Guðlaugur Þór að fundi loknum. „Ég hvatti ráðherrann til að halda áfram úrbótum á stöðu kvenna í ríkinu og sleppa umsvifalaust baráttufólki fyrir mannréttindum sem situr í fangelsi.“ Guðlaugur Þór átti einnig fundi með Katrin Eggenberger, utanríkisráðherra Liechtenstein, þar sem þau ræddu stöðu fríverslunarviðræðna EFTA, mikilvægi EES-samstarfsins og mögulega samvinnu í tengslum við framtíðarsamning við Bretland. Þá hittust þeir Vadym Prystaiko, utanríkisráðherra Úkraínu, og lýsti Guðlaugur Þór yfir áframhaldandi stuðningi íslenskra stjórnvalda við málstað Úkraínu á fundi þeirra. Guðlaugur Þór Þórðarson og Filippo Grandi, frkvstjóri UNHCR Síðdegis í gær undirrituðu utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra og Filippo Grandi, framkvæmdastjóri Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNHCR), samkomulag um áframhaldandi kjarnaframlög Íslands til stofnunarinnar. Samkomulagið gildir út árið 2023 og felur í sér samtals tvær milljónir Bandaríkjadala eða 255 milljónir króna í kjarnaframlag á fjögurra ára tímabili. Framlög til einstakra verkefna koma til viðbótar við kjarnaframlag og undanfarin fimm ár hefur Ísland lagt stofnuninni til 648 milljónir króna í heildina. UNHCR vinnur að velferð flóttamanna í 134 ríkjum en um þessar mundir hafa um 75 milljónir manna flúið heimili sín, flestir vegna átaka. UNHCR er einnig helsta samstarfsstofnun Íslands við móttöku kvótaflóttamanna sem voru 75 talsins árið 2019 og verða 85 á þessu ári. Guðlaugur Þór Þórðarson og Vadym Prystaiko, utanríkisráðherra Úkraínu Þá opnaði Guðlaugur Þór sýningu íslenskra listamanna í húsakynnum Sameinuðu þjóðanna í Genf sem endurspeglar tengsl mannréttinda og listar. Sýningarstjóri er Ásthildur Jónsdóttir og auk hennar eiga verk á sýningunni þau Anna Júlía Friðbjörnsdóttir, Anna Líndal, Guðmundur Elías Knudsen, Jóna Hlíf Halldórsdóttir og Kristín Gunnlaugsdóttir. Guðlaugur Þór tók einnig þátt í fundi bandalags stuðningsríkja fjölþjóðasamvinnu þar sem fjallað var um mikilvægi mannúðarlaga og baráttuna gegn refsileysi. Utanríkisráðherrar Þýskalands og Frakklands stóðu fyrir fundinum. 43. fundalota mannréttindaráðsins var sett í gær. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi , upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra skoraði á utanríkisráðherra Sádi-Arabíu að láta baráttufólk fyrir mannréttindum tafarlaust úr haldi á fundi þeirra í Genf síðdegis í gær. Guðlaugur Þór tekur þátt í 43. lotu mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna sem hófst í gær. Hann átti einnig fundi með fulltrúum Sameinuðu þjóðanna og annarra ríkja. Utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra var í gærmorgun viðstaddur opnun 43. lotu mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna. Er þetta í fjórða sinn sem Guðlaugur Þór tekur þátt í ráðherralotu ráðsins en hann var fyrsti íslenski ráðherrann til þess. Um eitt hundrað leiðtogar og ráðherrar eru viðstaddir fundi ráðsins í vikunni. Guðlaugur Þór Þórðarson og Katrin Eggenberger, utanríkisráðherra Liechtenstein. Guðlaugur átti einnig fundi með fulltrúum Sameinuðu þjóðanna og annarra ríkja. Á fundi með Faisal Bin Farhan Alsaud, utanríkisráðherra Sádí-Arabíu, ræddi hann sérstaklega stöðu mannréttindamála þar í landi. „Ísland leiddi gagnrýni 36 ríkja á sádiarabísk stjórnvöld fyrir um ári síðan, sem vakti athygli víða um heim. Mér fannst mikilvægt að fá tækifæri til að halda þeim sjónarmiðum á lofti með beinum hætti enda er mikilvægt að geta rætt málin jafnvel þótt mikið beri á milli,“ sagði Guðlaugur Þór að fundi loknum. „Ég hvatti ráðherrann til að halda áfram úrbótum á stöðu kvenna í ríkinu og sleppa umsvifalaust baráttufólki fyrir mannréttindum sem situr í fangelsi.“ Guðlaugur Þór átti einnig fundi með Katrin Eggenberger, utanríkisráðherra Liechtenstein, þar sem þau ræddu stöðu fríverslunarviðræðna EFTA, mikilvægi EES-samstarfsins og mögulega samvinnu í tengslum við framtíðarsamning við Bretland. Þá hittust þeir Vadym Prystaiko, utanríkisráðherra Úkraínu, og lýsti Guðlaugur Þór yfir áframhaldandi stuðningi íslenskra stjórnvalda við málstað Úkraínu á fundi þeirra. Guðlaugur Þór Þórðarson og Filippo Grandi, frkvstjóri UNHCR Síðdegis í gær undirrituðu utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra og Filippo Grandi, framkvæmdastjóri Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNHCR), samkomulag um áframhaldandi kjarnaframlög Íslands til stofnunarinnar. Samkomulagið gildir út árið 2023 og felur í sér samtals tvær milljónir Bandaríkjadala eða 255 milljónir króna í kjarnaframlag á fjögurra ára tímabili. Framlög til einstakra verkefna koma til viðbótar við kjarnaframlag og undanfarin fimm ár hefur Ísland lagt stofnuninni til 648 milljónir króna í heildina. UNHCR vinnur að velferð flóttamanna í 134 ríkjum en um þessar mundir hafa um 75 milljónir manna flúið heimili sín, flestir vegna átaka. UNHCR er einnig helsta samstarfsstofnun Íslands við móttöku kvótaflóttamanna sem voru 75 talsins árið 2019 og verða 85 á þessu ári. Guðlaugur Þór Þórðarson og Vadym Prystaiko, utanríkisráðherra Úkraínu Þá opnaði Guðlaugur Þór sýningu íslenskra listamanna í húsakynnum Sameinuðu þjóðanna í Genf sem endurspeglar tengsl mannréttinda og listar. Sýningarstjóri er Ásthildur Jónsdóttir og auk hennar eiga verk á sýningunni þau Anna Júlía Friðbjörnsdóttir, Anna Líndal, Guðmundur Elías Knudsen, Jóna Hlíf Halldórsdóttir og Kristín Gunnlaugsdóttir. Guðlaugur Þór tók einnig þátt í fundi bandalags stuðningsríkja fjölþjóðasamvinnu þar sem fjallað var um mikilvægi mannúðarlaga og baráttuna gegn refsileysi. Utanríkisráðherrar Þýskalands og Frakklands stóðu fyrir fundinum. 43. fundalota mannréttindaráðsins var sett í gær. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi , upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent