Bílar

Volkswagen hefur afhendingar á ID.3

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Jürgen Stackmann, sölustjóri Volkswagen við hlið fyrsta ID.3 1ST sem afhentur var.
Jürgen Stackmann, sölustjóri Volkswagen við hlið fyrsta ID.3 1ST sem afhentur var.

Á föstudag afhenti Volskwagen fyrsta ID.3 bílinn sem byggður er á MEB grunni. Bíllinn er tilraun Volkswagen til að keppa við aðra rafbíla í sama stærðarflokki.

Fyrsta eintakið af 1ST gerðinni sem fáanleg er í takmörkuðum eintökum, 30.000 stykkjum, var afhent af sölustjóra Volkswagen Jürgen Stackmann til Oliver Nicolai við verksmiðju Volkswagen í Dresden í Þýskalandi.

Brátt munu viðskiptavinir annars staðar í heiminum fá sína bíla afhenta. ID.3 er fáanlegur í sýningarsal Heklu, bílaumboðs og er verðið frá 5.090.000 kr.






×