Stafræn þróun: Um þrjú þúsund manns tekið próf í stafrænni hæfni Rakel Sveinsdóttir skrifar 4. mars 2020 10:00 Selma Kristjánsdóttir, starfar á Þróunarsviði VR, segir markmið prófsins vera að fólk geti kortlagt sína eigin stafrænu hæfni. Vísir/Vilhelm Samkvæmt gögnum sem VR tók saman fyrir Atvinnulífið á Vísi sýna megin niðurstöður prófs um stafræna hæfni fólks að aðeins 3,5% teljast til stafrænna byrjenda á meðan tæplega þriðjungur svarenda teljast vera stafrænir kandídatar. Að teljast stafrænn kandídat þýðir að viðkomandi beitir rökhugsun til að greina og leysa úr vandamálum sem upp geta komið í stafrænu umhverfi. Á Íslandi er talið að allt að þriðjungur starfa á Íslandi muni breytast á næstu árum með fjórðu iðnbyltingunni. Með því að taka prófið gefst svarendum tækifæri á að kortleggja sína eigin hæfni og sjá á hvaða sviðum viðkomandi ætti helst að reyna að bæta sig. Prófið sem hér um getur byggir á dönskum grunni og nefnist „Stafræna hæfnihjólið.“ Það er búið til af Center for digital dannelse sem frá árinu 2009 hefur einbeitt sér að málefnum er varða stafræna hæfni og fræðslu því tengdu. Stafræna hæfnihjólið er fjármagnað af DIGCOMP sem er stórt rannsóknarverkefni hjá Evrópusambandinu. Frá 26. nóvember síðastliðnum hefur fólk getað tekið prófið á íslensku í gegnum vefsíðu VR. Prófið er öllum opið og hafa um þrjú þúsund manns þegar svarað því á íslensku. Flestir í þeim hópi starfa í upplýsingageiranum, stjórnun sölu- og markaðsmála og skrifstofustörfum. Í dag fjallar Atvinnulífið á Vísi um stafræna þróun miðað við stöðuna á Íslandi í dag. Um 76% svarenda í þremur efstu flokkunum Að sögn Selmu Kristjánsdóttur, sem starfar á Þróunarsviði hjá VR, er markmið prófsins að fólk geti kortlagt sína eigin hæfni og fengið betri sýn á þá þætti sem flokkast almennt undir stafræna hæfni. Í niðurstöðum geta svarendur borið sig saman við aðra sem starfa í sömu eða svipaðri starfsgrein. Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd, teljast 29,2% vera stafrænir kandídatar. Á mynd má sjá hvernig svarendur prófsins dreifast í mismunandi flokka stafrænnar hæfni.Vísir/VR Skilgreiningin á stafrænum kandídat er: Getur t.d. rökrætt og sett fram spurningar um stafræn hugtök og hefur sjálfstæði til að prófa sig áfram með nýja tækni. Beitir rökhugsun við greiningu og lausn vandamála, og getur til dæmis brotið stafrænt fyrirbæri niður í smærri hluta og unnið sig í gegnum þá skref fyrir skref. Næst á eftir eru það stafrænir lektorar en 26,5% svarenda falla í þann hóp. Í þriðja og fjórða sæti eru það stafrænn prófessor sem eru 20,2% svarenda og síðan stafrænn bachelor sem 15% svarenda mælast. Svörin byggja á stöðunni eins og hún er í dag og miða við þá sem þegar hafa svarað. Stafræn hæfni skiptist í fjóra meginþætti Til að átta sig á því hvað hver flokkur þýðir eru niðurstöður birtar sem píramídi. Efst er þá stafrænn prófessor og neðst stafrænn byrjandi. Því hærra sem stigafjöldi svarenda er, því ofar í píramída mælist hæfnin. Svarendur prófsins sjá í hvaða flokki þeir teljast með sína stafrænu hæfni á mynd sem birtist sem píramídi. Efst eru þeir sem teljast með flest stig eða mestu hæfnina og síðan koll af kolli. Í þeim megin niðurstöðum sem nú má lesa úr prófinu má sjá að flestir teljast vera stafrænir kandídatar.Vísir/VR Prófið metur hæfni á 16 mismunandi sviðum stafrænnar hæfni sem skilgreinist í fjóra meginþætti. Þessir fjórir meginþættir stafrænnar hæfni eru öryggi, upplýsingar, samskipti og framkvæmd. Auk niðurstaðna um stafræna hæfni fær þátttakandinn ráðleggingar um á hvaða sviðum hann megi bæta sig og tillögur um hvernig það skal gert. Mikilvægustu hæfnisviðin Prófið mælir það líka hvað svarendum finnst vera mikilvægustu hæfnissviðin. Þar vekur það athygli að samkvæmt niðurstöðum þeirra sem þegar hafa tekið prófið er upplýsingagjöf og stafræn samvinna mun mikilvægari en gagnavernd eða umsjón persónuupplýsinga. Til að mynda mælist umsjón persónuupplýsinga aðeins 3,9% í stigagjöf. Athygli vekur að umsjón persónugagna virðist ekki mælast mjög mikilvæg fólki í samanburði við ýmiss önnur atriði.Vísir/VR Aðspurð segir Selma ekki vita til þess að eitthvert eitt starfssvið standi hallari fæti miðað við önnur. „Við erum ekki að skoða hvaða hópar eru að falla í flokkana Stafrænn byrjandi og Stafrænn nemandi, enda sýna tölurnar okkur að það séu innan við 10% þátttakenda.“ Hægt er að taka prófið með því að smella hér og segir Selma fólk geta tekið prófið aftur og aftur því það eigi við um fólk eins og tæknina að við uppfærumst í þekkingu og getu. Þannig getur hæfnin okkar aukist á milli mánaða og ára. Tengdar fréttir „Computer says no“: Of algengt að viðskiptavinurinn sé ekki settur í fyrsta sæti Að mati Guðrúnar Ragnarsdóttur ráðgjafa og einum eiganda Strategíu snýst innleiðing á stafrænni þjónustu ekki um tækni heldur þarfir viðskiptavinarins. Hér er farið yfir helstu mistök fyrirtækja og stofnana við innleiðingu en í dag fjallar Atvinnulífið um stafræna þróun miðað við stöðuna í dag. 4. mars 2020 11:00 Stafræn þróun: Ríkið mun spara tæplega tíu milljarða á ári Á næstu þremur til fimm árum er áætlað að ríkið spari um 9,6 milljarða á ári í kjölfar innleiðingar á stafrænni þjónustu. Atvinnulífið mun upplifa margvíslegar breytingar á þessu ári í samskiptum sínum við hið opinbera. Í dag mun Atvinnulífið á Vísi fjalla um stafræna þróun á Íslandi miðað við stöðuna í dag. 4. mars 2020 08:45 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Fleiri fréttir „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Samkvæmt gögnum sem VR tók saman fyrir Atvinnulífið á Vísi sýna megin niðurstöður prófs um stafræna hæfni fólks að aðeins 3,5% teljast til stafrænna byrjenda á meðan tæplega þriðjungur svarenda teljast vera stafrænir kandídatar. Að teljast stafrænn kandídat þýðir að viðkomandi beitir rökhugsun til að greina og leysa úr vandamálum sem upp geta komið í stafrænu umhverfi. Á Íslandi er talið að allt að þriðjungur starfa á Íslandi muni breytast á næstu árum með fjórðu iðnbyltingunni. Með því að taka prófið gefst svarendum tækifæri á að kortleggja sína eigin hæfni og sjá á hvaða sviðum viðkomandi ætti helst að reyna að bæta sig. Prófið sem hér um getur byggir á dönskum grunni og nefnist „Stafræna hæfnihjólið.“ Það er búið til af Center for digital dannelse sem frá árinu 2009 hefur einbeitt sér að málefnum er varða stafræna hæfni og fræðslu því tengdu. Stafræna hæfnihjólið er fjármagnað af DIGCOMP sem er stórt rannsóknarverkefni hjá Evrópusambandinu. Frá 26. nóvember síðastliðnum hefur fólk getað tekið prófið á íslensku í gegnum vefsíðu VR. Prófið er öllum opið og hafa um þrjú þúsund manns þegar svarað því á íslensku. Flestir í þeim hópi starfa í upplýsingageiranum, stjórnun sölu- og markaðsmála og skrifstofustörfum. Í dag fjallar Atvinnulífið á Vísi um stafræna þróun miðað við stöðuna á Íslandi í dag. Um 76% svarenda í þremur efstu flokkunum Að sögn Selmu Kristjánsdóttur, sem starfar á Þróunarsviði hjá VR, er markmið prófsins að fólk geti kortlagt sína eigin hæfni og fengið betri sýn á þá þætti sem flokkast almennt undir stafræna hæfni. Í niðurstöðum geta svarendur borið sig saman við aðra sem starfa í sömu eða svipaðri starfsgrein. Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd, teljast 29,2% vera stafrænir kandídatar. Á mynd má sjá hvernig svarendur prófsins dreifast í mismunandi flokka stafrænnar hæfni.Vísir/VR Skilgreiningin á stafrænum kandídat er: Getur t.d. rökrætt og sett fram spurningar um stafræn hugtök og hefur sjálfstæði til að prófa sig áfram með nýja tækni. Beitir rökhugsun við greiningu og lausn vandamála, og getur til dæmis brotið stafrænt fyrirbæri niður í smærri hluta og unnið sig í gegnum þá skref fyrir skref. Næst á eftir eru það stafrænir lektorar en 26,5% svarenda falla í þann hóp. Í þriðja og fjórða sæti eru það stafrænn prófessor sem eru 20,2% svarenda og síðan stafrænn bachelor sem 15% svarenda mælast. Svörin byggja á stöðunni eins og hún er í dag og miða við þá sem þegar hafa svarað. Stafræn hæfni skiptist í fjóra meginþætti Til að átta sig á því hvað hver flokkur þýðir eru niðurstöður birtar sem píramídi. Efst er þá stafrænn prófessor og neðst stafrænn byrjandi. Því hærra sem stigafjöldi svarenda er, því ofar í píramída mælist hæfnin. Svarendur prófsins sjá í hvaða flokki þeir teljast með sína stafrænu hæfni á mynd sem birtist sem píramídi. Efst eru þeir sem teljast með flest stig eða mestu hæfnina og síðan koll af kolli. Í þeim megin niðurstöðum sem nú má lesa úr prófinu má sjá að flestir teljast vera stafrænir kandídatar.Vísir/VR Prófið metur hæfni á 16 mismunandi sviðum stafrænnar hæfni sem skilgreinist í fjóra meginþætti. Þessir fjórir meginþættir stafrænnar hæfni eru öryggi, upplýsingar, samskipti og framkvæmd. Auk niðurstaðna um stafræna hæfni fær þátttakandinn ráðleggingar um á hvaða sviðum hann megi bæta sig og tillögur um hvernig það skal gert. Mikilvægustu hæfnisviðin Prófið mælir það líka hvað svarendum finnst vera mikilvægustu hæfnissviðin. Þar vekur það athygli að samkvæmt niðurstöðum þeirra sem þegar hafa tekið prófið er upplýsingagjöf og stafræn samvinna mun mikilvægari en gagnavernd eða umsjón persónuupplýsinga. Til að mynda mælist umsjón persónuupplýsinga aðeins 3,9% í stigagjöf. Athygli vekur að umsjón persónugagna virðist ekki mælast mjög mikilvæg fólki í samanburði við ýmiss önnur atriði.Vísir/VR Aðspurð segir Selma ekki vita til þess að eitthvert eitt starfssvið standi hallari fæti miðað við önnur. „Við erum ekki að skoða hvaða hópar eru að falla í flokkana Stafrænn byrjandi og Stafrænn nemandi, enda sýna tölurnar okkur að það séu innan við 10% þátttakenda.“ Hægt er að taka prófið með því að smella hér og segir Selma fólk geta tekið prófið aftur og aftur því það eigi við um fólk eins og tæknina að við uppfærumst í þekkingu og getu. Þannig getur hæfnin okkar aukist á milli mánaða og ára.
Tengdar fréttir „Computer says no“: Of algengt að viðskiptavinurinn sé ekki settur í fyrsta sæti Að mati Guðrúnar Ragnarsdóttur ráðgjafa og einum eiganda Strategíu snýst innleiðing á stafrænni þjónustu ekki um tækni heldur þarfir viðskiptavinarins. Hér er farið yfir helstu mistök fyrirtækja og stofnana við innleiðingu en í dag fjallar Atvinnulífið um stafræna þróun miðað við stöðuna í dag. 4. mars 2020 11:00 Stafræn þróun: Ríkið mun spara tæplega tíu milljarða á ári Á næstu þremur til fimm árum er áætlað að ríkið spari um 9,6 milljarða á ári í kjölfar innleiðingar á stafrænni þjónustu. Atvinnulífið mun upplifa margvíslegar breytingar á þessu ári í samskiptum sínum við hið opinbera. Í dag mun Atvinnulífið á Vísi fjalla um stafræna þróun á Íslandi miðað við stöðuna í dag. 4. mars 2020 08:45 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Fleiri fréttir „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
„Computer says no“: Of algengt að viðskiptavinurinn sé ekki settur í fyrsta sæti Að mati Guðrúnar Ragnarsdóttur ráðgjafa og einum eiganda Strategíu snýst innleiðing á stafrænni þjónustu ekki um tækni heldur þarfir viðskiptavinarins. Hér er farið yfir helstu mistök fyrirtækja og stofnana við innleiðingu en í dag fjallar Atvinnulífið um stafræna þróun miðað við stöðuna í dag. 4. mars 2020 11:00
Stafræn þróun: Ríkið mun spara tæplega tíu milljarða á ári Á næstu þremur til fimm árum er áætlað að ríkið spari um 9,6 milljarða á ári í kjölfar innleiðingar á stafrænni þjónustu. Atvinnulífið mun upplifa margvíslegar breytingar á þessu ári í samskiptum sínum við hið opinbera. Í dag mun Atvinnulífið á Vísi fjalla um stafræna þróun á Íslandi miðað við stöðuna í dag. 4. mars 2020 08:45