Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - KR 2-4 | KR í undanúrslitin eftir góðan sigur í Kópavogi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. september 2020 21:30 Atli Sigurjónsson skoraði glæsilegt mark í sigri KR í kvöld. VÍSIR/BÁRA Það var sannkallaður stórleikur í Kópavoginum er Breiðablik og KR mættust í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. KR-ingar hafa verið með gott tak á Blikum undanfarið og unnið síðustu þrjár viðureignir liðanna og engin breyting varð þar á í kvöld. Lokatölur 4-2 KR í vil í skemmtilegum leik í rigningunni. Ægir Jarl Jónasson fékk óvænt tækifæri í byrjunarliði KR þar sem Pablo Punyed var í leikbanni. Hann átti eftir að endurgjalda greiðan og rúmlega það. Gangur leiksins Fyrri hálfleikurinn var spes að mörgu leyti en það sást langar leiðir að liðin höfðu ekki spilað leik í töluverðan tíma. Blikar byrjuðu leikinn betur og komust næstum yfir í upphafi þegar Finnur Tómas Pálmason – miðvörður KR – bjargaði á línu. Eftir það var leikurinn nokkuð rólegur, knattspyrnulega séð allavega. Það virtist allt ætla að sjóða upp úr þegar Atli Sigurjónsson lenti nánast ofan á Davíð Ingvarssyni eftir langa sendingu frá hægri til vinstri. Endaði það með léttum stympingum en ekkert alvarlegt. Kennie Chopart var svo á gulu þegar hann fór öxl í öxl við Höskuld Gunnlaugsson en dómari leiksins dæmdi aukaspyrnu. Vildu Blikar að Kennie myndu fá sitt annað gula spjald en Höskuldur var í góðri stöðu ofarlega á vellinum. Það stefndi allt í markalausan fyrri hálfleik þangað til KR fékk hornspyrnu á 42. mínútu. Kennie tók spyrnuna og sendi góðan bolta á fjær þar sem áðurnefndur Ægir Jarl reis manna hæst og skallaði boltann af öllu afli í netið. Hvar varnarmenn Blika voru er óvíst en Ægir var aleinn þegar hann stökk upp í boltann. Íslandsmeistararnir komnir 1-0 yfir en þeir létu ekki staðar numið þar. Þegar komið var langt inn í uppbótartíma fyrri hálfleiks kom langur bolti fram. Varnarmenn Blika náðu ekki að hreinsa langt og Atli Sigurjónsson tók við boltanum og smellti honum með vinstri í skeytin fjær, óverjandi og staðan orðin 2-0. Í kjölfarið var flautað til hálfleiks og ljóst að síðari hálfleikurinn yrði brekka hjá heimamönnum. Ægir Jarl gerði svo nánast út um leikinn strax í upphafi síðari hálfleiks. Hann óð þó með knöttinn inn á völlinn frá vinstri og smellti honum í gagnstætt horn. Frábærlega gert en spurning hvort Anton Ari hefði átt að gera betur í marki Blika þar sem Ægir var vel fyrir utan teig. Ægir Jarl var svo næstum búinn að fullkomna þrennu sína. Aftur átti hann skalla eftir horn og aftur var hann á fjær. Að þessu sinni fór boltinn í marksúluna og þaðan meðfram markinu og út af hinu megin. Ægir var svo viss um að hann hefði skorað að hann var byrjaður að fagna. Blikar fengu líflínu þegar tuttugu mínútur voru til leiksloka. Varamaðurinn Brynjólfur Andersen Willumsson skoraði þá eftir góða sókn en Höskuldur lagði boltann út á Brynjólf sem skoraði með snyrtilegri afgreiðslu. Hjalti Sigurðsson – sem kom inn í hægri bakvörð KR fyrir Kennie undir lok fyrri hálfleiks – vill eflaust ekki sjá markið aftur en hann rann illa í aðdragandanum. Kristján Flóki Finnbogason gerði hins vegar út um leikinn á 82. mínútu er hann fylgdi eftir skoti Kristins Jónssonar. Varamaðurinn Stefán Ingi Sigurðarson minnkaði muninn fyrir Blika aðeins tveimur mínútum síðar en fleiri urðu mörkin ekki og lokatölur því 4-2 KR í vil. Íslandsmeistarar KR eru því komnir í undanúrslit Mjólkurbikarsins árið 2020. Dregið verður til undanúrslita um kl. 22 í kvöld, í beinni útsendingu í Mjólkurbikarmörkunum á Stöð 2 Sport og hér á Vísi. Ægir Jarl: Þýðir ekkert að fara væla „Hrikalega vel. Frábær leikur, fullt af mörkum og ég náði að sýna hvað ég get í kvöld og svo er ég ánægður með úrslitin,“ sagði Ægir Jarl í grenjandi rigningu út á miðjum velli eftir sigur KR í kvöld. „Algjörlega. Þetta er fyrsti leikurinn sem ég byrja í sumar og ég tók algjörlega sénsinn eins og menn eiga að gera. Þýðir ekkert að væla, maður verður að sýna úr hverju maður er gerður þegar kallið kemur,“ sagði Ægir um eigin frammistöðu í kvöld en hann átti frábæran leik í liði KR. „Já ég held það, Blikarnir eru með gott lið og spila boltanum hratt á milli sín. Við vorum að verjast mikið í lokin og þurftum að leggja okkur alla fram. Blikar eru með gott lið en við höfðum betur í dag,“ sagði Ægir aðspurður út í hvort það henti KR að spila „einfalt“ gegn liðum eins og Breiðablik. „Við erum með góðan hóp og góða leikmenn í öllum stöðum og við sýndum það í dag“ sagði Ægir að lokum. Óskar Hrafn var ekki sáttur með varnarmenn sína í dag.Vísir/Bára Óskar Hrafn: Varnarleikur okkur á síðasta þriðjung var óboðlegur „Ég held að það sé alveg ljóst að varnarleikur okkur á síðasta þriðjung var óboðlegur. Á móti liði eins og KR þá færðu það í andlitið,“ sagði Óskar Hrafn um það sem hefði farið úrskeiðis hjá Blikum í kvöld. „Mér fannst við – eins kjánalega og það hljómar – með góða stjórn á leiknum í fyrri hálfleik. Það vantaði aðeins upp á síðasta þriðjung og við markið þeirra en mér fannst við með fína stjórn á leiknum og það var ekki fyrr en þetta var orðið ´ping pong´ í síðari hálfleik sem var þörf á að skipta. Skiptingarnar sem slíkar löguðu ekki varnarleikinn. Þær löguðu ekki einstaklings varnarleikinn og gegn svona liðum er hann mikilvægur. Ef þú dekkar ekki í hornum þá refsar KR þér. Ef þú ert lélegur einn á móti einum þá refsar KR þér. Það var svona það sem fór með leikinn í kvöld fannst mér,“ sagði Óskar um leik kvöldsins. „Ég efast um það. Við höfum engan tíma til að dvelja sérstaklega við þennan leik eða hvort KR hafi tak á okkur. Við spilum við FH á sunnudaginn og svo kemur KR hingað aftur á sunnudeginum eftir það. Þurfum að mæta í þann leik vopnaðir því sem við gerðum vel og laga það sem fór miður sem var varnarleikurinn. Þá held ég að við séum í ágætis málum,“ sagði Óskar að lokum aðspurður út í hvort fjórir sigrar KR í röð á Blikum væri farið að setjast í mannskapinn. Breiðablik KR Mjólkurbikarinn
Það var sannkallaður stórleikur í Kópavoginum er Breiðablik og KR mættust í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. KR-ingar hafa verið með gott tak á Blikum undanfarið og unnið síðustu þrjár viðureignir liðanna og engin breyting varð þar á í kvöld. Lokatölur 4-2 KR í vil í skemmtilegum leik í rigningunni. Ægir Jarl Jónasson fékk óvænt tækifæri í byrjunarliði KR þar sem Pablo Punyed var í leikbanni. Hann átti eftir að endurgjalda greiðan og rúmlega það. Gangur leiksins Fyrri hálfleikurinn var spes að mörgu leyti en það sást langar leiðir að liðin höfðu ekki spilað leik í töluverðan tíma. Blikar byrjuðu leikinn betur og komust næstum yfir í upphafi þegar Finnur Tómas Pálmason – miðvörður KR – bjargaði á línu. Eftir það var leikurinn nokkuð rólegur, knattspyrnulega séð allavega. Það virtist allt ætla að sjóða upp úr þegar Atli Sigurjónsson lenti nánast ofan á Davíð Ingvarssyni eftir langa sendingu frá hægri til vinstri. Endaði það með léttum stympingum en ekkert alvarlegt. Kennie Chopart var svo á gulu þegar hann fór öxl í öxl við Höskuld Gunnlaugsson en dómari leiksins dæmdi aukaspyrnu. Vildu Blikar að Kennie myndu fá sitt annað gula spjald en Höskuldur var í góðri stöðu ofarlega á vellinum. Það stefndi allt í markalausan fyrri hálfleik þangað til KR fékk hornspyrnu á 42. mínútu. Kennie tók spyrnuna og sendi góðan bolta á fjær þar sem áðurnefndur Ægir Jarl reis manna hæst og skallaði boltann af öllu afli í netið. Hvar varnarmenn Blika voru er óvíst en Ægir var aleinn þegar hann stökk upp í boltann. Íslandsmeistararnir komnir 1-0 yfir en þeir létu ekki staðar numið þar. Þegar komið var langt inn í uppbótartíma fyrri hálfleiks kom langur bolti fram. Varnarmenn Blika náðu ekki að hreinsa langt og Atli Sigurjónsson tók við boltanum og smellti honum með vinstri í skeytin fjær, óverjandi og staðan orðin 2-0. Í kjölfarið var flautað til hálfleiks og ljóst að síðari hálfleikurinn yrði brekka hjá heimamönnum. Ægir Jarl gerði svo nánast út um leikinn strax í upphafi síðari hálfleiks. Hann óð þó með knöttinn inn á völlinn frá vinstri og smellti honum í gagnstætt horn. Frábærlega gert en spurning hvort Anton Ari hefði átt að gera betur í marki Blika þar sem Ægir var vel fyrir utan teig. Ægir Jarl var svo næstum búinn að fullkomna þrennu sína. Aftur átti hann skalla eftir horn og aftur var hann á fjær. Að þessu sinni fór boltinn í marksúluna og þaðan meðfram markinu og út af hinu megin. Ægir var svo viss um að hann hefði skorað að hann var byrjaður að fagna. Blikar fengu líflínu þegar tuttugu mínútur voru til leiksloka. Varamaðurinn Brynjólfur Andersen Willumsson skoraði þá eftir góða sókn en Höskuldur lagði boltann út á Brynjólf sem skoraði með snyrtilegri afgreiðslu. Hjalti Sigurðsson – sem kom inn í hægri bakvörð KR fyrir Kennie undir lok fyrri hálfleiks – vill eflaust ekki sjá markið aftur en hann rann illa í aðdragandanum. Kristján Flóki Finnbogason gerði hins vegar út um leikinn á 82. mínútu er hann fylgdi eftir skoti Kristins Jónssonar. Varamaðurinn Stefán Ingi Sigurðarson minnkaði muninn fyrir Blika aðeins tveimur mínútum síðar en fleiri urðu mörkin ekki og lokatölur því 4-2 KR í vil. Íslandsmeistarar KR eru því komnir í undanúrslit Mjólkurbikarsins árið 2020. Dregið verður til undanúrslita um kl. 22 í kvöld, í beinni útsendingu í Mjólkurbikarmörkunum á Stöð 2 Sport og hér á Vísi. Ægir Jarl: Þýðir ekkert að fara væla „Hrikalega vel. Frábær leikur, fullt af mörkum og ég náði að sýna hvað ég get í kvöld og svo er ég ánægður með úrslitin,“ sagði Ægir Jarl í grenjandi rigningu út á miðjum velli eftir sigur KR í kvöld. „Algjörlega. Þetta er fyrsti leikurinn sem ég byrja í sumar og ég tók algjörlega sénsinn eins og menn eiga að gera. Þýðir ekkert að væla, maður verður að sýna úr hverju maður er gerður þegar kallið kemur,“ sagði Ægir um eigin frammistöðu í kvöld en hann átti frábæran leik í liði KR. „Já ég held það, Blikarnir eru með gott lið og spila boltanum hratt á milli sín. Við vorum að verjast mikið í lokin og þurftum að leggja okkur alla fram. Blikar eru með gott lið en við höfðum betur í dag,“ sagði Ægir aðspurður út í hvort það henti KR að spila „einfalt“ gegn liðum eins og Breiðablik. „Við erum með góðan hóp og góða leikmenn í öllum stöðum og við sýndum það í dag“ sagði Ægir að lokum. Óskar Hrafn var ekki sáttur með varnarmenn sína í dag.Vísir/Bára Óskar Hrafn: Varnarleikur okkur á síðasta þriðjung var óboðlegur „Ég held að það sé alveg ljóst að varnarleikur okkur á síðasta þriðjung var óboðlegur. Á móti liði eins og KR þá færðu það í andlitið,“ sagði Óskar Hrafn um það sem hefði farið úrskeiðis hjá Blikum í kvöld. „Mér fannst við – eins kjánalega og það hljómar – með góða stjórn á leiknum í fyrri hálfleik. Það vantaði aðeins upp á síðasta þriðjung og við markið þeirra en mér fannst við með fína stjórn á leiknum og það var ekki fyrr en þetta var orðið ´ping pong´ í síðari hálfleik sem var þörf á að skipta. Skiptingarnar sem slíkar löguðu ekki varnarleikinn. Þær löguðu ekki einstaklings varnarleikinn og gegn svona liðum er hann mikilvægur. Ef þú dekkar ekki í hornum þá refsar KR þér. Ef þú ert lélegur einn á móti einum þá refsar KR þér. Það var svona það sem fór með leikinn í kvöld fannst mér,“ sagði Óskar um leik kvöldsins. „Ég efast um það. Við höfum engan tíma til að dvelja sérstaklega við þennan leik eða hvort KR hafi tak á okkur. Við spilum við FH á sunnudaginn og svo kemur KR hingað aftur á sunnudeginum eftir það. Þurfum að mæta í þann leik vopnaðir því sem við gerðum vel og laga það sem fór miður sem var varnarleikurinn. Þá held ég að við séum í ágætis málum,“ sagði Óskar að lokum aðspurður út í hvort fjórir sigrar KR í röð á Blikum væri farið að setjast í mannskapinn.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti