Að segja yfirmanninum að þú sért honum ósammála Rakel Sveinsdóttir skrifar 25. ágúst 2020 11:11 Það getur verið mismunandi hversu aðgengilegir stjórnendur eru fyrir því að hlusta á skoðanir starfsmanna sinna. Vísir/Getty Það er ekkert endilega á færi allra að segja yfirmanninum sínum að þeir séu honum ósammála. Að minnsta kosti veigra sér margir við það og eins þarf fólk líka að velta því fyrir sér hvenær það er rétt að láta sína skoðun í ljós og hvenær ekki. Því auðvitað er það yfirmaðurinn sem ræður ef út í það er farið. Í umfjöllun Harvard Business Review segir að það sé í mannlegu eðli okkar að forðast það að vera ósammála yfirmanni okkar eða einhverjum sem er okkur æðri. Hins vegar er fólk hvatt til þess að segja yfirmönnum sínum það oftar ef það er honum ekki sammála. Til dæmis þegar yfirmaðurinn hefur boðað einhverjar aðgerðir eða fyrirætlanir sem þú ert hreinlega sannfærð/ur um að séu ekki rétt ákvörðun. Hér eru nokkur góð ráð um það hvernig best er að bera okkur að. Áhættan Áður en farið er af stað er ágætt að velta því fyrir okkur hvort samtalið er líklegt til að hafa einhverjar afleiðingar. Mjög líklega verða viðbrögð yfirmannsins ekkert slæm en það er þó mælt með því að við veltum því fyrir okkur hvort einhver áhætta sé fyrir hendi og ef já, í hverju væri hún fólgin? Tímasetningin Að mótmæla yfirmanni sínum þarf að gerast á réttum stað og á réttum tíma. Mælt er með því að taka samtalið í einrúmi með yfirmanninum en ekki á fundi eða fyrir opnum tjöldum. Markmiðið Það getur ekki verið markmið í sjálfu sér að láta einungis skoðun sína í ljós. Þannig þarf samtalið að fela í sér einhvers konar tillögur eða lausnir af þinni hálfu þannig að ekki þurfi að efast um það að þú berð hag vinnustaðarins fyrir brjósti. Að vera sammála um að vera ósammála Þá velja sumir þá leið að láta skoðun sína í ljós undir því fororði að fá „að vera sammála um að vera ósammála.“ Þannig getur þú látið yfirmann þinn vita að þú sért kannski ekki sannfærður um að hans leið sé sú rétta að fara en ætlir þó að virða það. Ekkert uppnám Þá er mikilvægt að taka samtalið ekki í uppnámi. Auðvitað gæti það svo sem verið að þú finnir roða færast yfir andlitið eða einhvern kvíðahnút vera í maganum en því rólegri og yfirvegaðari sem þú ert, því betra. Að draga andann djúpt og telja upp á tíu er því gott ráð áður en farið er af stað. Passaðu þig líka á að tala hægt og verða ekki óðamála af stressi. Berðu virðingu fyrir skoðun yfirmannsins Þótt ætlunin sé að láta yfirmann þinn vita að þú sért honum ekki sammála, er mikilvægt að það komi fram í þínu tali að þú berir virðingu fyrir því sem hann er að boða. Kurteis leið til að hefja samtalið er að spyrja hreinlega „Má ég eiga við þig orð um X…..?“ Þá þarftu líka að fara yfir það í huganum hvort þú sért ekki örugglega að skilja í hverju boðun yfirmannsins felst þannig að samtalið falli nánast um sjálft sig í byrjun því þú varst að misskilja eitthvað. Vandaðu orðavalið Rökstuddu mál þitt vel og vandlega og passaðu það vel að slá ekki fram einhverjum dómhörðum fullyrðingum. Haltu þig við staðreyndir og því meira sem þú getur týnt til með gögnum því betra. Auðmýkt og kurteisi Þótt þú sért yfirmanninum ósammála er ekki þar með sagt að þú hafir rétt fyrir þér. Mögulega mun yfirmaðurinn skýra eitthvað út þannig að þú skilur betur það sjónarmið sem ræður för. Sýndu auðmýkt og kurteisi í rökræðum. Til dæmis gæti verið góð leið að segja ,,leiðréttu mig ef ég hef rangt fyrir mér….“ Þannig heyrir yfirmaður þinn strax að þú ætlar þér engan yfirgang þótt þú viljir ræða málin. Virtu stjórnendamörkin Loks er á það bent að þegar allt kemur til alls, er það yfirmaðurinn sem ræður. Kannski blasa við aðstæður sem kalla á erfiðar ákvarðanir af hans hálfu og kannski er yfirmaðurinn þinn undir pressu frá sínum yfirmanni. Þegar allt kemur til alls, liggur ábyrgðin hjá yfirmanninum en ekki þér sem þýðir að þótt þín skoðun muni ekki hljóta hljómgrunn er ekki þar með sagt að yfirmaðurinn þinn meti það ekki við þig að hafa látið þína skoðun í ljós. Góðu ráðin Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ „En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu“ Sjá meira
Það er ekkert endilega á færi allra að segja yfirmanninum sínum að þeir séu honum ósammála. Að minnsta kosti veigra sér margir við það og eins þarf fólk líka að velta því fyrir sér hvenær það er rétt að láta sína skoðun í ljós og hvenær ekki. Því auðvitað er það yfirmaðurinn sem ræður ef út í það er farið. Í umfjöllun Harvard Business Review segir að það sé í mannlegu eðli okkar að forðast það að vera ósammála yfirmanni okkar eða einhverjum sem er okkur æðri. Hins vegar er fólk hvatt til þess að segja yfirmönnum sínum það oftar ef það er honum ekki sammála. Til dæmis þegar yfirmaðurinn hefur boðað einhverjar aðgerðir eða fyrirætlanir sem þú ert hreinlega sannfærð/ur um að séu ekki rétt ákvörðun. Hér eru nokkur góð ráð um það hvernig best er að bera okkur að. Áhættan Áður en farið er af stað er ágætt að velta því fyrir okkur hvort samtalið er líklegt til að hafa einhverjar afleiðingar. Mjög líklega verða viðbrögð yfirmannsins ekkert slæm en það er þó mælt með því að við veltum því fyrir okkur hvort einhver áhætta sé fyrir hendi og ef já, í hverju væri hún fólgin? Tímasetningin Að mótmæla yfirmanni sínum þarf að gerast á réttum stað og á réttum tíma. Mælt er með því að taka samtalið í einrúmi með yfirmanninum en ekki á fundi eða fyrir opnum tjöldum. Markmiðið Það getur ekki verið markmið í sjálfu sér að láta einungis skoðun sína í ljós. Þannig þarf samtalið að fela í sér einhvers konar tillögur eða lausnir af þinni hálfu þannig að ekki þurfi að efast um það að þú berð hag vinnustaðarins fyrir brjósti. Að vera sammála um að vera ósammála Þá velja sumir þá leið að láta skoðun sína í ljós undir því fororði að fá „að vera sammála um að vera ósammála.“ Þannig getur þú látið yfirmann þinn vita að þú sért kannski ekki sannfærður um að hans leið sé sú rétta að fara en ætlir þó að virða það. Ekkert uppnám Þá er mikilvægt að taka samtalið ekki í uppnámi. Auðvitað gæti það svo sem verið að þú finnir roða færast yfir andlitið eða einhvern kvíðahnút vera í maganum en því rólegri og yfirvegaðari sem þú ert, því betra. Að draga andann djúpt og telja upp á tíu er því gott ráð áður en farið er af stað. Passaðu þig líka á að tala hægt og verða ekki óðamála af stressi. Berðu virðingu fyrir skoðun yfirmannsins Þótt ætlunin sé að láta yfirmann þinn vita að þú sért honum ekki sammála, er mikilvægt að það komi fram í þínu tali að þú berir virðingu fyrir því sem hann er að boða. Kurteis leið til að hefja samtalið er að spyrja hreinlega „Má ég eiga við þig orð um X…..?“ Þá þarftu líka að fara yfir það í huganum hvort þú sért ekki örugglega að skilja í hverju boðun yfirmannsins felst þannig að samtalið falli nánast um sjálft sig í byrjun því þú varst að misskilja eitthvað. Vandaðu orðavalið Rökstuddu mál þitt vel og vandlega og passaðu það vel að slá ekki fram einhverjum dómhörðum fullyrðingum. Haltu þig við staðreyndir og því meira sem þú getur týnt til með gögnum því betra. Auðmýkt og kurteisi Þótt þú sért yfirmanninum ósammála er ekki þar með sagt að þú hafir rétt fyrir þér. Mögulega mun yfirmaðurinn skýra eitthvað út þannig að þú skilur betur það sjónarmið sem ræður för. Sýndu auðmýkt og kurteisi í rökræðum. Til dæmis gæti verið góð leið að segja ,,leiðréttu mig ef ég hef rangt fyrir mér….“ Þannig heyrir yfirmaður þinn strax að þú ætlar þér engan yfirgang þótt þú viljir ræða málin. Virtu stjórnendamörkin Loks er á það bent að þegar allt kemur til alls, er það yfirmaðurinn sem ræður. Kannski blasa við aðstæður sem kalla á erfiðar ákvarðanir af hans hálfu og kannski er yfirmaðurinn þinn undir pressu frá sínum yfirmanni. Þegar allt kemur til alls, liggur ábyrgðin hjá yfirmanninum en ekki þér sem þýðir að þótt þín skoðun muni ekki hljóta hljómgrunn er ekki þar með sagt að yfirmaðurinn þinn meti það ekki við þig að hafa látið þína skoðun í ljós.
Góðu ráðin Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ „En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu“ Sjá meira