Dimma lýsir yfir stuðningi við Ívu Jakob Bjarnar skrifar 2. mars 2020 12:38 Ingó Geirdal segir blasa við að Íva hefði, vegna tæknilegra mistaka í Söngvakeppninni, átt að fá að endurtaka flutning sinn. Hljómsveitin Dimma hefur lýst yfir stuðningi við málstað Ívu en Vísir greindi frá því í gær að Íva hafi sitthvað við framkvæmd og viðbrögð Ríkisútvarpsins ohf. að athuga. Í atriði hennar í Söngvakeppninni var míkrófónn þeirrar sem syngur sópran í lagi hennar batteríislaus og heyrðist því ekki. Um er að ræða leiðandi söng og ljóst að flutningurinn varð ekki eins og efni stóðu til. Íva segir viðbrögð forsvarsmanna einkennast af undanbrögðum og hálfsannleik. Íva hefði kosið að fá að endurflytja lagið en reyndar einkenndist úrslitakvöld Söngvakeppninnar af tæknilegum mistökum. Ingó Geirdal, gítarleikari hljómsveitarinnar Dimmu, sem öttu kappi við Daða og gagnamagnið í úrslitum, segir í athugasemd við þá frétt Vísis að tæknileg mistök í myndvinnslu hafi vissulega truflað flutning DIMMU-manna í útsendingunni, líkt og komið er inná í athugsemdakerfinu. „Við vissum hinsvegar ekki af því fyrr en eftir á og það voru vonbrigði, því við vorum sáttir að öllu öðru leiti,“ segir Ingó. Hann bætir þá við: „En mikilvæga rödd vantaði í flutningin hjá Ivu og því hefði verið eðlilegt að þær fengju að flytja lag sitt aftur. Ég dáist að því æðruleysi og fagmennskunni sem þær sýndu á meðan útsendingu stóð.“ Ingó segir Iva magnaða söngkona sem hefur á örskömmum tíma eignast aðdáendur út um allan heim. Svo framtíð hennar er björt og Ingó hlakkar til að fá að fylgjast með henni. „Það var heiður fyrir mig og Stefán Jakobsson að fá að taka með henni lagið á RÚV um daginn og mér þykir vænt um að það sé nú til á upptöku. Áfram Iva!“ Hér fyrir neðan má svo sjá flutning Ingós, Stefáns Jakobssonar söngvara Dimmu og Ívu sem fluttu lag U2 á dögunum, sem vakti mikla athygli. Eurovision Fjölmiðlar Tónlist Tengdar fréttir Dimma og Íva flytja fallega ábreiðu af U2 laginu With or Without You Drengirnir í Dimma og Íva Marín flutti ábreiðu af laginu With or Without You sem sveitin U2 gaf út árið 1987. 27. febrúar 2020 15:06 Egill Ólafsson harðorður í garð RÚV: Látið með kynnana sem stjörnur en keppendur í aukahlutverki Egill Ólafsson, hinn reynslumikli söngvari Stuðmanna, Spilverks þjóðanna og Þursaflokksins, er afar gagnrýninn á umgjörð Söngvakeppni Ríkisútvarpsins. 2. mars 2020 06:45 Íva segir forsvarsmenn RÚV fara með rangt mál Íva Marín Adrichem, sem keppti á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar í gærkvöldi með lag sitt Oculis Videre, er verulega ósátt við vinnubrögð hjá starfsfólki Ríkisútvarpsins. Þrátt fyrir að hafa komið því á framfæri að hljóðnemi lykilraddar í bakröddum væri rafhlöðulaus hefði ekki verið brugðist við. 1. mars 2020 23:54 Íva sendir frá sér myndband við Oculis Videre Íva Marín Adrichem hefur sent frá sér tónlistarmyndband við lagið Oculis Videre sem hún mun flytja á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar í Laugardalshöll á laugardaginn. 26. febrúar 2020 09:16 Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum vampíruhryllingi Bíó og sjónvarp Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira
Hljómsveitin Dimma hefur lýst yfir stuðningi við málstað Ívu en Vísir greindi frá því í gær að Íva hafi sitthvað við framkvæmd og viðbrögð Ríkisútvarpsins ohf. að athuga. Í atriði hennar í Söngvakeppninni var míkrófónn þeirrar sem syngur sópran í lagi hennar batteríislaus og heyrðist því ekki. Um er að ræða leiðandi söng og ljóst að flutningurinn varð ekki eins og efni stóðu til. Íva segir viðbrögð forsvarsmanna einkennast af undanbrögðum og hálfsannleik. Íva hefði kosið að fá að endurflytja lagið en reyndar einkenndist úrslitakvöld Söngvakeppninnar af tæknilegum mistökum. Ingó Geirdal, gítarleikari hljómsveitarinnar Dimmu, sem öttu kappi við Daða og gagnamagnið í úrslitum, segir í athugasemd við þá frétt Vísis að tæknileg mistök í myndvinnslu hafi vissulega truflað flutning DIMMU-manna í útsendingunni, líkt og komið er inná í athugsemdakerfinu. „Við vissum hinsvegar ekki af því fyrr en eftir á og það voru vonbrigði, því við vorum sáttir að öllu öðru leiti,“ segir Ingó. Hann bætir þá við: „En mikilvæga rödd vantaði í flutningin hjá Ivu og því hefði verið eðlilegt að þær fengju að flytja lag sitt aftur. Ég dáist að því æðruleysi og fagmennskunni sem þær sýndu á meðan útsendingu stóð.“ Ingó segir Iva magnaða söngkona sem hefur á örskömmum tíma eignast aðdáendur út um allan heim. Svo framtíð hennar er björt og Ingó hlakkar til að fá að fylgjast með henni. „Það var heiður fyrir mig og Stefán Jakobsson að fá að taka með henni lagið á RÚV um daginn og mér þykir vænt um að það sé nú til á upptöku. Áfram Iva!“ Hér fyrir neðan má svo sjá flutning Ingós, Stefáns Jakobssonar söngvara Dimmu og Ívu sem fluttu lag U2 á dögunum, sem vakti mikla athygli.
Eurovision Fjölmiðlar Tónlist Tengdar fréttir Dimma og Íva flytja fallega ábreiðu af U2 laginu With or Without You Drengirnir í Dimma og Íva Marín flutti ábreiðu af laginu With or Without You sem sveitin U2 gaf út árið 1987. 27. febrúar 2020 15:06 Egill Ólafsson harðorður í garð RÚV: Látið með kynnana sem stjörnur en keppendur í aukahlutverki Egill Ólafsson, hinn reynslumikli söngvari Stuðmanna, Spilverks þjóðanna og Þursaflokksins, er afar gagnrýninn á umgjörð Söngvakeppni Ríkisútvarpsins. 2. mars 2020 06:45 Íva segir forsvarsmenn RÚV fara með rangt mál Íva Marín Adrichem, sem keppti á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar í gærkvöldi með lag sitt Oculis Videre, er verulega ósátt við vinnubrögð hjá starfsfólki Ríkisútvarpsins. Þrátt fyrir að hafa komið því á framfæri að hljóðnemi lykilraddar í bakröddum væri rafhlöðulaus hefði ekki verið brugðist við. 1. mars 2020 23:54 Íva sendir frá sér myndband við Oculis Videre Íva Marín Adrichem hefur sent frá sér tónlistarmyndband við lagið Oculis Videre sem hún mun flytja á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar í Laugardalshöll á laugardaginn. 26. febrúar 2020 09:16 Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum vampíruhryllingi Bíó og sjónvarp Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira
Dimma og Íva flytja fallega ábreiðu af U2 laginu With or Without You Drengirnir í Dimma og Íva Marín flutti ábreiðu af laginu With or Without You sem sveitin U2 gaf út árið 1987. 27. febrúar 2020 15:06
Egill Ólafsson harðorður í garð RÚV: Látið með kynnana sem stjörnur en keppendur í aukahlutverki Egill Ólafsson, hinn reynslumikli söngvari Stuðmanna, Spilverks þjóðanna og Þursaflokksins, er afar gagnrýninn á umgjörð Söngvakeppni Ríkisútvarpsins. 2. mars 2020 06:45
Íva segir forsvarsmenn RÚV fara með rangt mál Íva Marín Adrichem, sem keppti á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar í gærkvöldi með lag sitt Oculis Videre, er verulega ósátt við vinnubrögð hjá starfsfólki Ríkisútvarpsins. Þrátt fyrir að hafa komið því á framfæri að hljóðnemi lykilraddar í bakröddum væri rafhlöðulaus hefði ekki verið brugðist við. 1. mars 2020 23:54
Íva sendir frá sér myndband við Oculis Videre Íva Marín Adrichem hefur sent frá sér tónlistarmyndband við lagið Oculis Videre sem hún mun flytja á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar í Laugardalshöll á laugardaginn. 26. febrúar 2020 09:16