Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Fylkir 2-2 | Hörkuleikur í Eyjum Einar Kárason skrifar 13. september 2020 17:40 FH - ÍBV Pepsi max deild kvenna, Sumar 2020. Það var vindasamt í Vestmannaeyjum þegar ÍBV tók á móti Fylkisstúlkum á Hásteinsvelli í dag. Fyrir leik sátu gestirnir í 4.sæti en heimastúlkur í 5.sæti deildarinnar. Alveg frá fyrstu mínútu réðu Eyjakonur lögum og lofum með vindinn í bakið. Ekki var mikið um færi fyrstu 10 mínúturnar og gestirnir vörðust vel. Það breyttist þó mínútum síðar þegar það kom hræðileg sending út úr vörn Fylkis beint í fætur Karlinu Miksone sem keyrði inn að marki og lét vaða. Cecilía Rán Rúnarsdóttir, markvörður Fylkis, var í boltanum en náði einungis að blaka honum í þverslánna og þaðan í netið. Olga Sevcova var nálægt því að tvöfalda forustuna stuttu síðar en Cecilía sá við henni. Fylkiskonur áttu erfitt með að fóta sig með vindinn í andlitið og komust vart yfir miðju. Fatma Kara átti fína tilraun fyrir heimastúlkur en boltinn yfir markið eftir tæplega 20 mínútna leik. Stuttu síðar björguðu gestirnir svo á línu eftir að Júlíana Sveinsdóttir skallaði að marki eftir hornspyrnu Olgu. Gestirnir þurftu að bíða þar til um 5 mínútur voru til hálfleiks eftir fyrsta færi sínu. Það fékk Bryndís Arna Níelsdóttir eftir vel útfært fast leikatriði en skot hennar ekki nægilega öflugt og beint á Auði Sveinbjörnsdóttur Scheving í marki ÍBV. ÍBV hefðu hæglega getað skorað fleiri mörk í fyrri hálfleiknum og rétt fyrir hálfleik hefðu þær svo sannarlega átt að bæta við. Boltinn fór þá eftir hornspyrnu Olgu í gegnum markteiginn ósnertur og sleiktir stöngina fjær. Þegar gengið var til búningsherbergja var staðan því 1-0 fyrir ÍBV. Fylkiskonur hófu síðari hálfleikinn með vindinn í bakið og mættu inn með krafti. Eftir 5 mínútna leik gerðu gestirnir breytingu og inn kom Margrét Björg Ástvaldsdóttir. Það tók hana ekki nema sekúndur að setja sitt mark á leikinn þegar hún átti skot, eða sendingu, utan af hægri kanti og hafnaði boltinn í stönginni fjær. Bryndís Arna var fyrst til að átta sig og hamraði boltann í þaknetið. Leikurinn orðinn jafn á ný og meðbyrinn með gestunum úr Árbæ. Vindurinn hafði sitt að segja og gestirnir mun meira með boltann, þó án þess að skapa nein dauðafæri, á meðan ÍBV beitti skyndisóknum. Yfirburðir Fylkis skiluðu þó árangri eftir rúmlega klukkustundar leik þegar boltinn barst út á Þórdísi Elvu Ágústsdóttur sem lét vaða fyrir utan teig og söng boltinn í netinu, óverjandi fyrir Auði. Forusta gestanna entist þó ekki lengi en stuttu síðar fengu ÍBV hornspyrnu. Olga tók spyrnuna inn í teig, þar sem boltinn fór af Bertu Sigursteinsdóttur sem var nýkominn inn sem varamaður í lið Eyjastúlkna og þaðan til Karlinu sem skoraði af stuttu færi. Hennar annað mark í leiknum. Jöfnunarmarkið kom aðeins gegn gangi leiksins og héldu Fylkirstúlkur áfram að sækja og í tvígang hefðu þær gætað náð forustunni á ný. Bryndís Arna fékk gott færi eftir að boltinn hafði skoppað yfir varnarlínu ÍBV en skot hennar fór yfir markið og svo skapaðist stórhætta við mark heimastúlkna eftir misskilning í vörninni en Helena Jónsdóttir átti þá frábæra tæklingu og kom í veg fyrir öruggt mark. Þetta reyndist það síðasta sem gerðist áður en dómari leiksins flautaði til loka leiks. Niðurstaðan 2-2, í leik þar sem nánast var sótt á eitt mark í 90 mínútur. Kjartan: Hefði viljað taka þennan leik ,,Miðað við hvernig seinni hálfleikurinn spilaðist hefði ég viljað taka þennan leik”, sagði Kjartan Stefánsson, þjálfari Fylkis, eftir leik. ,,Þetta var rok og það mátti alveg sjá á leiknum.” ,,Við erum að brasa í meiðslum og ákváðum að leggja upp með ákveðna taktík. Vera þéttar á móti rokinu og keyra svo á seinni hálfleikinn. Það tókst næstum því en það var planið og hefðum við hitt markið aðeins betur hefðum við getað tekið þetta.” ,,Það var fúlt að fá þetta mark á okkur,” sagði Kjartan en Fylkir skoraði 2 góð mörk eftir að hafa lent undir. ,,Ódýrar hornspyrnur en hornspyrnan var góð hjá þeim og við verðum að klára okkar.” ,,Ég hefði viljað klára þessi 3-4 færi sem við fengum til,” sagði Kjartan að lokum. Andri Ólafs: Þokkalega sáttur Andri Ólafsson, þjálfari ÍBV, var nokkuð sáttur með að hafa fengið stig úr þessum leik. ,,Ég er bara þokkalega sáttur að að hafa jafnað í 2-2. Tveir hálfleikar, jújú, eins og í öllum fótboltaleikjum en við áttum að vera komin í betri stöðu í hálfleik. Mér fannst við gera margfalt betra en þær á móti vindi, hvort sem við höfum skapað nóg af færum eða ekki. Þriðji leikurinn við þær (Fylki) á þessu tímabili og allir jafntefli. Það er eins og það er.” Eyjastúlkur fóru inn í hálfleikinn marki yfir en hefðu hæglega getað bætt fleiri mörkum við. ,,Mér fannst allavega tvisvar þar sem við erum einbeitingarlausar og eigum að gera aðeins betur. Já, ég hefði viljað fara með meiri forustu inn í hálfleikinn.” ,,Ég er ánægður (að hafa náð jöfnunarmarki). Þær eru þekktar fyrir það að skora þvílíku mörkin, fyrir utan teig og annað. Þetta eru þvílíkar sleggjur hjá þeim. Mögulega erfitt að verjast þessu. Samt eigum við að gera örlítið betur og vera ákveðnari.” ,,Ég tel þetta nokkuð sanngjarnt. Auðvitað er maður alltaf feginn að jafna ef maður lendir undir á móti vindinum, en maður er kannski svona blindur á þetta en mér fannst við líklegri,” sagði Andri að lokum. ÍBV Fylkir
Það var vindasamt í Vestmannaeyjum þegar ÍBV tók á móti Fylkisstúlkum á Hásteinsvelli í dag. Fyrir leik sátu gestirnir í 4.sæti en heimastúlkur í 5.sæti deildarinnar. Alveg frá fyrstu mínútu réðu Eyjakonur lögum og lofum með vindinn í bakið. Ekki var mikið um færi fyrstu 10 mínúturnar og gestirnir vörðust vel. Það breyttist þó mínútum síðar þegar það kom hræðileg sending út úr vörn Fylkis beint í fætur Karlinu Miksone sem keyrði inn að marki og lét vaða. Cecilía Rán Rúnarsdóttir, markvörður Fylkis, var í boltanum en náði einungis að blaka honum í þverslánna og þaðan í netið. Olga Sevcova var nálægt því að tvöfalda forustuna stuttu síðar en Cecilía sá við henni. Fylkiskonur áttu erfitt með að fóta sig með vindinn í andlitið og komust vart yfir miðju. Fatma Kara átti fína tilraun fyrir heimastúlkur en boltinn yfir markið eftir tæplega 20 mínútna leik. Stuttu síðar björguðu gestirnir svo á línu eftir að Júlíana Sveinsdóttir skallaði að marki eftir hornspyrnu Olgu. Gestirnir þurftu að bíða þar til um 5 mínútur voru til hálfleiks eftir fyrsta færi sínu. Það fékk Bryndís Arna Níelsdóttir eftir vel útfært fast leikatriði en skot hennar ekki nægilega öflugt og beint á Auði Sveinbjörnsdóttur Scheving í marki ÍBV. ÍBV hefðu hæglega getað skorað fleiri mörk í fyrri hálfleiknum og rétt fyrir hálfleik hefðu þær svo sannarlega átt að bæta við. Boltinn fór þá eftir hornspyrnu Olgu í gegnum markteiginn ósnertur og sleiktir stöngina fjær. Þegar gengið var til búningsherbergja var staðan því 1-0 fyrir ÍBV. Fylkiskonur hófu síðari hálfleikinn með vindinn í bakið og mættu inn með krafti. Eftir 5 mínútna leik gerðu gestirnir breytingu og inn kom Margrét Björg Ástvaldsdóttir. Það tók hana ekki nema sekúndur að setja sitt mark á leikinn þegar hún átti skot, eða sendingu, utan af hægri kanti og hafnaði boltinn í stönginni fjær. Bryndís Arna var fyrst til að átta sig og hamraði boltann í þaknetið. Leikurinn orðinn jafn á ný og meðbyrinn með gestunum úr Árbæ. Vindurinn hafði sitt að segja og gestirnir mun meira með boltann, þó án þess að skapa nein dauðafæri, á meðan ÍBV beitti skyndisóknum. Yfirburðir Fylkis skiluðu þó árangri eftir rúmlega klukkustundar leik þegar boltinn barst út á Þórdísi Elvu Ágústsdóttur sem lét vaða fyrir utan teig og söng boltinn í netinu, óverjandi fyrir Auði. Forusta gestanna entist þó ekki lengi en stuttu síðar fengu ÍBV hornspyrnu. Olga tók spyrnuna inn í teig, þar sem boltinn fór af Bertu Sigursteinsdóttur sem var nýkominn inn sem varamaður í lið Eyjastúlkna og þaðan til Karlinu sem skoraði af stuttu færi. Hennar annað mark í leiknum. Jöfnunarmarkið kom aðeins gegn gangi leiksins og héldu Fylkirstúlkur áfram að sækja og í tvígang hefðu þær gætað náð forustunni á ný. Bryndís Arna fékk gott færi eftir að boltinn hafði skoppað yfir varnarlínu ÍBV en skot hennar fór yfir markið og svo skapaðist stórhætta við mark heimastúlkna eftir misskilning í vörninni en Helena Jónsdóttir átti þá frábæra tæklingu og kom í veg fyrir öruggt mark. Þetta reyndist það síðasta sem gerðist áður en dómari leiksins flautaði til loka leiks. Niðurstaðan 2-2, í leik þar sem nánast var sótt á eitt mark í 90 mínútur. Kjartan: Hefði viljað taka þennan leik ,,Miðað við hvernig seinni hálfleikurinn spilaðist hefði ég viljað taka þennan leik”, sagði Kjartan Stefánsson, þjálfari Fylkis, eftir leik. ,,Þetta var rok og það mátti alveg sjá á leiknum.” ,,Við erum að brasa í meiðslum og ákváðum að leggja upp með ákveðna taktík. Vera þéttar á móti rokinu og keyra svo á seinni hálfleikinn. Það tókst næstum því en það var planið og hefðum við hitt markið aðeins betur hefðum við getað tekið þetta.” ,,Það var fúlt að fá þetta mark á okkur,” sagði Kjartan en Fylkir skoraði 2 góð mörk eftir að hafa lent undir. ,,Ódýrar hornspyrnur en hornspyrnan var góð hjá þeim og við verðum að klára okkar.” ,,Ég hefði viljað klára þessi 3-4 færi sem við fengum til,” sagði Kjartan að lokum. Andri Ólafs: Þokkalega sáttur Andri Ólafsson, þjálfari ÍBV, var nokkuð sáttur með að hafa fengið stig úr þessum leik. ,,Ég er bara þokkalega sáttur að að hafa jafnað í 2-2. Tveir hálfleikar, jújú, eins og í öllum fótboltaleikjum en við áttum að vera komin í betri stöðu í hálfleik. Mér fannst við gera margfalt betra en þær á móti vindi, hvort sem við höfum skapað nóg af færum eða ekki. Þriðji leikurinn við þær (Fylki) á þessu tímabili og allir jafntefli. Það er eins og það er.” Eyjastúlkur fóru inn í hálfleikinn marki yfir en hefðu hæglega getað bætt fleiri mörkum við. ,,Mér fannst allavega tvisvar þar sem við erum einbeitingarlausar og eigum að gera aðeins betur. Já, ég hefði viljað fara með meiri forustu inn í hálfleikinn.” ,,Ég er ánægður (að hafa náð jöfnunarmarki). Þær eru þekktar fyrir það að skora þvílíku mörkin, fyrir utan teig og annað. Þetta eru þvílíkar sleggjur hjá þeim. Mögulega erfitt að verjast þessu. Samt eigum við að gera örlítið betur og vera ákveðnari.” ,,Ég tel þetta nokkuð sanngjarnt. Auðvitað er maður alltaf feginn að jafna ef maður lendir undir á móti vindinum, en maður er kannski svona blindur á þetta en mér fannst við líklegri,” sagði Andri að lokum.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti