Forsætisráðherra Malasíu segir af sér Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. febrúar 2020 07:36 Mahathir Mohamad hefur lengi verið áberandi í malasískum stjórnmálum. vísir/getty Mahathir Mohamad, forsætisráðherra Malasíu, hefur sagt af sér. Að því er fram kemur á vef Guardian kemur afsögn hans í kjölfar ásakana um að hann hafi svikið loforð um að færa völdin til arftaka síns, Anwar Ibrahim. Mahathir er 94 ára gamall og elsti forsætisráðherra heims. Hann vann óvæntan sigur í þingkosningum í Malasíu árið 2018 eftir að mikið spillingarmál skók UMNO-flokkinn (United Malays National Organisation) sem verið hafði verið við völd í landinu í áratugi. Mahathir fór fram í kosningunum 2018 fyrir Bersatu-flokkinn. Anwar, sem áður hafði verið pólitískur andstæðingur Mahathir, myndaði bandalag með honum í kosningunum 2018 gegn loforði um að hann yrði forsætisráðherra síðar á kjörtímabilinu. Ekki er ljóst hvort að afsögn Mahathir nú leiði til þess að boðað verði til kosninga í landinu en Anwar setti fram ásakanir sínar um svikin loforð eftir að fulltrúar úr bandalagi þeirra Mahathir funduðu með félögum úr UMNO-flokknum um helgina. Sagði Anwar að flokkur Mahathir og svikarar sem þar væru, væru að skipuleggja breytingar á bandalaginu sem á endanum myndi þýða að hann fengi ekki forsætisráðherrastólinn. „Við vitum að það er verið að reyna að brjóta niður PH-bandalagið og mynda nýja ríkisstjórn,“ sagði Anwar en PH stendur fyrir Pakatan Harape eða Vonarbandalagið. Mahathir hefur lengi verið áberandi í malasískum stjórnmálum. Hann var leiðtogi UMNO-flokksins frá 1981 til 2003 og forsætisráðherra Malasíu á sama tímabili. Malasía Tengdar fréttir Réttað yfir fyrrverandi forsætisráðherra Malasíu Hann er sakaður um að hafa skotið undan tugum milljarða króna úr opinberum fjárfestingarsjóði. 3. apríl 2019 08:38 Glerpíanó, týndir milljarðar og Hollywood-stjörnur í einu stærsta fjársvikamáli sögunnar Picasso-málverk, glerpíanó, lúxussnekkjur og týndir milljarðar koma við sögu í einhverju stærsta fjársvikamáli sögunnar, en í dag áttu að hefjast réttarhöld yfir fyrrverandi forsætisráðherra Malasíu, Najib Razak, vegna málsins. 13. febrúar 2019 09:30 Selja illa fengna snekkju Jho Low með helmingsafslætti Malasísk stjórnvöld hafa fallist á að selja ofursnekkju, sem talið er að hafi verið keypt fyrir opinbert fé, fyrir 126 milljónir dala, 15 milljarða íslenskra króna. 3. apríl 2019 12:12 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Fleiri fréttir Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Sjá meira
Mahathir Mohamad, forsætisráðherra Malasíu, hefur sagt af sér. Að því er fram kemur á vef Guardian kemur afsögn hans í kjölfar ásakana um að hann hafi svikið loforð um að færa völdin til arftaka síns, Anwar Ibrahim. Mahathir er 94 ára gamall og elsti forsætisráðherra heims. Hann vann óvæntan sigur í þingkosningum í Malasíu árið 2018 eftir að mikið spillingarmál skók UMNO-flokkinn (United Malays National Organisation) sem verið hafði verið við völd í landinu í áratugi. Mahathir fór fram í kosningunum 2018 fyrir Bersatu-flokkinn. Anwar, sem áður hafði verið pólitískur andstæðingur Mahathir, myndaði bandalag með honum í kosningunum 2018 gegn loforði um að hann yrði forsætisráðherra síðar á kjörtímabilinu. Ekki er ljóst hvort að afsögn Mahathir nú leiði til þess að boðað verði til kosninga í landinu en Anwar setti fram ásakanir sínar um svikin loforð eftir að fulltrúar úr bandalagi þeirra Mahathir funduðu með félögum úr UMNO-flokknum um helgina. Sagði Anwar að flokkur Mahathir og svikarar sem þar væru, væru að skipuleggja breytingar á bandalaginu sem á endanum myndi þýða að hann fengi ekki forsætisráðherrastólinn. „Við vitum að það er verið að reyna að brjóta niður PH-bandalagið og mynda nýja ríkisstjórn,“ sagði Anwar en PH stendur fyrir Pakatan Harape eða Vonarbandalagið. Mahathir hefur lengi verið áberandi í malasískum stjórnmálum. Hann var leiðtogi UMNO-flokksins frá 1981 til 2003 og forsætisráðherra Malasíu á sama tímabili.
Malasía Tengdar fréttir Réttað yfir fyrrverandi forsætisráðherra Malasíu Hann er sakaður um að hafa skotið undan tugum milljarða króna úr opinberum fjárfestingarsjóði. 3. apríl 2019 08:38 Glerpíanó, týndir milljarðar og Hollywood-stjörnur í einu stærsta fjársvikamáli sögunnar Picasso-málverk, glerpíanó, lúxussnekkjur og týndir milljarðar koma við sögu í einhverju stærsta fjársvikamáli sögunnar, en í dag áttu að hefjast réttarhöld yfir fyrrverandi forsætisráðherra Malasíu, Najib Razak, vegna málsins. 13. febrúar 2019 09:30 Selja illa fengna snekkju Jho Low með helmingsafslætti Malasísk stjórnvöld hafa fallist á að selja ofursnekkju, sem talið er að hafi verið keypt fyrir opinbert fé, fyrir 126 milljónir dala, 15 milljarða íslenskra króna. 3. apríl 2019 12:12 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Fleiri fréttir Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Sjá meira
Réttað yfir fyrrverandi forsætisráðherra Malasíu Hann er sakaður um að hafa skotið undan tugum milljarða króna úr opinberum fjárfestingarsjóði. 3. apríl 2019 08:38
Glerpíanó, týndir milljarðar og Hollywood-stjörnur í einu stærsta fjársvikamáli sögunnar Picasso-málverk, glerpíanó, lúxussnekkjur og týndir milljarðar koma við sögu í einhverju stærsta fjársvikamáli sögunnar, en í dag áttu að hefjast réttarhöld yfir fyrrverandi forsætisráðherra Malasíu, Najib Razak, vegna málsins. 13. febrúar 2019 09:30
Selja illa fengna snekkju Jho Low með helmingsafslætti Malasísk stjórnvöld hafa fallist á að selja ofursnekkju, sem talið er að hafi verið keypt fyrir opinbert fé, fyrir 126 milljónir dala, 15 milljarða íslenskra króna. 3. apríl 2019 12:12