Siðblindir: Þrisvar sinnum meiri líkur á að þeir séu í stjórnendastörfum Rakel Sveinsdóttir skrifar 11. mars 2020 12:15 Nanna Briem geðlæknir og forstöðumaður geðsviðs Landspítalans segir siðblinda einstaklinga geta átt auðvelt með að gera sér upp leiðtoga- og stjórnunarhæfileika. Vísir/Vilhelm „Hæfileikaríkur siðblindur einstaklingur getur átt auðvelt með að gera sér upp leiðtoga- og stjórnunarhæfileika,“ segir Nanna Briem geðlæknir og forstöðumaður geðsviðs Landspítalans aðspurð um það hvað mögulega skýrir það út að þrisvar sinnum meiri líkur eru á að finna siðblinda í stjórnunarstarfi en í almennu þýði. Stundum falast fyrirtæki líka eftir ákveðnum einkennum siðblindu því þau eru talin vitna um stjórnunarhæfileika sem gætu gagnast fyrirtækinu. „Fyrirtækin leita ef til vill eftir stjórnanda sem þorir að taka áhættu, er kaldlyndur í erfiðum ákvarðanatökum, lætur ekki samviskuna flækjast of mikið fyrir sér og hefur getu til að ráðskast með fólk,“ segir Nanna.Siðblinda, háklassavændi, ofbeldi, dóp og mistnotkun koma fram í norsku þáttunum Exit sem byggja á frásögnum fjögurra norskra athafnarmanna frá árinu 2017. Í dag rýnir Atvinnulífið á Vísi í dökkar hliðar viðskipta- og fjármálaheims á Íslandi og spyr hvort tilefni sé til að ætla að eitthvað sambærilegt þrífist hér á landi.Nanna bendir á að siðblinda er heilkenni sem þýðir að það eru ekki aðeins þau einkenni sem gagnast fyrirtækinu sem fylgir siðblindum í starfi, heldur öll önnur einkenni líka. Þau geta sum hver eyðilagt verulega fyrir, til dæmis orðspor eða vinnumóral. Siðblinda er skilgreind sem sú persónuleikaröskun sem telst alvarlegust. Um 0,5-1% fólks er siðblint. Það þýðir að á Íslandi gætu verið eru um 1800-3600 siðblindir einstaklingar. Dæmigerður siðblindur einstaklingur er kaldlyndur og er ófær um eðlilegt og náið tilfinningalegt samband við aðra manneskju. Hann á erfitt með að setja sig í spor annarra og sýna samkennd. Hann er sjálfumglaður og hunsar reglur þjóðfélagsins til að fullnægja sínum þörfum án þess að sektarkennd eða eftirsjá trufli. Nanna segir siðblinda þekkja muninn á réttu og röngu og þeir eru meðvitaðir um afleiðingar gjörða sinna, en taka enga ábyrgð á þeim. Sterk tengsl eru á milli siðblindu og beitingar ofbeldis. Sá sálfræðingur sem rannsakað hefur siðblindu sem mest heitir Robert Hare en hann lýsir einkennum siðblindra meðal annars svona:„Mest áberandi eiginleikar siðblindra geta verið persónutöfrar og sjálfsöryggi sem eru frekar jákvæðir eiginleikar. Fólk fellur oft fyrir siðblindum við fyrstu kynni en áttar sig fyrst seinna á dökkum hliðum þess.“Norsku þættirnir Exit byggja á frásögn fjögurra athafnamanna frá árinu 2017. Siðblinda er augljóst persónueinkenni þótt velgengni þeirra sé mikil í starfi.Sumir fela vel dökku hliðar persónuleikans með persónutöfrum, lygum og stjórnkænsku En hvað skýrir það út að siðblinda er meira að finna í stjórnunarstörfum en annars staðar?Nanna segir margt benda til þess að breytingar í fyrirtækjaumhverfinu síðustu ár henti siðblindum. „Fyrirtæki sem voru áður fremur þunglamaleg með mikið regluverk og eftirlit til að viðhalda gæðum og framleiðni breyttust vegna harðnandi samkeppni og urðu einfaldari að uppbyggingu til að auðvelda skjóta ákvarðanatöku,“ segir Nanna en allt þetta laðar að siðblinda sem almennt eru haldnir spennu-, valda- eða gróðafíkn. Hröð framganga innan fyrirtækis, há laun og bónusar freista þeirra þar sem þeir sækjast gjarnan eftir peningum og völdum. Persónu einkenni hins siðblinda geta hjálpað honum við framgöngu innan fyrirtækisins. Sumir fela vel dökku hliðar persónuleikans með persónutöfrum, lygum og stjórnkænsku. Þeir eiga auðvelt með að lesa í fólk og ná því á vald sitt og notfæra sem það samviskulaust til að koma sér áfram. Aðrir ná sínu fram með fantabrögðum frekar en persónuleikatöfrum. Þeir eru ekki eins fágaðir heldur notast frekar við aðferðir eins og áreitni, kúgun og niðurlægingu. Þriðja gerðin er sem leikbrúðustjórnandi, sérfræðingur í að ráðskast með fólk úr fjarlægð með því að toga í spotta og fá aðra til að áreita og kúga undirmenn sína. Við minnstu vísbendingu um óhlýðni, ráðast þeir á samherja sína,“ segir Nanna.Stjórnendur: Hvar liggur tryggðin þeirra? Sálfræðingurinn Paul Babiak hefur ásamt Robert Hare einnig rannsakað siðblindu nokkuð. Samkvæmt hans kenningum er ólíklegt að einstaklingur sem byggir upp og stýrir farsælu fyrirtæki sé siðbindur. Það sé vegna þess að fyrirtæki verða hluti af persónu einstaklingsins sem vill frekar efla það en ræna og þessi einstaklingur er fyrirtækinu því mjög tryggur. Siðblindir eru hins vegar engum tryggir nema sjálfum sér. „Hafa verður í huga að siðblindir hafa enga tryggð við fyrirtækið, bara við sjálfa sig, og siðblindur einstaklingur getur auðveldlega skaðað fyrirtækið alvarlega eða jafnvel eyðilagt það,“ segir Nanna. Samkvæmt kenningum Babiak fara flest dæmi um siðblinda í fyrirtækjum afar hljóðlega. Það stafi af ýmsu, til dæmis hræðslu fórnarlambanna. En stundum er skýringin einfaldlega sú að fyrirtækin hylma með hinum siðblindu, til dæmis til að vernda orðstír fyrirtækisins eða hreinlega vegna þess að sá siðblindi er talinn ómissandi.Nanna segir að rannsóknir sýni að fyrirtæki losi sig ekki endilega við siðblinda heldur geta þeir unnið sig upp í fyrirtækjum. Margir þeirra eru tunguliprir og búa yfir miklum persónutöfrumVísir/VilhelmStundum eru einkennin tekin í misgripum fyrir stjórnunar- og leiðtogahæfileika, stundum er jafnvel meðvitað leitað eftir ákveðnum einkennum siðblindu sem talið er að geti gagnast fyrirtækinuRáðningaferillinn mikilvægur Hare og Babiak mæla með að skimað sé fyrir siðblindu þegar ráðið er til fyrirtækja og hafa þróað tæki til þess. Hare hefur bent á að í ráðningarferli ýmissa starfsstétta sé lagt mat á persónuleikann með ýmsum mælitækjum, til dæmis hjá lögreglunni og flugmönnum. „Þeir Hare og Babiak hafa því spurt hvort ekki væri þarft og rétt að gera hið sama við ráðningu þeirra sem eiga eftir að höndla með milljarða?“ segir Nanna og bætir við „Stundum eru einkennin tekin í misgripum fyrir stjórnunar- og leiðtogahæfileika, stundum er jafnvel meðvitað leitað eftir ákveðnum einkennum siðblindu sem talið er að geti gagnast fyrirtækinu.“ Nanna segir að rannsóknir sýni að fyrirtæki ekki endilega losa sig við siðblinda heldur geta þeir unnið sig upp í fyrirtækjum. Það geta þeir vegna þess að þeir geta sýnt mikla persónutöfra með tungulipurð, lygum og blekkingum. „Fyrirtækin leita ef til vill eftir stjórnanda sem þorir að taka áhættu, er kaldlyndur í erfiðum ákvarðanatökum, lætur ekki samviskuna flækjast of mikið fyrir sér og hefur getu til að ráðskast með fólk,“ segir Nanna og bætir við „Hæfileikaríkur siðblindur einstaklingur á auðvelt með að gera sér upp leiðtoga- og stjórnunarhæfileika.“ Nanna bendir hins vegar á að siðblinda er heilkenni sem þýðir að öll einkennin fylgja með í kaupunum, ekki bara þau einkenni sem henta fyrirtækinu vel. „Önnur einkenni persónuleikans geta skaðað fyrirtækin alvarlega, vinnumóralinn, teymisvinnuna og framleiðnina,“ segir Nanna. Líta út eins og venjulegur þjóðfélagsþegn Samkvæmt rannsóknum eru 20% fanga siðblindir og meiri líkur eru á að þessir aðilar brjóti af sér aftur í samanburði við aðra. Hins vegar lenda fæstir siðblindir innan fangelsismúranna og tekur Nanna sem dæmi muninn á bankaræningjum og hvítflibbaglæpum til að útskýra þetta nánar. „Til dæmis gæti bankaræninginn fengið háan óskilorðsbundinn dóm en lögfræðingurinn, viðskiptafræðingurinn eða stjórnmálamaðurinn sem svíkur milljónir ef ekki meira út úr almenningi fær kannski bara sekt eða skilorðsbundinn dóm, eftir dómsmál sem einkennist af löngum töfum og óskýrum lagabrellum,“ segir Nanna og bætir við „Við fordæmum bankaræningjann en svikahrappurinn getur nánast haldið ótrauður áfram og er jafnvel beðinn um að ávaxta sparnaðinn okkar.“ Nanna segir að siðblindir sem lifa í samfélaginu geti á yfirborðinu virst sem venjulegir þjóðfélagsþegnar. „Vegna þátta eins og greindar, fjölskyldubakgrunns og félagslegra þátta getur framhliðin litið eðlilega út að minnsta kosti lengi vel. En þetta eru ekki hlýir og ástríkir ástvinir, né tryggir vinir og samstarfsaðilar. Þetta eru einstaklingar sem valda öðrum miklum þjáningum bæði tilfinningalega og fjárhagslega. Þeir lifa eins og sníkjudýr, leggjast upp á fólk og mergsjúga það, notfæra sér gjafmildi eða trúgirni þess og misnota traust og stuðning fjölskyldu og vina,“ segir Nanna. Tengdar fréttir Háklassavændiskonur lýsa ríkum viðskiptavinum sem þeim verstu Ríkir viðskiptavinir vændiskvenna eru þeir verstu segja vændiskonurnar. Þetta eru menn sem eru vanir því að peningar veiti þeim ákveðin völd í samfélaginu. 11. mars 2020 09:00 Norska standpínan sem skók höfuðstöðvar Símans er geggjuð Norsku sjónvarpsþættirnir Útrás (Exit), sem nú er hægt að sjá í sarpi í Ríkissjónvarpsins, fjalla um fjóra vini sem starfa við norska fjármálageirann. 19. febrúar 2020 14:30 Mest lesið Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Strætómiðinn dýrari Neytendur Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Fleiri fréttir Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
„Hæfileikaríkur siðblindur einstaklingur getur átt auðvelt með að gera sér upp leiðtoga- og stjórnunarhæfileika,“ segir Nanna Briem geðlæknir og forstöðumaður geðsviðs Landspítalans aðspurð um það hvað mögulega skýrir það út að þrisvar sinnum meiri líkur eru á að finna siðblinda í stjórnunarstarfi en í almennu þýði. Stundum falast fyrirtæki líka eftir ákveðnum einkennum siðblindu því þau eru talin vitna um stjórnunarhæfileika sem gætu gagnast fyrirtækinu. „Fyrirtækin leita ef til vill eftir stjórnanda sem þorir að taka áhættu, er kaldlyndur í erfiðum ákvarðanatökum, lætur ekki samviskuna flækjast of mikið fyrir sér og hefur getu til að ráðskast með fólk,“ segir Nanna.Siðblinda, háklassavændi, ofbeldi, dóp og mistnotkun koma fram í norsku þáttunum Exit sem byggja á frásögnum fjögurra norskra athafnarmanna frá árinu 2017. Í dag rýnir Atvinnulífið á Vísi í dökkar hliðar viðskipta- og fjármálaheims á Íslandi og spyr hvort tilefni sé til að ætla að eitthvað sambærilegt þrífist hér á landi.Nanna bendir á að siðblinda er heilkenni sem þýðir að það eru ekki aðeins þau einkenni sem gagnast fyrirtækinu sem fylgir siðblindum í starfi, heldur öll önnur einkenni líka. Þau geta sum hver eyðilagt verulega fyrir, til dæmis orðspor eða vinnumóral. Siðblinda er skilgreind sem sú persónuleikaröskun sem telst alvarlegust. Um 0,5-1% fólks er siðblint. Það þýðir að á Íslandi gætu verið eru um 1800-3600 siðblindir einstaklingar. Dæmigerður siðblindur einstaklingur er kaldlyndur og er ófær um eðlilegt og náið tilfinningalegt samband við aðra manneskju. Hann á erfitt með að setja sig í spor annarra og sýna samkennd. Hann er sjálfumglaður og hunsar reglur þjóðfélagsins til að fullnægja sínum þörfum án þess að sektarkennd eða eftirsjá trufli. Nanna segir siðblinda þekkja muninn á réttu og röngu og þeir eru meðvitaðir um afleiðingar gjörða sinna, en taka enga ábyrgð á þeim. Sterk tengsl eru á milli siðblindu og beitingar ofbeldis. Sá sálfræðingur sem rannsakað hefur siðblindu sem mest heitir Robert Hare en hann lýsir einkennum siðblindra meðal annars svona:„Mest áberandi eiginleikar siðblindra geta verið persónutöfrar og sjálfsöryggi sem eru frekar jákvæðir eiginleikar. Fólk fellur oft fyrir siðblindum við fyrstu kynni en áttar sig fyrst seinna á dökkum hliðum þess.“Norsku þættirnir Exit byggja á frásögn fjögurra athafnamanna frá árinu 2017. Siðblinda er augljóst persónueinkenni þótt velgengni þeirra sé mikil í starfi.Sumir fela vel dökku hliðar persónuleikans með persónutöfrum, lygum og stjórnkænsku En hvað skýrir það út að siðblinda er meira að finna í stjórnunarstörfum en annars staðar?Nanna segir margt benda til þess að breytingar í fyrirtækjaumhverfinu síðustu ár henti siðblindum. „Fyrirtæki sem voru áður fremur þunglamaleg með mikið regluverk og eftirlit til að viðhalda gæðum og framleiðni breyttust vegna harðnandi samkeppni og urðu einfaldari að uppbyggingu til að auðvelda skjóta ákvarðanatöku,“ segir Nanna en allt þetta laðar að siðblinda sem almennt eru haldnir spennu-, valda- eða gróðafíkn. Hröð framganga innan fyrirtækis, há laun og bónusar freista þeirra þar sem þeir sækjast gjarnan eftir peningum og völdum. Persónu einkenni hins siðblinda geta hjálpað honum við framgöngu innan fyrirtækisins. Sumir fela vel dökku hliðar persónuleikans með persónutöfrum, lygum og stjórnkænsku. Þeir eiga auðvelt með að lesa í fólk og ná því á vald sitt og notfæra sem það samviskulaust til að koma sér áfram. Aðrir ná sínu fram með fantabrögðum frekar en persónuleikatöfrum. Þeir eru ekki eins fágaðir heldur notast frekar við aðferðir eins og áreitni, kúgun og niðurlægingu. Þriðja gerðin er sem leikbrúðustjórnandi, sérfræðingur í að ráðskast með fólk úr fjarlægð með því að toga í spotta og fá aðra til að áreita og kúga undirmenn sína. Við minnstu vísbendingu um óhlýðni, ráðast þeir á samherja sína,“ segir Nanna.Stjórnendur: Hvar liggur tryggðin þeirra? Sálfræðingurinn Paul Babiak hefur ásamt Robert Hare einnig rannsakað siðblindu nokkuð. Samkvæmt hans kenningum er ólíklegt að einstaklingur sem byggir upp og stýrir farsælu fyrirtæki sé siðbindur. Það sé vegna þess að fyrirtæki verða hluti af persónu einstaklingsins sem vill frekar efla það en ræna og þessi einstaklingur er fyrirtækinu því mjög tryggur. Siðblindir eru hins vegar engum tryggir nema sjálfum sér. „Hafa verður í huga að siðblindir hafa enga tryggð við fyrirtækið, bara við sjálfa sig, og siðblindur einstaklingur getur auðveldlega skaðað fyrirtækið alvarlega eða jafnvel eyðilagt það,“ segir Nanna. Samkvæmt kenningum Babiak fara flest dæmi um siðblinda í fyrirtækjum afar hljóðlega. Það stafi af ýmsu, til dæmis hræðslu fórnarlambanna. En stundum er skýringin einfaldlega sú að fyrirtækin hylma með hinum siðblindu, til dæmis til að vernda orðstír fyrirtækisins eða hreinlega vegna þess að sá siðblindi er talinn ómissandi.Nanna segir að rannsóknir sýni að fyrirtæki losi sig ekki endilega við siðblinda heldur geta þeir unnið sig upp í fyrirtækjum. Margir þeirra eru tunguliprir og búa yfir miklum persónutöfrumVísir/VilhelmStundum eru einkennin tekin í misgripum fyrir stjórnunar- og leiðtogahæfileika, stundum er jafnvel meðvitað leitað eftir ákveðnum einkennum siðblindu sem talið er að geti gagnast fyrirtækinuRáðningaferillinn mikilvægur Hare og Babiak mæla með að skimað sé fyrir siðblindu þegar ráðið er til fyrirtækja og hafa þróað tæki til þess. Hare hefur bent á að í ráðningarferli ýmissa starfsstétta sé lagt mat á persónuleikann með ýmsum mælitækjum, til dæmis hjá lögreglunni og flugmönnum. „Þeir Hare og Babiak hafa því spurt hvort ekki væri þarft og rétt að gera hið sama við ráðningu þeirra sem eiga eftir að höndla með milljarða?“ segir Nanna og bætir við „Stundum eru einkennin tekin í misgripum fyrir stjórnunar- og leiðtogahæfileika, stundum er jafnvel meðvitað leitað eftir ákveðnum einkennum siðblindu sem talið er að geti gagnast fyrirtækinu.“ Nanna segir að rannsóknir sýni að fyrirtæki ekki endilega losa sig við siðblinda heldur geta þeir unnið sig upp í fyrirtækjum. Það geta þeir vegna þess að þeir geta sýnt mikla persónutöfra með tungulipurð, lygum og blekkingum. „Fyrirtækin leita ef til vill eftir stjórnanda sem þorir að taka áhættu, er kaldlyndur í erfiðum ákvarðanatökum, lætur ekki samviskuna flækjast of mikið fyrir sér og hefur getu til að ráðskast með fólk,“ segir Nanna og bætir við „Hæfileikaríkur siðblindur einstaklingur á auðvelt með að gera sér upp leiðtoga- og stjórnunarhæfileika.“ Nanna bendir hins vegar á að siðblinda er heilkenni sem þýðir að öll einkennin fylgja með í kaupunum, ekki bara þau einkenni sem henta fyrirtækinu vel. „Önnur einkenni persónuleikans geta skaðað fyrirtækin alvarlega, vinnumóralinn, teymisvinnuna og framleiðnina,“ segir Nanna. Líta út eins og venjulegur þjóðfélagsþegn Samkvæmt rannsóknum eru 20% fanga siðblindir og meiri líkur eru á að þessir aðilar brjóti af sér aftur í samanburði við aðra. Hins vegar lenda fæstir siðblindir innan fangelsismúranna og tekur Nanna sem dæmi muninn á bankaræningjum og hvítflibbaglæpum til að útskýra þetta nánar. „Til dæmis gæti bankaræninginn fengið háan óskilorðsbundinn dóm en lögfræðingurinn, viðskiptafræðingurinn eða stjórnmálamaðurinn sem svíkur milljónir ef ekki meira út úr almenningi fær kannski bara sekt eða skilorðsbundinn dóm, eftir dómsmál sem einkennist af löngum töfum og óskýrum lagabrellum,“ segir Nanna og bætir við „Við fordæmum bankaræningjann en svikahrappurinn getur nánast haldið ótrauður áfram og er jafnvel beðinn um að ávaxta sparnaðinn okkar.“ Nanna segir að siðblindir sem lifa í samfélaginu geti á yfirborðinu virst sem venjulegir þjóðfélagsþegnar. „Vegna þátta eins og greindar, fjölskyldubakgrunns og félagslegra þátta getur framhliðin litið eðlilega út að minnsta kosti lengi vel. En þetta eru ekki hlýir og ástríkir ástvinir, né tryggir vinir og samstarfsaðilar. Þetta eru einstaklingar sem valda öðrum miklum þjáningum bæði tilfinningalega og fjárhagslega. Þeir lifa eins og sníkjudýr, leggjast upp á fólk og mergsjúga það, notfæra sér gjafmildi eða trúgirni þess og misnota traust og stuðning fjölskyldu og vina,“ segir Nanna.
Tengdar fréttir Háklassavændiskonur lýsa ríkum viðskiptavinum sem þeim verstu Ríkir viðskiptavinir vændiskvenna eru þeir verstu segja vændiskonurnar. Þetta eru menn sem eru vanir því að peningar veiti þeim ákveðin völd í samfélaginu. 11. mars 2020 09:00 Norska standpínan sem skók höfuðstöðvar Símans er geggjuð Norsku sjónvarpsþættirnir Útrás (Exit), sem nú er hægt að sjá í sarpi í Ríkissjónvarpsins, fjalla um fjóra vini sem starfa við norska fjármálageirann. 19. febrúar 2020 14:30 Mest lesið Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Strætómiðinn dýrari Neytendur Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Fleiri fréttir Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Háklassavændiskonur lýsa ríkum viðskiptavinum sem þeim verstu Ríkir viðskiptavinir vændiskvenna eru þeir verstu segja vændiskonurnar. Þetta eru menn sem eru vanir því að peningar veiti þeim ákveðin völd í samfélaginu. 11. mars 2020 09:00
Norska standpínan sem skók höfuðstöðvar Símans er geggjuð Norsku sjónvarpsþættirnir Útrás (Exit), sem nú er hægt að sjá í sarpi í Ríkissjónvarpsins, fjalla um fjóra vini sem starfa við norska fjármálageirann. 19. febrúar 2020 14:30