Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Stjarnan 3-1 | Sveindís með tvö og Blikar á hælum Vals Atli Freyr Arason skrifar 9. september 2020 22:27 Sveindís Jane Jónsdóttir var á skotskónum í kvöld. VÍSIR/DANÍEL Breiðablik vann öruggan 3-1 sigur á Stjörnunni í síðasta leik níundu umferðar Pepsi Max deildar kvenna fyrr í kvöld. Breiðablik byrjaði leikinn að miklum krafi. Sóknarþungi Breiðablik skilaði árangri á 15 mínútu leiksins þegar Sveindís Jane skoraði fyrsta mark kvöldsins eftir hornspyrnu sem Blikar tóku stutt. Karólína færir boltann á Öglu Maríu sem á frábæra fyrirgjöf fyrir mark Stjörnurnar beint á Sveindísi sem rís hæst á fjær stönginni og stangar boltann inn, 1-0 fyrir Breiðablik. Erin Mcleod hafði í nógu að snúast í marki Stjörnurnar í þessum leik en virtist eiga svo við flestum tilraunum Breiðabliks í fyrri hálfleik. Stjarnan fór að taka meira þátt í leiknum eftir því sem leið á fyrri hálfleikinn og á 39 mínútu jafnar Stjarnan leikinn þó með aðstoð Breiðabliks þar sem að Rakel Hönnudóttir á hræðilega sendingu til baka sem endar hjá Anítu Ýr Þorvaldsdóttur, framherja Stjörnurnar og hún þakkar pent fyrir sig með því að rúlla boltanum fram hjá Sonný í marki Breiðabliks. Einungis þriðja markið sem Breiðablik fær á sig í sumar. Það var augljóst að Þorstein Halldórsson, þjálfari Breiðabliks, hefði sagt eitthvað merkilegt í hálfleiksræðu sinni þar sem að Breiðablik kom töluvert grimmara út í síðari hálfleikinn og tók öll völd á leiknum. Stjörnukonur áttu í erfiðleikum með að koma knettinum yfir miðlínu leikvallarins og inn á helming Breiðabliks stóran hluta síðari hálfleiks. Yfirburðir Breiðabliks skilaði sér svo á 63. mínútu þegar Sveindís skorar annað mark sitt í leiknum. Stjarnan var ekki alveg nógu sátt við dómgæsluna hjá Bríeti Braga í því marki en vildu þær meina að brotið hefði verið á leikmanni Stjörnurnar í aðdragandanum. Eftir annað markið gáfu Blikarnir í frekar en að slaka á og héldu áfram að stjórna leiknum. Stuttu eftir markið er Sveindís nálægt því að fullkomna þrennu sína en kollspyrna Sveindísar dettur ofan á slánna og þaðan út í teig þar sem Stjarnan hreinsar. Strax í næstu sókn Blika, eða á 84 mínútu á Sveindsí Jane stórglæsilegan sprett af hægri væng Blika og keyrir inn á vörn Stjörnurnar og fer fram hjá þeim öllum áður en hún rennur boltanum út í teiginn á Rakel Hönnudóttur sem setur stóru tánna í knöttinn og kemur honum yfir marklínuna. 3-1 fyrir Breiðablik og urðu það lokatölur leiksins. Af hverju vann Breiðablik? Breiðablik voru betri í kvöld. Þær héldu boltanum innan síns liðs og Stjarnan átti í erfiðleikum með að koma boltanum yfir miðlínu í síðari hálfleik. Hvað gekk illa? Stjörnukonum gekk illa að halda valdi á knettinum. Þær voru að elta boltann nánast allan leikinn og það fór allt of mikil orka í það. Breiðablik náði of oft að opna vörn Stjörnurnar í kvöld. Hvað gerist næst? Verkefni Stjörnukvenna verður ekkert auðveldara því núna á sunnudaginn eiga þær leik við Íslandsmeistara Vals á Samsungvellinum. Eftir leikinn er Stjarnan áfram í sjötta sæti deildarinnar með 14 stig. Breiðablik er áfram bara einu stigi á eftir Val sem situr í toppsætinu með 34 stig. Blikar spila næst á sunnudaginn við Þór/KA fyrir norðan. Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar.VÍSIR/DANÍEL Kristján: Erum að spila við þrjú efstu liðin þessa viku Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, hefur oft verið kátari en hann var í leikslok í kvöld. „Við spiluðum vel í fyrri hálfleik. Við eigum stangarskot og síðar jöfnum við leikinn og erum að gera það sem var lagt upp með. Í seinni hálfleik þá finna Blikarnir leið í gegnum varnarleikinn okkar og við áttum ekkert svar. Það er kannski eðlilegt þar sem þetta lið er búið að spila saman í tvö ár nánast án þess að skipta út leikmanni,“ sagði Kristján. Kristján var ekki sáttur að eitt marka Breiðabliks í kvöld hefði fengið að standa. „Í marki númer tvö þá er greinilega brotið á leikmanni okkar í aðdragandanum. Það mark átti alls ekki að standa,“ sagði Kristján ósáttur eftir leik. Aníta Ýr Þorvaldsdóttir var meðal bestu leikmanna Stjörnurnar í kvöld en hún fór af leikvelli á 65. mínútu. Kristján vildi meina að Aníta hafi þarfnast meiri hvíldar eftir álagið undanfarið. „Það er meira um hvíld að ræða, frekar en að taka hættulegan sóknarmann af velli,“ var það sem Kristján hafði að segja um breytinguna. Það eru fáir sem öfunda leikjaprógram Stjörnurnar þessa vikuna þar sem liðið spilar við öll efstu lið deildarinnar á sjö daga tímabili. „Við bara klárum þessa viku, við erum að spila við þrjú efstu liðin þessa viku. Selfoss og Breiðablik á útivelli og svo Val núna á sunnudaginn. Við þurfum bara að safna orku og reyna að vinna Valsara,“ sagði Kristján að lokum. Þorsteinn: Það voru engin geimvísindi Þorsteinn var kátur með stigin þrjú í viðtali eftir leik og hrósaði hann andstæðingum sínum í kvöld. „Ég er sáttur við sigurinn. Við spiluðum vel í seinni hálfleik. Við vorum annars með hörkuleik langt fram eftir. Stjarnan var mjög erfiður andstæðingur, þær spiluðu vel og sérstaklega í fyrri hálfleikinn. Við vorum í basli á stórum köflum í fyrri hálfleik fannst mér, þó svo að við vorum kannski sterkari aðilinn þá fannst mér þær alveg líklegar þrátt fyrir að við höfum átt góðan þátt í marki þeirra. Í seinni hálfleik þá tókum við völdin og fundum betri leiðir til að opna þær og ógna marki þeirra og það var bara virkilega vel gert,“ Sagði Steini ánægður eftir leik. Breiðablik kom tvíeflt út í síðari hálfleikinn og staðráðnar í að klára leikinn. Steini var spurður hvað hann hafi sagt í hálfleik til að koma þeim á bragðið. „Það voru enginn geimvísindi. Þetta voru bara ákveðnir hlutir sem við fórum yfir, aðallega að við gætum bætt aðeins í tempóið hjá okkur og að þora að spila boltanum inn á ákveðna staði. Við gerðum það betur þá en við ætluðum að gera í fyrri hálfleik en við breyttum svo sem ekki miklu í því hvernig við ætluðum að spila í hálfleiknum,“ sagði Þorsteinn. Einu stigi munar á Breiðablik og Val í fyrsta og öðru sætinu eftir þessa umferð. Það munar samt 14 stigum á liðunum í 2. og 3. sæti. Aðspurður að því hvort þessi barátta færi ekki alveg fram á síðasta leik sagði Þorsteinn: „Alveg örugglega. Mótið klárast ekki fyrr en í síðustu umferð. Eins og staðan er í dag þá bendir þetta allt til þess [að barist verður fram á síðasta leik]. Við þurfum bara að halda áfram og það verður ekkert gefið í þessu. Við þurfum að spila vel áfram og vinna leiki til að eiga möguleika á titlinum. Grundvallar atriði er að vera klár í hvern einasta leik og það er mjög stutt á milli leikja núna þannig að stelpurnar þurfa að hugsa vel um sig,“ sagði Þorsteinn að lokum. Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Stjarnan
Breiðablik vann öruggan 3-1 sigur á Stjörnunni í síðasta leik níundu umferðar Pepsi Max deildar kvenna fyrr í kvöld. Breiðablik byrjaði leikinn að miklum krafi. Sóknarþungi Breiðablik skilaði árangri á 15 mínútu leiksins þegar Sveindís Jane skoraði fyrsta mark kvöldsins eftir hornspyrnu sem Blikar tóku stutt. Karólína færir boltann á Öglu Maríu sem á frábæra fyrirgjöf fyrir mark Stjörnurnar beint á Sveindísi sem rís hæst á fjær stönginni og stangar boltann inn, 1-0 fyrir Breiðablik. Erin Mcleod hafði í nógu að snúast í marki Stjörnurnar í þessum leik en virtist eiga svo við flestum tilraunum Breiðabliks í fyrri hálfleik. Stjarnan fór að taka meira þátt í leiknum eftir því sem leið á fyrri hálfleikinn og á 39 mínútu jafnar Stjarnan leikinn þó með aðstoð Breiðabliks þar sem að Rakel Hönnudóttir á hræðilega sendingu til baka sem endar hjá Anítu Ýr Þorvaldsdóttur, framherja Stjörnurnar og hún þakkar pent fyrir sig með því að rúlla boltanum fram hjá Sonný í marki Breiðabliks. Einungis þriðja markið sem Breiðablik fær á sig í sumar. Það var augljóst að Þorstein Halldórsson, þjálfari Breiðabliks, hefði sagt eitthvað merkilegt í hálfleiksræðu sinni þar sem að Breiðablik kom töluvert grimmara út í síðari hálfleikinn og tók öll völd á leiknum. Stjörnukonur áttu í erfiðleikum með að koma knettinum yfir miðlínu leikvallarins og inn á helming Breiðabliks stóran hluta síðari hálfleiks. Yfirburðir Breiðabliks skilaði sér svo á 63. mínútu þegar Sveindís skorar annað mark sitt í leiknum. Stjarnan var ekki alveg nógu sátt við dómgæsluna hjá Bríeti Braga í því marki en vildu þær meina að brotið hefði verið á leikmanni Stjörnurnar í aðdragandanum. Eftir annað markið gáfu Blikarnir í frekar en að slaka á og héldu áfram að stjórna leiknum. Stuttu eftir markið er Sveindís nálægt því að fullkomna þrennu sína en kollspyrna Sveindísar dettur ofan á slánna og þaðan út í teig þar sem Stjarnan hreinsar. Strax í næstu sókn Blika, eða á 84 mínútu á Sveindsí Jane stórglæsilegan sprett af hægri væng Blika og keyrir inn á vörn Stjörnurnar og fer fram hjá þeim öllum áður en hún rennur boltanum út í teiginn á Rakel Hönnudóttur sem setur stóru tánna í knöttinn og kemur honum yfir marklínuna. 3-1 fyrir Breiðablik og urðu það lokatölur leiksins. Af hverju vann Breiðablik? Breiðablik voru betri í kvöld. Þær héldu boltanum innan síns liðs og Stjarnan átti í erfiðleikum með að koma boltanum yfir miðlínu í síðari hálfleik. Hvað gekk illa? Stjörnukonum gekk illa að halda valdi á knettinum. Þær voru að elta boltann nánast allan leikinn og það fór allt of mikil orka í það. Breiðablik náði of oft að opna vörn Stjörnurnar í kvöld. Hvað gerist næst? Verkefni Stjörnukvenna verður ekkert auðveldara því núna á sunnudaginn eiga þær leik við Íslandsmeistara Vals á Samsungvellinum. Eftir leikinn er Stjarnan áfram í sjötta sæti deildarinnar með 14 stig. Breiðablik er áfram bara einu stigi á eftir Val sem situr í toppsætinu með 34 stig. Blikar spila næst á sunnudaginn við Þór/KA fyrir norðan. Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar.VÍSIR/DANÍEL Kristján: Erum að spila við þrjú efstu liðin þessa viku Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, hefur oft verið kátari en hann var í leikslok í kvöld. „Við spiluðum vel í fyrri hálfleik. Við eigum stangarskot og síðar jöfnum við leikinn og erum að gera það sem var lagt upp með. Í seinni hálfleik þá finna Blikarnir leið í gegnum varnarleikinn okkar og við áttum ekkert svar. Það er kannski eðlilegt þar sem þetta lið er búið að spila saman í tvö ár nánast án þess að skipta út leikmanni,“ sagði Kristján. Kristján var ekki sáttur að eitt marka Breiðabliks í kvöld hefði fengið að standa. „Í marki númer tvö þá er greinilega brotið á leikmanni okkar í aðdragandanum. Það mark átti alls ekki að standa,“ sagði Kristján ósáttur eftir leik. Aníta Ýr Þorvaldsdóttir var meðal bestu leikmanna Stjörnurnar í kvöld en hún fór af leikvelli á 65. mínútu. Kristján vildi meina að Aníta hafi þarfnast meiri hvíldar eftir álagið undanfarið. „Það er meira um hvíld að ræða, frekar en að taka hættulegan sóknarmann af velli,“ var það sem Kristján hafði að segja um breytinguna. Það eru fáir sem öfunda leikjaprógram Stjörnurnar þessa vikuna þar sem liðið spilar við öll efstu lið deildarinnar á sjö daga tímabili. „Við bara klárum þessa viku, við erum að spila við þrjú efstu liðin þessa viku. Selfoss og Breiðablik á útivelli og svo Val núna á sunnudaginn. Við þurfum bara að safna orku og reyna að vinna Valsara,“ sagði Kristján að lokum. Þorsteinn: Það voru engin geimvísindi Þorsteinn var kátur með stigin þrjú í viðtali eftir leik og hrósaði hann andstæðingum sínum í kvöld. „Ég er sáttur við sigurinn. Við spiluðum vel í seinni hálfleik. Við vorum annars með hörkuleik langt fram eftir. Stjarnan var mjög erfiður andstæðingur, þær spiluðu vel og sérstaklega í fyrri hálfleikinn. Við vorum í basli á stórum köflum í fyrri hálfleik fannst mér, þó svo að við vorum kannski sterkari aðilinn þá fannst mér þær alveg líklegar þrátt fyrir að við höfum átt góðan þátt í marki þeirra. Í seinni hálfleik þá tókum við völdin og fundum betri leiðir til að opna þær og ógna marki þeirra og það var bara virkilega vel gert,“ Sagði Steini ánægður eftir leik. Breiðablik kom tvíeflt út í síðari hálfleikinn og staðráðnar í að klára leikinn. Steini var spurður hvað hann hafi sagt í hálfleik til að koma þeim á bragðið. „Það voru enginn geimvísindi. Þetta voru bara ákveðnir hlutir sem við fórum yfir, aðallega að við gætum bætt aðeins í tempóið hjá okkur og að þora að spila boltanum inn á ákveðna staði. Við gerðum það betur þá en við ætluðum að gera í fyrri hálfleik en við breyttum svo sem ekki miklu í því hvernig við ætluðum að spila í hálfleiknum,“ sagði Þorsteinn. Einu stigi munar á Breiðablik og Val í fyrsta og öðru sætinu eftir þessa umferð. Það munar samt 14 stigum á liðunum í 2. og 3. sæti. Aðspurður að því hvort þessi barátta færi ekki alveg fram á síðasta leik sagði Þorsteinn: „Alveg örugglega. Mótið klárast ekki fyrr en í síðustu umferð. Eins og staðan er í dag þá bendir þetta allt til þess [að barist verður fram á síðasta leik]. Við þurfum bara að halda áfram og það verður ekkert gefið í þessu. Við þurfum að spila vel áfram og vinna leiki til að eiga möguleika á titlinum. Grundvallar atriði er að vera klár í hvern einasta leik og það er mjög stutt á milli leikja núna þannig að stelpurnar þurfa að hugsa vel um sig,“ sagði Þorsteinn að lokum.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti