Kórónuveiran: Leita leiða til að bjarga smærri fyrirtækjum frá lokun Rakel Sveinsdóttir skrifar 10. mars 2020 09:15 Víða í heiminum beinast sjónir nú að smærri fyrirtækjum og aðgerðum í þeirra garð til að draga úr áhrifum kórónuveirunnar. Vísir/Getty Æ fleiri beina sjónum sínum nú að smærri fyrirtækjum og velta fyrir sér afdrifum þeirra í kjölfar kórónuveirunnar. Ítölsk stjórnvöld hafa veitt greiðslufresti til greiðslu á sumum sköttum og gjöldum en nú þegar er þó talað um að gjaldþrot smærri fyrirtækja á Ítalíu muni nema þúsundum. Í síðustu viku tilkynntu áströlsk yfirvöld sex mánaða greiðslufrest launaskatta fyrir smærri fyrirtæki. Fresturinn tók gildi afturvirkt og nær til 1.febrúar síðastliðins. Trump hefur tilkynnt fundarhöld með forsvarsmönnum þingsins á morgun til að ræða sambærilegar aðgerðir. Þá ekki síst til að mæta launagreiðslum vegna sóttkvía. Í gær bættist Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn síðan við þegar aðalhagfræðingur sjóðsins hvatti stjórnvöld til að grípa til aðgerða sem meðal annars fælu í sér að létta á innheimtu skatta og gjalda á fyrirtæki. Hagsmunasamtök smærri fyrirtækja í Ástralíu vilja samt ganga skrefinu lengra og benda á að algengasta ástæða þess að lítil fyrirtæki loki sé lausafjárvandi. Við blasir tekjusamdráttur í kjölfar kórónuveirunnar og því er hvatt til þess að stjórnvöld fresti ekki greiðslu á sköttum og álögum, heldur afnemi þær tímabundið. Það sé eina leiðin til að mæta raunverulegum lausafjárvanda sem tímabundið mun skella á marga. Ganga tillögur þeirra út á að bæði ríkið og sveitarfélög standi að þessari aðgerð þannig að tímabundið afnám skatta og gjalda eigi einnig við um þau gjöld sem sveitarfélög rukka fyrirtæki um enda felist meiri hagsmunir í að halda atvinnulífinu gangandi og skapa störf. Á Íslandi greiða fyrirtæki virðisaukaskatt 5. hvers mánaðar annan hvern mánuð og eru vextir háir ef ekki er greitt á eindaga. Staðgreiðsluskattar og tryggingargjald er greitt 15.hvers mánaðar. Hér á landi hafa stjórnvöld boðað aðgerðir í formi breytinga á lögum sjúkratrygginga þannig að atvinnurekendur sem greiða launamanni laun í sóttkví, geti krafið sjúkratryggingar um endurgreiðslu kostnaðar að ákveðnu hámarki séu tilteknar aðstæður fyrir hendi, eins og til dæmis að launamaður geti ekki sinnt vinnu heiman frá sér. Þá hefur Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamála, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra boðað markaðsátak fyrir ferðaþjónustuna. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Fleiri fréttir „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Æ fleiri beina sjónum sínum nú að smærri fyrirtækjum og velta fyrir sér afdrifum þeirra í kjölfar kórónuveirunnar. Ítölsk stjórnvöld hafa veitt greiðslufresti til greiðslu á sumum sköttum og gjöldum en nú þegar er þó talað um að gjaldþrot smærri fyrirtækja á Ítalíu muni nema þúsundum. Í síðustu viku tilkynntu áströlsk yfirvöld sex mánaða greiðslufrest launaskatta fyrir smærri fyrirtæki. Fresturinn tók gildi afturvirkt og nær til 1.febrúar síðastliðins. Trump hefur tilkynnt fundarhöld með forsvarsmönnum þingsins á morgun til að ræða sambærilegar aðgerðir. Þá ekki síst til að mæta launagreiðslum vegna sóttkvía. Í gær bættist Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn síðan við þegar aðalhagfræðingur sjóðsins hvatti stjórnvöld til að grípa til aðgerða sem meðal annars fælu í sér að létta á innheimtu skatta og gjalda á fyrirtæki. Hagsmunasamtök smærri fyrirtækja í Ástralíu vilja samt ganga skrefinu lengra og benda á að algengasta ástæða þess að lítil fyrirtæki loki sé lausafjárvandi. Við blasir tekjusamdráttur í kjölfar kórónuveirunnar og því er hvatt til þess að stjórnvöld fresti ekki greiðslu á sköttum og álögum, heldur afnemi þær tímabundið. Það sé eina leiðin til að mæta raunverulegum lausafjárvanda sem tímabundið mun skella á marga. Ganga tillögur þeirra út á að bæði ríkið og sveitarfélög standi að þessari aðgerð þannig að tímabundið afnám skatta og gjalda eigi einnig við um þau gjöld sem sveitarfélög rukka fyrirtæki um enda felist meiri hagsmunir í að halda atvinnulífinu gangandi og skapa störf. Á Íslandi greiða fyrirtæki virðisaukaskatt 5. hvers mánaðar annan hvern mánuð og eru vextir háir ef ekki er greitt á eindaga. Staðgreiðsluskattar og tryggingargjald er greitt 15.hvers mánaðar. Hér á landi hafa stjórnvöld boðað aðgerðir í formi breytinga á lögum sjúkratrygginga þannig að atvinnurekendur sem greiða launamanni laun í sóttkví, geti krafið sjúkratryggingar um endurgreiðslu kostnaðar að ákveðnu hámarki séu tilteknar aðstæður fyrir hendi, eins og til dæmis að launamaður geti ekki sinnt vinnu heiman frá sér. Þá hefur Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamála, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra boðað markaðsátak fyrir ferðaþjónustuna.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Fleiri fréttir „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira