Bútasaumsteppi í boði Netflix Heiðar Sumarliðason skrifar 24. ágúst 2020 14:46 Dominique Fishback, Jamie Foxx og Joseph Gordon-Levitt. Nú er komin ákveðin reynsla á kvikmyndir sem kallast „Netflix originals,“ (myndir sem framleiddar eru af, eða fyrir Netflix), og ákveðið mynstur komið í ljós. Það eru þrír flokkar kvikmynda sem eru mest áberandi: slappar gamanmyndir (The Wrong Missy, The Do-Over), Óskarsverðlaunabeita (Roma, The Irishman) og annars flokks hasarmyndir (The Last Days of American Crime, Extraction). Project Power fellur í síðast nefndan flokkinn. Hún fjallar um tvo karla í krapinu, leikna af mönnum sem almennt eru taldir tilheyra A-lista Hollywood-leikara, sem og ákafa unglingsstúlku, túlkaða af nýstirni. Það eru Jamie Foxx og Joseph Gordon-Levitt sem leika naglana tvo, en Dominique Flashburn sem leikur stúlkuna. Project Power er að mestu leyti frekar illþolanleg kvikmynd. Ef maður á að kjarna hana á sem einfaldastan máta sem allir skilja, þá er orðið leiðinleg það sem mér dettur helst í hug. Það var í raun aðeins af skyldurækni sem ég kláraði hana, annars hefði ég sennilega slökkt innan 20 mínútna. Levitt er harðhaus. Hver er aðal? Auk slapprar framvindu, liggur helsti vandi myndarinnar í því að hún getur ekki gert upp við sig hvert þeirra þriggja er aðalpersóna hennar. Eina persónukynningin sem er heil brú í er kynningin á persónu Flashburn. Persónur Foxx og Gordon-Levitt eru óskýrar, með hálfbakaðan ásetning. Þegar loks rofar til í persónusköpuninni hjá Foxx, er það orðið of seint, áhorfandinn hefur misst áhugann. Persóna Gordon-Levitt nær aldrei neinu flugi, leikarinn þarf að sætta sig við einvíð og ósértæk markmið persónu, sem gæti í raun verið klippt út úr hvaða mynd sem er í svipuðum flokki (ég fer nánar ofan í saumana á þessu í Stjörnubíóþættinum sem hægt er að hlýða á hér að neðan). Þetta eru leikarar sem eiga skilið betri efnivið, ég vona a.m.k. að þau hafi fengið almennilega borgað. Project Power er ótrúlega kaótísk, bæði hvað varðar söguna sjálfa, sem og mótíf og þema. Hún byrjar líkt og markmiðið sé að deila á fíkniefni, en ekkert verður úr því. Hún hoppar því næst yfir á að deila á stjórnvöld og stórfyrirtæki, svo er þetta hnýtt saman sem ádeila á kynþáttamál. Það hefði sennilega þjónað heildinni betur að þrengja aðeins sviðið varðandi hina undirliggjandi ádeilu. Því virkar myndin aldrei sem samhangandi heild, heldur meira í ætt við bútasaumsteppi. Tónn myndarinnar er líka mjög svo flöktandi, því er afraksturinn ósamstæð klessa af hugmyndum, hugmyndafræði og sögulínum. Reddað sér á sjarmanum Varðandi frammistöðu aðalleikara, þá hef ég sjaldan séð þau jafn léleg. Þau redda sér á meðfæddum sjarma, sem bjargar því sem bjargað verður. Því miður verður það sama ekki sagt um þau sem leika illmennin. Þau hafa að sjálfsögðu ekkert sértækt til að vinna með í handritinu og er leikur þeirra því almennur og klisjulegur. Ég er t.d. mjög hrifinn af leikkonunni Amy Landecker, sem lék eitt af aðalhlutverkunum í Amazon Prime-þáttaröðinni Transparent. Ef ég hefði ekki þekkt hana þaðan, hefði verið auðvelt að hreinlega afskrifa hana eftir frammistöðuna hér. Hér er hæfileikafólki, eins og svo oft áður, boðið upp á allt of slappt hráefni frá skrifborði handritshöfundar. Ég held að höfundurinn Mattson Tomlin megi prísa sig sælan að hafa bókað vinnu við að skrifa hina væntanlegu The Batman, áður en þessi glundroði kom fyrir augu almennings. Niðurstaða: Tvær stjörnur Heldur leiðinlegur hrærigrautur hugmynda og persóna, gerir það að verkum að Project Power bragðast ekki vel. Hér að neðan er hægt að heyra Heiðar Sumarliðason ræða Project Power við handritshöfundinn Hrafnkel Stefánsson í Stjörnubíói, sem nú er hægt að nálgast á hlaðvarpsveitum á við Apple Podcasts og Spotify. Stjörnubíó Mest lesið Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Lífið Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lífið Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Lífið Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Lífið Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Lífið Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Lífið „Baneitraður veruleiki að vera í þessari vinnu“ Lífið Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Lífið Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Lífið Ríða, drepa, giftast setti Ingu í ómögulega stöðu Lífið Fleiri fréttir The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Nú er komin ákveðin reynsla á kvikmyndir sem kallast „Netflix originals,“ (myndir sem framleiddar eru af, eða fyrir Netflix), og ákveðið mynstur komið í ljós. Það eru þrír flokkar kvikmynda sem eru mest áberandi: slappar gamanmyndir (The Wrong Missy, The Do-Over), Óskarsverðlaunabeita (Roma, The Irishman) og annars flokks hasarmyndir (The Last Days of American Crime, Extraction). Project Power fellur í síðast nefndan flokkinn. Hún fjallar um tvo karla í krapinu, leikna af mönnum sem almennt eru taldir tilheyra A-lista Hollywood-leikara, sem og ákafa unglingsstúlku, túlkaða af nýstirni. Það eru Jamie Foxx og Joseph Gordon-Levitt sem leika naglana tvo, en Dominique Flashburn sem leikur stúlkuna. Project Power er að mestu leyti frekar illþolanleg kvikmynd. Ef maður á að kjarna hana á sem einfaldastan máta sem allir skilja, þá er orðið leiðinleg það sem mér dettur helst í hug. Það var í raun aðeins af skyldurækni sem ég kláraði hana, annars hefði ég sennilega slökkt innan 20 mínútna. Levitt er harðhaus. Hver er aðal? Auk slapprar framvindu, liggur helsti vandi myndarinnar í því að hún getur ekki gert upp við sig hvert þeirra þriggja er aðalpersóna hennar. Eina persónukynningin sem er heil brú í er kynningin á persónu Flashburn. Persónur Foxx og Gordon-Levitt eru óskýrar, með hálfbakaðan ásetning. Þegar loks rofar til í persónusköpuninni hjá Foxx, er það orðið of seint, áhorfandinn hefur misst áhugann. Persóna Gordon-Levitt nær aldrei neinu flugi, leikarinn þarf að sætta sig við einvíð og ósértæk markmið persónu, sem gæti í raun verið klippt út úr hvaða mynd sem er í svipuðum flokki (ég fer nánar ofan í saumana á þessu í Stjörnubíóþættinum sem hægt er að hlýða á hér að neðan). Þetta eru leikarar sem eiga skilið betri efnivið, ég vona a.m.k. að þau hafi fengið almennilega borgað. Project Power er ótrúlega kaótísk, bæði hvað varðar söguna sjálfa, sem og mótíf og þema. Hún byrjar líkt og markmiðið sé að deila á fíkniefni, en ekkert verður úr því. Hún hoppar því næst yfir á að deila á stjórnvöld og stórfyrirtæki, svo er þetta hnýtt saman sem ádeila á kynþáttamál. Það hefði sennilega þjónað heildinni betur að þrengja aðeins sviðið varðandi hina undirliggjandi ádeilu. Því virkar myndin aldrei sem samhangandi heild, heldur meira í ætt við bútasaumsteppi. Tónn myndarinnar er líka mjög svo flöktandi, því er afraksturinn ósamstæð klessa af hugmyndum, hugmyndafræði og sögulínum. Reddað sér á sjarmanum Varðandi frammistöðu aðalleikara, þá hef ég sjaldan séð þau jafn léleg. Þau redda sér á meðfæddum sjarma, sem bjargar því sem bjargað verður. Því miður verður það sama ekki sagt um þau sem leika illmennin. Þau hafa að sjálfsögðu ekkert sértækt til að vinna með í handritinu og er leikur þeirra því almennur og klisjulegur. Ég er t.d. mjög hrifinn af leikkonunni Amy Landecker, sem lék eitt af aðalhlutverkunum í Amazon Prime-þáttaröðinni Transparent. Ef ég hefði ekki þekkt hana þaðan, hefði verið auðvelt að hreinlega afskrifa hana eftir frammistöðuna hér. Hér er hæfileikafólki, eins og svo oft áður, boðið upp á allt of slappt hráefni frá skrifborði handritshöfundar. Ég held að höfundurinn Mattson Tomlin megi prísa sig sælan að hafa bókað vinnu við að skrifa hina væntanlegu The Batman, áður en þessi glundroði kom fyrir augu almennings. Niðurstaða: Tvær stjörnur Heldur leiðinlegur hrærigrautur hugmynda og persóna, gerir það að verkum að Project Power bragðast ekki vel. Hér að neðan er hægt að heyra Heiðar Sumarliðason ræða Project Power við handritshöfundinn Hrafnkel Stefánsson í Stjörnubíói, sem nú er hægt að nálgast á hlaðvarpsveitum á við Apple Podcasts og Spotify.
Stjörnubíó Mest lesið Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Lífið Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lífið Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Lífið Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Lífið Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Lífið Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Lífið „Baneitraður veruleiki að vera í þessari vinnu“ Lífið Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Lífið Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Lífið Ríða, drepa, giftast setti Ingu í ómögulega stöðu Lífið Fleiri fréttir The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira