Síðasti áratugur sá hlýjasti í sögunni Heimsljós kynnir 11. mars 2020 13:15 „Við erum fjarri því að vera á leiðinni að ná því takmarki að hækkun hitastigs verði innan við 1,5 gráður eða 2 gráður eins og stefnt var að Parísarsamkomulaginu,“ skrifar António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna í yfirlýsinu í nýrri skýrslu Alþjóða veðurfræðistofnunarinnar um stöðu loftslagsmála. Skýrslan staðfestir að síðustu tíu ár eru þau hlýjustu í sögunni. Í skýrslunni eru staðfestar bráðabirgðaniðurstöður sem lagðar voru fram á Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í desember síðastliðnum sem sýndu að árið 2019 var næst heitasta ár frá upphafi mælinga. Síðustu fimm ár, 2015-2019, voru þau hlýjustu í sögunni og frá byrjun níunda áratugarins hefur hver áratugur verið hlýrri en sá sem á undan kom. Á síðasta ári var hitastigið 1,1°C hærra en fyrir iðnbyltingu og var næstheitasta ár sögunnar. Aðeins árið 2016 var hlýrra en þá gætti áhrifa El Niño hafstraumsins sem þá var óvenju öflugur. „Þar sem losun gróðurhúsalofttegunda heldur áfram að aukast heldur hitastig áfram að hækka. Spá fyrir næsta áratug bendir til að líklegt sé að met yfir heitustu ár falli á næstu fimm árum. Það er aðeins tímaspursmál,“ segir Petteri Taalas forstjóri Alþjóða veðurfræðistofnunarinnar í frétt á vef Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna (UNRIC). „Síðastliðinn janúar var sá hlýjasti frá byrjun mælinga. Veturinn hefur verið óvenjulega mildur víða á norðurhveli. Reykur og mengun frá eldunum í Ástralíu hafa borist um heiminn og valdið aukningu í losun CO2. Methita á Suðurskautslandinu hefur fylgt mikil bráðnun íss og uppbrot jökuls þar mun hafa áhrif á hækkun yfirborðs sjávar,“ segir Taalas. Skýrslan nefnist „Yfirlýsing Alþjóða veðurfræðistofnunarinnar um ástand loftslags í heiminum 2019“. Þar eru dregnar saman upplýsingar frá veðurstofum einstakra landa í heiminum, vatnamælingum, helstu alþjóðlegu sérfræðingum og stofnunum Sameinuðu þjóðanna. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent
„Við erum fjarri því að vera á leiðinni að ná því takmarki að hækkun hitastigs verði innan við 1,5 gráður eða 2 gráður eins og stefnt var að Parísarsamkomulaginu,“ skrifar António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna í yfirlýsinu í nýrri skýrslu Alþjóða veðurfræðistofnunarinnar um stöðu loftslagsmála. Skýrslan staðfestir að síðustu tíu ár eru þau hlýjustu í sögunni. Í skýrslunni eru staðfestar bráðabirgðaniðurstöður sem lagðar voru fram á Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í desember síðastliðnum sem sýndu að árið 2019 var næst heitasta ár frá upphafi mælinga. Síðustu fimm ár, 2015-2019, voru þau hlýjustu í sögunni og frá byrjun níunda áratugarins hefur hver áratugur verið hlýrri en sá sem á undan kom. Á síðasta ári var hitastigið 1,1°C hærra en fyrir iðnbyltingu og var næstheitasta ár sögunnar. Aðeins árið 2016 var hlýrra en þá gætti áhrifa El Niño hafstraumsins sem þá var óvenju öflugur. „Þar sem losun gróðurhúsalofttegunda heldur áfram að aukast heldur hitastig áfram að hækka. Spá fyrir næsta áratug bendir til að líklegt sé að met yfir heitustu ár falli á næstu fimm árum. Það er aðeins tímaspursmál,“ segir Petteri Taalas forstjóri Alþjóða veðurfræðistofnunarinnar í frétt á vef Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna (UNRIC). „Síðastliðinn janúar var sá hlýjasti frá byrjun mælinga. Veturinn hefur verið óvenjulega mildur víða á norðurhveli. Reykur og mengun frá eldunum í Ástralíu hafa borist um heiminn og valdið aukningu í losun CO2. Methita á Suðurskautslandinu hefur fylgt mikil bráðnun íss og uppbrot jökuls þar mun hafa áhrif á hækkun yfirborðs sjávar,“ segir Taalas. Skýrslan nefnist „Yfirlýsing Alþjóða veðurfræðistofnunarinnar um ástand loftslags í heiminum 2019“. Þar eru dregnar saman upplýsingar frá veðurstofum einstakra landa í heiminum, vatnamælingum, helstu alþjóðlegu sérfræðingum og stofnunum Sameinuðu þjóðanna. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent