Enski boltinn

Agu­ero þurfti hjálp með enskuna í við­tali eftir bikar­sigurinn | Mynd­band

Anton Ingi Leifsson skrifar
Aguero fagnar sigurmarkinu í gær.
Aguero fagnar sigurmarkinu í gær. vísir/getty

Þrátt fyrir að hafa verið búsettur á Englandi í tæp níu ár þá er enskan ekki upp á tíu hjá argentíska framherjanum, Sergio Aguero.

Aguero skoraði eina mark gærdagsins er ríkjandi meistarar í enska bikarnum, City, unnu 1-0 sigur á Sheffield Wednesday. Markið kom í upphafi síðari hálfleiks.

Eftir leikinn var Aguero gripinn í viðtal hjá BBC og hann átti erfitt með að koma upp orðunum þegar hann ætlaði að hrósa Wednesday fyrir sína frammistöðu í leiknum.



Ekki er vitað hver stendur við hlið Aguero í myndbandinu en hann hjálpaði framherjanum að koma þeim orðum að Sheffield myndi gera það gott í ensku B-deildinni á komandi leiktíð.

Aguero gekk í raðir City sumarið 2011 og hefur síðan þá raðað inn mörkum fyrir félagið. Einnig hefur liðið unnið fjöldann allan af titlum en enskan hefur setið á hakanum hjá þessum magnaða framherja.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×