Tilfinningagreind eftirsótt hjá starfsmönnum framtíðarinnar Rakel Sveinsdóttir skrifar 10. september 2020 09:00 Guðrún Snorradóttir stjórnendaþjálfi. Vísir/Saga Sigurðardóttir „Tilfinningagreind felur í sér að vera opin fyrir eigin og annarra tilfinningum ásamt því að kunna að meta tilfinningar í umhverfinu, setja þær í samhengi og hafa stjórn á eigin tilfinningum“ segir Guðrún Snorradóttir stjórnendaþjálfi sem segir tilfinningagreind meðal því eftirsóknarverðasta sem framtíðarstarfsmenn þurfi að hafa. Þannig muni tæknin skáka manninn í mörgu í kjölfar fjórðu iðnbyltingarinnar nema þó einu: Tilfinningagreindinni. Að sögn Guðrúnar er margt að breytast nú þegar í þessum efnum því ungt fólk á vinnumarkaði er alið upp við að ræða tilfinningar og finnst eðlilegt og sjálfsagt að það sé gert á vinnustöðum. Hún segir stjórnendur hafa mestan áhuga á síðasta stigi tilfinningagreindar. Það felst í því að hafa hemil á tilfinningum sínum en Guðrún segir að til þess að ná þessu stigi þarf fyrst að átta sig á eigin tilfinningum. Í gær og í dag fjallar Atvinnulífið um viðkvæm mál á vinnustöðum og hvernig hægt er að leysa úr þeim. Í þessari þriðju grein af þremur er rætt við Guðrúnu Snorradóttur um tilfinningagreind. Guðrún er með MSC í hagnýtingu jákvæðrar sálfræði frá Anglia Ruskin háskólanum í Cambridge o ger vottaður PCC stjórnendamarkþjálfi frá International Coaching Federation. Tilfinningar birtast í líkamanum Guðrún segir tilfinningagreind mælanlega á ýmsa vegu og ein leiðin sé að fylgjast með birtingarmynd tilfinninga í líkamanum. Rannsóknir sýna að oftast birtast tilfinningar í svipuðum líkamshlutum hjá mannfólkinu til dæmis birtist reiði í andlitinu og fram í handleggi á meðan að kvíði á sér birtingarmynd undir rifbeinunum, fyrir miðju, líkt og hinn alkunni hnútur í maganum.“ Að þjálfa tilfinningagreindina snýst hins vegar um að hafa góð tök á eigin tilfinningum og þekkja hin mismunandi blæbrigði sömu tilfinninga. Þannig segir Guðrún tilfinningagreindina geta skynjað hraðar hvaða tilfinningar eiga sér stað. „Tilfinningar eru mjög smitandi fyrirbæri og því ber að umgangast þær með þeirri athygli og natni sem þær eiga skilið. Það getur einfaldlega skapað visst forskot, fyrir stjórnendur, að vera í góðum tilfinningalegum tengslum“ segir Guðrún. Að hennar sögn nýtist tilfinningagreind í öllum þáttum sem snúa að samskiptum fólks. Þar hafi rannsóknir síðustu áratuga sýnt fram á að hægt er að þróa tilfinningagreindina til að hafa jákvæð áhrif á aukna frammistöðu, þrautseigju einstaklinga, tryggð starfsmanna og uppbyggingu sterkra liðsheilda. „Með auknu álagi og tíðari breytingum býður tilfinningagreind upp á nýjar lausnir til að að halda ró okkar í vaxandi óvissu. Tilfinningagreind þróum við með ferns konar máta, með því að skynja, nýta, skilja og hafa stjórn á tilfinningum okkar“ segir Guðrún. Að hennar sögn er hægt að mæla tilfinningagreindina. Sjálf styðst hún við tilfinningagreindarpróf sem kallast MSCEIT prófið. Þar eru einn af þeim fjórum hæfnisþáttum (skynja, nýta, skilja, hafa stjórn á) prófaðir og síðan unnið í þjálfun með þær niðurstöður. S-in þrjú í COVID Guðrún segir kórónufaraldurinn auka enn á mikilvægi þess að stjórnendur séu næmir á líðan starfsfólks og þá séu allar líkur á því að faraldurinn muni hraða mörgu í tækniþróun fjórðu iðnbyltingarinnar. „Það eru mismunandi breytur sem að kalla á aukna tilfinningagreind, til dæmis yngri kynslóðirnar sem aldar eru upp við að ræða tilfinningar og koma með það „norm“ á vinnustaðina sína, tölur sem að sýna auknar andlegar áskoranir hjá sama hópi og hvað þá á tímum COVID þar sem að margir starfmenn eru að fóta sig í nýjum aðstæðum“ segir Guðrún. Sjálf bendir hún stjórnendum sérstaklega á S-in þrjú í kjölfar Covid en þau eru: Samvera Sýnileiki Samtal „Þín nærvera er besta gjöfin til starfsmanna í dag. Við þurfum að hjálpa hvort öðru i gegnum þessa tíma, þörfnumst þess að „normalisera“ ástandið með því að spegla okkur í hugsunum og tilfinningum hvors annars“ segir Guðrún og bætir við „Einmannaleiki er stórt vandamál í vestrænu samfélagi og COVID hefur aukið einangrun vissra hópa. Við einfaldlega þörfnumst hvors annars, jafnvel enn meira í dag en áður.“ Stjórnun Góðu ráðin Tengdar fréttir Frumsýning á myndböndum um einelti á vinnustöðum Ný fræðslumyndbönd fyrir vinnumarkaðinn frumsýnd í dag og sjá má hér. 9. september 2020 11:35 Bremsuför og uppvaskið viðkvæm mál á vinnustöðum Bremsuför í klósettinu, mæta alltaf og seint, vaska aldrei upp eða lykta illa eru dæmi um viðkvæm mál á vinnustöðum sem fólk á erfitt með að ræða um. 9. september 2020 10:04 Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Starfsmenn sem ljúga Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Þegar ástríðan slokknar: Eins og hljóðlát kulnun Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Sjá meira
„Tilfinningagreind felur í sér að vera opin fyrir eigin og annarra tilfinningum ásamt því að kunna að meta tilfinningar í umhverfinu, setja þær í samhengi og hafa stjórn á eigin tilfinningum“ segir Guðrún Snorradóttir stjórnendaþjálfi sem segir tilfinningagreind meðal því eftirsóknarverðasta sem framtíðarstarfsmenn þurfi að hafa. Þannig muni tæknin skáka manninn í mörgu í kjölfar fjórðu iðnbyltingarinnar nema þó einu: Tilfinningagreindinni. Að sögn Guðrúnar er margt að breytast nú þegar í þessum efnum því ungt fólk á vinnumarkaði er alið upp við að ræða tilfinningar og finnst eðlilegt og sjálfsagt að það sé gert á vinnustöðum. Hún segir stjórnendur hafa mestan áhuga á síðasta stigi tilfinningagreindar. Það felst í því að hafa hemil á tilfinningum sínum en Guðrún segir að til þess að ná þessu stigi þarf fyrst að átta sig á eigin tilfinningum. Í gær og í dag fjallar Atvinnulífið um viðkvæm mál á vinnustöðum og hvernig hægt er að leysa úr þeim. Í þessari þriðju grein af þremur er rætt við Guðrúnu Snorradóttur um tilfinningagreind. Guðrún er með MSC í hagnýtingu jákvæðrar sálfræði frá Anglia Ruskin háskólanum í Cambridge o ger vottaður PCC stjórnendamarkþjálfi frá International Coaching Federation. Tilfinningar birtast í líkamanum Guðrún segir tilfinningagreind mælanlega á ýmsa vegu og ein leiðin sé að fylgjast með birtingarmynd tilfinninga í líkamanum. Rannsóknir sýna að oftast birtast tilfinningar í svipuðum líkamshlutum hjá mannfólkinu til dæmis birtist reiði í andlitinu og fram í handleggi á meðan að kvíði á sér birtingarmynd undir rifbeinunum, fyrir miðju, líkt og hinn alkunni hnútur í maganum.“ Að þjálfa tilfinningagreindina snýst hins vegar um að hafa góð tök á eigin tilfinningum og þekkja hin mismunandi blæbrigði sömu tilfinninga. Þannig segir Guðrún tilfinningagreindina geta skynjað hraðar hvaða tilfinningar eiga sér stað. „Tilfinningar eru mjög smitandi fyrirbæri og því ber að umgangast þær með þeirri athygli og natni sem þær eiga skilið. Það getur einfaldlega skapað visst forskot, fyrir stjórnendur, að vera í góðum tilfinningalegum tengslum“ segir Guðrún. Að hennar sögn nýtist tilfinningagreind í öllum þáttum sem snúa að samskiptum fólks. Þar hafi rannsóknir síðustu áratuga sýnt fram á að hægt er að þróa tilfinningagreindina til að hafa jákvæð áhrif á aukna frammistöðu, þrautseigju einstaklinga, tryggð starfsmanna og uppbyggingu sterkra liðsheilda. „Með auknu álagi og tíðari breytingum býður tilfinningagreind upp á nýjar lausnir til að að halda ró okkar í vaxandi óvissu. Tilfinningagreind þróum við með ferns konar máta, með því að skynja, nýta, skilja og hafa stjórn á tilfinningum okkar“ segir Guðrún. Að hennar sögn er hægt að mæla tilfinningagreindina. Sjálf styðst hún við tilfinningagreindarpróf sem kallast MSCEIT prófið. Þar eru einn af þeim fjórum hæfnisþáttum (skynja, nýta, skilja, hafa stjórn á) prófaðir og síðan unnið í þjálfun með þær niðurstöður. S-in þrjú í COVID Guðrún segir kórónufaraldurinn auka enn á mikilvægi þess að stjórnendur séu næmir á líðan starfsfólks og þá séu allar líkur á því að faraldurinn muni hraða mörgu í tækniþróun fjórðu iðnbyltingarinnar. „Það eru mismunandi breytur sem að kalla á aukna tilfinningagreind, til dæmis yngri kynslóðirnar sem aldar eru upp við að ræða tilfinningar og koma með það „norm“ á vinnustaðina sína, tölur sem að sýna auknar andlegar áskoranir hjá sama hópi og hvað þá á tímum COVID þar sem að margir starfmenn eru að fóta sig í nýjum aðstæðum“ segir Guðrún. Sjálf bendir hún stjórnendum sérstaklega á S-in þrjú í kjölfar Covid en þau eru: Samvera Sýnileiki Samtal „Þín nærvera er besta gjöfin til starfsmanna í dag. Við þurfum að hjálpa hvort öðru i gegnum þessa tíma, þörfnumst þess að „normalisera“ ástandið með því að spegla okkur í hugsunum og tilfinningum hvors annars“ segir Guðrún og bætir við „Einmannaleiki er stórt vandamál í vestrænu samfélagi og COVID hefur aukið einangrun vissra hópa. Við einfaldlega þörfnumst hvors annars, jafnvel enn meira í dag en áður.“
Stjórnun Góðu ráðin Tengdar fréttir Frumsýning á myndböndum um einelti á vinnustöðum Ný fræðslumyndbönd fyrir vinnumarkaðinn frumsýnd í dag og sjá má hér. 9. september 2020 11:35 Bremsuför og uppvaskið viðkvæm mál á vinnustöðum Bremsuför í klósettinu, mæta alltaf og seint, vaska aldrei upp eða lykta illa eru dæmi um viðkvæm mál á vinnustöðum sem fólk á erfitt með að ræða um. 9. september 2020 10:04 Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Starfsmenn sem ljúga Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Þegar ástríðan slokknar: Eins og hljóðlát kulnun Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Sjá meira
Frumsýning á myndböndum um einelti á vinnustöðum Ný fræðslumyndbönd fyrir vinnumarkaðinn frumsýnd í dag og sjá má hér. 9. september 2020 11:35
Bremsuför og uppvaskið viðkvæm mál á vinnustöðum Bremsuför í klósettinu, mæta alltaf og seint, vaska aldrei upp eða lykta illa eru dæmi um viðkvæm mál á vinnustöðum sem fólk á erfitt með að ræða um. 9. september 2020 10:04