Ný kynslóð af Mercedes-Benz S-Class frumsýnd Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 7. september 2020 07:00 Mercedes-Benz S-Class, í hightech silver lit. Mercedes-Benz frumsýndi í gær nýja kynslóð af S-Class lúxusbílnum sem er án efa tæknivæddasti fjöldaframleiddi bíll heims. Hann er búinn ótrúlegum tæknibúnaði og getur ekið á sjálfstýringu að allmiklu leyti. S-Class er flaggskip fólksbílaflota Mercedes-Benz og mest seldi lúxusbíll heims síðan hann kom fyrst á markað árið 1972, segir í fréttatilkynningu frá Öskju. Nýr S-Class er búinn Drive Pilot kerfinu sem getur ekið að miklu leyti á sjálfstýringu. Kerfið er með háþróuðum nemum allt í kringum bílinn en einnig 360 gráðu myndavél. Þessi sjálfstýringarbúnaður gefur bílnum færi á að skipta um akrein sjálfur ef ökumaður gefur einungis stefnuljós. Ökumaður getur gripið inn í hvenær sem er og tekið yfir aksturinn. Þá getur bíllinn nauðhemlað sjálfur ef hætta steðjar að á veginum fyrir framan hann hvort sem um er að ræða ökutæki eða gangandi vegfarendur. S-Class mun einnig koma í tengiltvinnútfærslu undir EQ Power merki Mercedes-Benz en drægi bílsins mun vera allt að 100 km skv. WLTP staðli. Nýr S-Class er enn stærri og rúmbetri en forverinn og sem dæmi má nefna að farangursrýmið hefur stækkað um 20 lítra í alls 550 lítra. Mercedes-Benz S-Class, í siena brown leður útgáfu. S-Class er fjórhjóladrifinn og kemur með aflmiklum bensín- og dísilvélum. S 500 með bensínvél skilar 435 hestöflum og 520 Nm í togi. Bensínbíllinn fer úr kyrrstöðu í hundraðið á aðeins 4,9 sekúndum sem er gríðarlega gott fyrir svo stóran lúxusbíl. Dísilvélarnar skila annars vegar 282 og hins vegar 325 hestöflum og fara úr kyrrstöðu í hundraðið á 5,4 og 6,4 sekúndum. Eyðslan er frá 7,8 lítrum á hundraðið í bensínbílnum miðað við blandaðan akstur en frá 6,2 lítrum á hundraðið í dísilbílnum. Hámarkshraði S-Class er 250 km/klst. Lúxusinn er allsráðandi í innanrýminu þar sem mikið er lagt upp úr fyrsta flokks þægindum og vönduðu efnisvali. Sætin eru sérlega þægileg úr þykku leðri og fara vel með ökumann og farþega. Hægt er að velja um 10 mismunandi nuddkerfi í sætunum. Tæknin í nýjum S-Class er raunar í algerum sérflokki. S-Class verður í boði með fimm stórum skjáum með OLED tækni og eru þeir mjög áberandi í glæsilegu innanrýminu og bjóða m.a. upp á 3D spilun. Bíllinn er í boði með mögnuðu Burmester® 4D hljómkerfi og hátalararnir í bílnum eru alls 31 talsins. Bíllinn er með annarri kynslóð MBUX margmiðlunarkerfinu sem veitir ökumanni og farþegum nýjan heim upplýsinga og afþreyingar. Aðgengileg og þægileg stjórnun með raddskipunum, snertingu eða bendingum. MBUX lærir og lagar sig sífellt betur að þörfum ökumannsins. Of langt mál væri að telja upp allan hátæknibúnaðinn í akstursaðstoðar- og öryggiskerfum S-Class en nefna má hið háþróaða Intelligent Parking Pilot kerfið sem aðstoðar ökumann að leggja í stæði og hið háþróaða E Active Body Control sem er án efa eitt tæknivæddasta demparakerfi sem framleitt hefur verið í bifreið og veitir mikil þægindi í akstrinum. Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent
Mercedes-Benz frumsýndi í gær nýja kynslóð af S-Class lúxusbílnum sem er án efa tæknivæddasti fjöldaframleiddi bíll heims. Hann er búinn ótrúlegum tæknibúnaði og getur ekið á sjálfstýringu að allmiklu leyti. S-Class er flaggskip fólksbílaflota Mercedes-Benz og mest seldi lúxusbíll heims síðan hann kom fyrst á markað árið 1972, segir í fréttatilkynningu frá Öskju. Nýr S-Class er búinn Drive Pilot kerfinu sem getur ekið að miklu leyti á sjálfstýringu. Kerfið er með háþróuðum nemum allt í kringum bílinn en einnig 360 gráðu myndavél. Þessi sjálfstýringarbúnaður gefur bílnum færi á að skipta um akrein sjálfur ef ökumaður gefur einungis stefnuljós. Ökumaður getur gripið inn í hvenær sem er og tekið yfir aksturinn. Þá getur bíllinn nauðhemlað sjálfur ef hætta steðjar að á veginum fyrir framan hann hvort sem um er að ræða ökutæki eða gangandi vegfarendur. S-Class mun einnig koma í tengiltvinnútfærslu undir EQ Power merki Mercedes-Benz en drægi bílsins mun vera allt að 100 km skv. WLTP staðli. Nýr S-Class er enn stærri og rúmbetri en forverinn og sem dæmi má nefna að farangursrýmið hefur stækkað um 20 lítra í alls 550 lítra. Mercedes-Benz S-Class, í siena brown leður útgáfu. S-Class er fjórhjóladrifinn og kemur með aflmiklum bensín- og dísilvélum. S 500 með bensínvél skilar 435 hestöflum og 520 Nm í togi. Bensínbíllinn fer úr kyrrstöðu í hundraðið á aðeins 4,9 sekúndum sem er gríðarlega gott fyrir svo stóran lúxusbíl. Dísilvélarnar skila annars vegar 282 og hins vegar 325 hestöflum og fara úr kyrrstöðu í hundraðið á 5,4 og 6,4 sekúndum. Eyðslan er frá 7,8 lítrum á hundraðið í bensínbílnum miðað við blandaðan akstur en frá 6,2 lítrum á hundraðið í dísilbílnum. Hámarkshraði S-Class er 250 km/klst. Lúxusinn er allsráðandi í innanrýminu þar sem mikið er lagt upp úr fyrsta flokks þægindum og vönduðu efnisvali. Sætin eru sérlega þægileg úr þykku leðri og fara vel með ökumann og farþega. Hægt er að velja um 10 mismunandi nuddkerfi í sætunum. Tæknin í nýjum S-Class er raunar í algerum sérflokki. S-Class verður í boði með fimm stórum skjáum með OLED tækni og eru þeir mjög áberandi í glæsilegu innanrýminu og bjóða m.a. upp á 3D spilun. Bíllinn er í boði með mögnuðu Burmester® 4D hljómkerfi og hátalararnir í bílnum eru alls 31 talsins. Bíllinn er með annarri kynslóð MBUX margmiðlunarkerfinu sem veitir ökumanni og farþegum nýjan heim upplýsinga og afþreyingar. Aðgengileg og þægileg stjórnun með raddskipunum, snertingu eða bendingum. MBUX lærir og lagar sig sífellt betur að þörfum ökumannsins. Of langt mál væri að telja upp allan hátæknibúnaðinn í akstursaðstoðar- og öryggiskerfum S-Class en nefna má hið háþróaða Intelligent Parking Pilot kerfið sem aðstoðar ökumann að leggja í stæði og hið háþróaða E Active Body Control sem er án efa eitt tæknivæddasta demparakerfi sem framleitt hefur verið í bifreið og veitir mikil þægindi í akstrinum.
Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent