Konur eru ekki frávik frá reglu karlmanna Heimsljós kynnir 2. mars 2020 16:00 António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna ætlar að berjast fyrir jafnrétti síðustu tvö árin í embætti. SÞ António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hefur heitið því að beita persónulegum áhrifum sínum í þágu jafnréttis kynjanna, þar á meðal til höfuðs lögbundinni kynferðislegri mismunun, fyrir þátttöku kvenna í friðarviðleitni og að tekið verði tillit til ólaunaðra starfa á heimilum í reikningi þjóðarframleiðslu. Að sögn upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna (UNRIC) flutti aðalframkvæmdastjórinn ræðu um þemað „Konur og vald” í háskóla í New York. António Guterres, sem á tvö ár eftir í embætti, kvaðst nota þann tíma til að „dýpka persónulega skuldbindingu mína til þess að vekja athygli á og vinna í þágu jafnréttis kynjanna í öllu okkar starfi.” Guterres kvaðst persónulega ætla að hafa samband við ríkisstjórnir sem bera ábyrgð á lagasetningu, sem felur í sér mismunun, til að tala máli breytinga. Einnig kvaðst hann munu beita áhrifum Sameinuðu þjóðanna í því skyni að konur hafi jafn marga fulltrúa og karlar í friðarferlum. „Þá mun ég beita mér fyrir því að þjóðarframleiðsla taki tillit til velfarnaðar og sjálfbærni og að ólaunuð heimilisstörf verði metin að verðleikum,” sagði Guterres. „Ég er staðráðinn í að binda enda á þá hugsun að karlmaðurinn sé skapalón alls innan Sameinuðu þjóðanna. Við erum samtök sem byggjum mjög á tölfræði og það er þýðingarmikið að gengið sé út frá því að karlar séu ekki reglan og konur frávik.” Guterres lauk ræðu sinni með því að segja: „Jafnrétti kynjanna snýst um völd; völd sem karlar hafa notið einir um árþúsundir. 21. öldin á að vera öld jafnréttis kvenna. Við skulum öll leggja okkar lóð á vogarskálarnar.“ Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent
António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hefur heitið því að beita persónulegum áhrifum sínum í þágu jafnréttis kynjanna, þar á meðal til höfuðs lögbundinni kynferðislegri mismunun, fyrir þátttöku kvenna í friðarviðleitni og að tekið verði tillit til ólaunaðra starfa á heimilum í reikningi þjóðarframleiðslu. Að sögn upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna (UNRIC) flutti aðalframkvæmdastjórinn ræðu um þemað „Konur og vald” í háskóla í New York. António Guterres, sem á tvö ár eftir í embætti, kvaðst nota þann tíma til að „dýpka persónulega skuldbindingu mína til þess að vekja athygli á og vinna í þágu jafnréttis kynjanna í öllu okkar starfi.” Guterres kvaðst persónulega ætla að hafa samband við ríkisstjórnir sem bera ábyrgð á lagasetningu, sem felur í sér mismunun, til að tala máli breytinga. Einnig kvaðst hann munu beita áhrifum Sameinuðu þjóðanna í því skyni að konur hafi jafn marga fulltrúa og karlar í friðarferlum. „Þá mun ég beita mér fyrir því að þjóðarframleiðsla taki tillit til velfarnaðar og sjálfbærni og að ólaunuð heimilisstörf verði metin að verðleikum,” sagði Guterres. „Ég er staðráðinn í að binda enda á þá hugsun að karlmaðurinn sé skapalón alls innan Sameinuðu þjóðanna. Við erum samtök sem byggjum mjög á tölfræði og það er þýðingarmikið að gengið sé út frá því að karlar séu ekki reglan og konur frávik.” Guterres lauk ræðu sinni með því að segja: „Jafnrétti kynjanna snýst um völd; völd sem karlar hafa notið einir um árþúsundir. 21. öldin á að vera öld jafnréttis kvenna. Við skulum öll leggja okkar lóð á vogarskálarnar.“ Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent