Banna fólki að graðga í sig í beinni til að auka fæðuöryggi Samúel Karl Ólason skrifar 22. ágúst 2020 11:37 Meðal annars hefur verið gripið til aðgerða gegn aðilum sem borða mat í beinni útsendingu á netinu, en vinsældir slíkra útsendinga hafa aukist til muna á undanförnum árum. Vísir/Getty Ríkisstjórn Xi Jinping, forseta Kína, er um þessar mundir að berjast af miklu afli gegn matarsóun. Xi segir Kínverja sóa óhugnanlega miklu af mat og er hluti markmiða átaksins, sem ber heitið Hreinn diskur, að tryggja fæðuöryggi ríkisins. Meðal annars hefur verið gripið til aðgerða gegn aðilum sem borða mat í beinni útsendingu á netinu, en vinsældir slíkra útsendinga, sem kallast Mukbang, hafa aukist til muna á undanförnum árum. Auk þess hafa forsvarsmenn minnst eins skóla sagt að nemendur sem sói miklum mat geti ekki sótt um skólastyrki og á einum veitingastað hefur vigt verið komið fyrir þar svo gestir geti vigtað sig. Í Wuhan hefur verið sett á sú regla að gestir veitingastaða megi ekki panta jafn marga eða fleiri rétti en eru í hópnum. Það er að segja, ef fimm manns fara saman á veitingastað, mega þau bara panta fjóra rétti. NY Times segir átakið einnig vera lið í því að auka efnahagslegt sjálfstæði Kína vegna viðskiptadeilna ríkisins við Bandaríkin og önnur ríki. Óttast er að deilurnar, ef þær yrðu alvarlegri, í samblandi við umfangsmikil flóð sem hafa skemmt ræktunarland og uppskeru gætu sett stórt skarð í fæðubirgðir Kína. Til marks um það hækkaði matvælaverð um þrettán prósent í júlí, samanborið við júlí í fyrra. Verð svínakjöts hækkaði um 85 prósent þar sem flóð hafa komið verulega niður á svínarækt og flutningum svínakjöts. Málið snýr þó að menningu og hefðum Kína. Mikill matur þykir til marks um gestrisni og umhyggju fyrir gestum. Það að matur sem er í boði klárist þykir hins vegar dónalegt. Þetta hefur leitt til þess að samkvæmt opinberum tölum henda Kínverjar um 17 til 18 milljónum tonna af mat á ári hverju. Þann mat væri hægt að nota til að fæða 30 til 50 milljónir manna. Einn viðmælandi NYT, hin 21 árs gamla Pan, sagði til að mynda að hún hefði rétt á því að panta eins mikinn mat og henni sýndist. Ef hún vildi sóa matnum, væri það hennar réttur. Hún sagði þetta átak vera leiðinlegt og gagnslaust. Eigendur veitingahúsa virðast þeirrar skoðunar að átakið sé jákvætt. Hins vegar vilja þeir ekki tapa tekjum vegna þess. Stóru-maga konungarnir í klandri Það eru þó aðgerðirnar gegn „stóru-maga konungunum“ svokölluðu sem hafa vakið mesta athygli. Þar er um að ræða fólk sem hefur orðið frægt af því að borða gífurlegt magn matar í beinni útsendingu á netinu. Þeir hafa orðið fyrir gagnrýni í Kína á undanförnum vikum en fyrir rúmri viku virðast yfirvöld hafa fengið nóg. Þann 14. ágúst gáfu yfirvöld í Kína frá sér yfirlýsingu um að streymisveitur ættu alfarið að banna útsendingar þar sem fólk ýtir undir hegðun sem leiðir til matarsóunar. Stærstu fyrirtækin í þessum geira hafa sagst ætla að fylgja skipuninni. BBC segir að þeir sem leiti að orðinu „Mukbang“ eða öðrum til að finna myndbönd og útsýningar af mataráti, fái upp viðvörun um matarsóun og að myndbönd umræddra aðila hafi verið afmáð. Einn slíkur streymari, sem borðaði eitt sinn heilt lamb í beinni útsendingu (það myndband hefur verið fjarlægt), birti nýverið myndband þar sem hún hvatti ellefu milljónir fylgjenda sinna til að fylgja átaki yfirvalda. Hún kallaðist áður Big Stomach Mini en hefur nú breytt nafni sínu í Dimple Mini, og sagði ekkert að því að njóta góðs matar. Fólk ætti hins vegar ekki að sóa mat. Kína Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira
Ríkisstjórn Xi Jinping, forseta Kína, er um þessar mundir að berjast af miklu afli gegn matarsóun. Xi segir Kínverja sóa óhugnanlega miklu af mat og er hluti markmiða átaksins, sem ber heitið Hreinn diskur, að tryggja fæðuöryggi ríkisins. Meðal annars hefur verið gripið til aðgerða gegn aðilum sem borða mat í beinni útsendingu á netinu, en vinsældir slíkra útsendinga, sem kallast Mukbang, hafa aukist til muna á undanförnum árum. Auk þess hafa forsvarsmenn minnst eins skóla sagt að nemendur sem sói miklum mat geti ekki sótt um skólastyrki og á einum veitingastað hefur vigt verið komið fyrir þar svo gestir geti vigtað sig. Í Wuhan hefur verið sett á sú regla að gestir veitingastaða megi ekki panta jafn marga eða fleiri rétti en eru í hópnum. Það er að segja, ef fimm manns fara saman á veitingastað, mega þau bara panta fjóra rétti. NY Times segir átakið einnig vera lið í því að auka efnahagslegt sjálfstæði Kína vegna viðskiptadeilna ríkisins við Bandaríkin og önnur ríki. Óttast er að deilurnar, ef þær yrðu alvarlegri, í samblandi við umfangsmikil flóð sem hafa skemmt ræktunarland og uppskeru gætu sett stórt skarð í fæðubirgðir Kína. Til marks um það hækkaði matvælaverð um þrettán prósent í júlí, samanborið við júlí í fyrra. Verð svínakjöts hækkaði um 85 prósent þar sem flóð hafa komið verulega niður á svínarækt og flutningum svínakjöts. Málið snýr þó að menningu og hefðum Kína. Mikill matur þykir til marks um gestrisni og umhyggju fyrir gestum. Það að matur sem er í boði klárist þykir hins vegar dónalegt. Þetta hefur leitt til þess að samkvæmt opinberum tölum henda Kínverjar um 17 til 18 milljónum tonna af mat á ári hverju. Þann mat væri hægt að nota til að fæða 30 til 50 milljónir manna. Einn viðmælandi NYT, hin 21 árs gamla Pan, sagði til að mynda að hún hefði rétt á því að panta eins mikinn mat og henni sýndist. Ef hún vildi sóa matnum, væri það hennar réttur. Hún sagði þetta átak vera leiðinlegt og gagnslaust. Eigendur veitingahúsa virðast þeirrar skoðunar að átakið sé jákvætt. Hins vegar vilja þeir ekki tapa tekjum vegna þess. Stóru-maga konungarnir í klandri Það eru þó aðgerðirnar gegn „stóru-maga konungunum“ svokölluðu sem hafa vakið mesta athygli. Þar er um að ræða fólk sem hefur orðið frægt af því að borða gífurlegt magn matar í beinni útsendingu á netinu. Þeir hafa orðið fyrir gagnrýni í Kína á undanförnum vikum en fyrir rúmri viku virðast yfirvöld hafa fengið nóg. Þann 14. ágúst gáfu yfirvöld í Kína frá sér yfirlýsingu um að streymisveitur ættu alfarið að banna útsendingar þar sem fólk ýtir undir hegðun sem leiðir til matarsóunar. Stærstu fyrirtækin í þessum geira hafa sagst ætla að fylgja skipuninni. BBC segir að þeir sem leiti að orðinu „Mukbang“ eða öðrum til að finna myndbönd og útsýningar af mataráti, fái upp viðvörun um matarsóun og að myndbönd umræddra aðila hafi verið afmáð. Einn slíkur streymari, sem borðaði eitt sinn heilt lamb í beinni útsendingu (það myndband hefur verið fjarlægt), birti nýverið myndband þar sem hún hvatti ellefu milljónir fylgjenda sinna til að fylgja átaki yfirvalda. Hún kallaðist áður Big Stomach Mini en hefur nú breytt nafni sínu í Dimple Mini, og sagði ekkert að því að njóta góðs matar. Fólk ætti hins vegar ekki að sóa mat.
Kína Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira