Í beinni: Vodafonedeildin í LoL, tekst Dusty Academy að sigra XY Esport? Aron Ólafsson skrifar 7. september 2020 20:00 Vodafone deildin í League of Legends hófst af krafti í gær þar sem að átta lið spiluðu samanlagt átta leiki. Í kvöld kl. 20:00 verður sýnt frá þeim fjórum leikjum sem ekki var hægt að taka fyrir í gær og við byrjum á viðureign Pongu gegn Fylki. Fylkir líklegri gegn Pongu ,,Við sáum enga leiki í gærkvöldi og vitum ekkert hvernig leikirnir enduðu" sagði Sigtryggur Óskar en útsendingarliðið spáir Fylki sigri. Fylkir enduðu síðustu Vodafone deild í fjórða sæti og átti ágætis gengi í Iceland Open þrátt fyrir að hafa tapað í fyrstu umferð gegn liði XY. Þeir héldu áfram baráttunni í neðri riðli og slóu út bæði lið Sveittra og Tobe Announced en duttu svo að lokum út gegn Excess Success. Pongu hinsvegar tókst ekki að vinna sér inn sæti í Iceland Open og þeir þurfa að öllum líkindum að hafa mikið fyrir sigri í þeirra fyrsta leik. VITA slitið sig frá FH Næsta umferð færir okkur annan leik hjá Pongu þar sem þeir reyna við lið VITA sem spiluðu undir svarthvíta merki FH í síðustu deild. Þar enduðu þeir í fimmta sæti, tveimur stigum á eftir Fylki en virðast vera komnir til að sigra deildina ef marka má leikinn sem við sáum í gær. Þar fóru þeir illa með Excess Success sem að státar sumum af bestu leikmönnum deildarinnar og í fararbroddi var koOn á miðjunni. Ef að Pongu ætla að finna sigur í þessum leik í kvöld verða þeir að sýna fram á hvernig þeir stoppa af koOn. MIQ takast á við Fylki Þriðja umferð kvöldsins er Make It Quick gegn Fylki en MIQ unnu sér inn sætið sem að Tindastóll þurfti að láta frá sér. Make It Quick átti ekki roð í öfluga áætlun XY í gærkvöldi þar sem þeim var pakkað saman í jungle og á top lane af öflugri leikfléttu Leikmanns og xDbananaDx. MIQ völdu skemmtilegar hetjur og ef þeir halda vel á spöðunum gætu þeir átt góðan séns í Fylki. Ná Dusty Academy að hefna sín? Síðast en ekki síst er leikur XY Esport gegn Dusty Academy. XY kláraði síðustu Vodafone deild í sjöunda sæti og sluppu naumlega við það að falla niður úr úrvalsdeildinni. XY gjörbreytti liðinu sínu í félagaskiptaglugganum og komu sem þruma úr heiðskíru lofti þegar þeir unnu Dusty Academy 2-1 í Iceland Open mótinu í sumar og enduðu á því að fljúga í gegnum mótið til að öðlast þátttökurétt á Telia Masters. Upp að þeim punkti höfðu Dusty Academy algjörlega trónað á toppnum í íslensku LoL senunni og núna er tækifærið til að sýna og sanna að þeir séu enn þá bestir með gríðarlega mikilvægum sigri hérna. Dusty Academy unnu sinn fyrsta leik í gær gegn KR en það glitti samt í glufur hjá þeim. Útsendingarliðið er sammála um að þetta sé stórleikur kvöldsins og frábær leið til að ljúka þessari fyrstu viku. Fylgist með í beinni á https://www.twitch.tv/SiggoTV, klukkan 20:00. Vodafone-deildin Fylkir Dusty League of Legends Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti
Vodafone deildin í League of Legends hófst af krafti í gær þar sem að átta lið spiluðu samanlagt átta leiki. Í kvöld kl. 20:00 verður sýnt frá þeim fjórum leikjum sem ekki var hægt að taka fyrir í gær og við byrjum á viðureign Pongu gegn Fylki. Fylkir líklegri gegn Pongu ,,Við sáum enga leiki í gærkvöldi og vitum ekkert hvernig leikirnir enduðu" sagði Sigtryggur Óskar en útsendingarliðið spáir Fylki sigri. Fylkir enduðu síðustu Vodafone deild í fjórða sæti og átti ágætis gengi í Iceland Open þrátt fyrir að hafa tapað í fyrstu umferð gegn liði XY. Þeir héldu áfram baráttunni í neðri riðli og slóu út bæði lið Sveittra og Tobe Announced en duttu svo að lokum út gegn Excess Success. Pongu hinsvegar tókst ekki að vinna sér inn sæti í Iceland Open og þeir þurfa að öllum líkindum að hafa mikið fyrir sigri í þeirra fyrsta leik. VITA slitið sig frá FH Næsta umferð færir okkur annan leik hjá Pongu þar sem þeir reyna við lið VITA sem spiluðu undir svarthvíta merki FH í síðustu deild. Þar enduðu þeir í fimmta sæti, tveimur stigum á eftir Fylki en virðast vera komnir til að sigra deildina ef marka má leikinn sem við sáum í gær. Þar fóru þeir illa með Excess Success sem að státar sumum af bestu leikmönnum deildarinnar og í fararbroddi var koOn á miðjunni. Ef að Pongu ætla að finna sigur í þessum leik í kvöld verða þeir að sýna fram á hvernig þeir stoppa af koOn. MIQ takast á við Fylki Þriðja umferð kvöldsins er Make It Quick gegn Fylki en MIQ unnu sér inn sætið sem að Tindastóll þurfti að láta frá sér. Make It Quick átti ekki roð í öfluga áætlun XY í gærkvöldi þar sem þeim var pakkað saman í jungle og á top lane af öflugri leikfléttu Leikmanns og xDbananaDx. MIQ völdu skemmtilegar hetjur og ef þeir halda vel á spöðunum gætu þeir átt góðan séns í Fylki. Ná Dusty Academy að hefna sín? Síðast en ekki síst er leikur XY Esport gegn Dusty Academy. XY kláraði síðustu Vodafone deild í sjöunda sæti og sluppu naumlega við það að falla niður úr úrvalsdeildinni. XY gjörbreytti liðinu sínu í félagaskiptaglugganum og komu sem þruma úr heiðskíru lofti þegar þeir unnu Dusty Academy 2-1 í Iceland Open mótinu í sumar og enduðu á því að fljúga í gegnum mótið til að öðlast þátttökurétt á Telia Masters. Upp að þeim punkti höfðu Dusty Academy algjörlega trónað á toppnum í íslensku LoL senunni og núna er tækifærið til að sýna og sanna að þeir séu enn þá bestir með gríðarlega mikilvægum sigri hérna. Dusty Academy unnu sinn fyrsta leik í gær gegn KR en það glitti samt í glufur hjá þeim. Útsendingarliðið er sammála um að þetta sé stórleikur kvöldsins og frábær leið til að ljúka þessari fyrstu viku. Fylgist með í beinni á https://www.twitch.tv/SiggoTV, klukkan 20:00.
Vodafone-deildin Fylkir Dusty League of Legends Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti